Innlent

Ákærðir fyrir að velta bíl með handaflinu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Atvikið átti sér stað á Selfossi í fyrra.
Atvikið átti sér stað á Selfossi í fyrra. Vísir/Pjetur
Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að stofna lífi og heilsu tveggja einstaklinga í augljósan háska. Meint brot mannanna tveggja felst í því að hafa velt kyrrstæðri bifreið með fólki innanborðs.

Atvikið átti sér stað á Selfossi á mánudagskvöldi í lok júní í fyrra. Mennirnir tveir eiga að hafa komið að bifreiðinni og í sameiningu velt henni á vinstri hliðina. Fólkið í bifreiðinni hlaut meiðsl af en ekki kemur í ákærunni fram hvort þau hafi verið minni- eða meiriháttar.

Allt að fjögurra ára fangelsi liggur við broti gegn lagagreininni sem háttsemin er heimfærð undir. Þá er þess krafist að mennirnir verði dæmdir til greiðslu sakarkostnaðar. Ekki liggur fyrir hvort tjónþolar geri kröfur um greiðslu bóta vegna veltunnar. Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Suðurlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×