Umhverfisstofnun Trump réðst á blaðamann vegna fréttar um áhrif Harvey Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2017 23:29 EPA hefur útnefnt 41 svæði í Texas sem stofnunin telur sérlega menguð. Flóðavatn liggur enn yfir þrettán þeirra eftir Harvey. Vísir/Getty Blaðamaður AP-fréttastofunnar sætti persónuárásum í tilkynningu sem Umhverfisstofnun Bandaríkjanna sendi frá sér á sunnudag. Engu að síður gerði stofnunin engar efnislegar athugasemdir við frétt hans um flóð á menguðum svæðum í Texas. Frétt blaðamannsins Michael Biesecker og félaga hans Jason Dearen um hvernig vatn hefði flætt yfir nokkur menguð svæði í Texas af völdum fellibylsins Harvey birtist hjá AP-fréttastofunni á laugardag. Í henni kom fram að starfsmenn Umhverfisstofnunarinnar (EPA) hefðu ekki komið á staðinn til að kanna ástand nokkurra svæða sem stofnunin hefur skilgreint sem sérstaklega menguð. Hætta er talin á að eiturefni berist með flóðvatninu þaðan.Sögðu blaðamanninn hafa skrifað í „þægindum í Washington“EPA brást illa við fréttinni og réðst persónulega að Biesecker í tilkynningu sem hún sendi frá sér í gær en það þykir sérlega óvenjulegt. Í henni sakaði stofnunin Biesecker um að hafa skrifað „ótrúlega misvísandi frétt um menguð svæði sem eru undir vatni“. „Þrátt fyrir að hann skrifi í þægindum í Washington-borg, er Biesecker svo ósvífinn að gefa í skyn að stofnanir séu ekki að bregðast við hörmulegum áhrifum fellibylsins Harvey. Þetta er ekki aðeins ónákvæmt heldur skapar þetta óðagot og blandar pólitík inn í erfið störf neyðarstarfsmanna sem eru í raun á svæðunum sem hafa orðið illa úti,“ sagði ennfremur í tilkynningunni. Merking fréttarinnar bar engu að síður með sér að annar blaðamannanna hefði verið á staðnum í Texas. AP-fréttastofan svaraði tilkynningu EPA í gærkvöldi og staðfesti að fréttin hefði meðal annars byggt á heimildavinnu blaðamanns sem hefði skoðað menguðu svæðin. Mótmælti fréttastofan aðdróttunum EPA og sagðist standa við frétt blaðamannanna tveggja. Í raun heimsóttu fréttamenn AP sjö svæði sem EPA hefur skilgreind sem sérlega menguð á bátum, bílum og fótgangandi. Á sama tíma viðurkenndi EPA að stofnunin hefði ekki getað sent fólk beint á staðinn. Hún hafði aðeins gert athuganir úr lofti á svæðunum.Visit the Highlands Acid Pit, a contaminated Superfund site that #Harvey left underwater, in a #360video. Our story: https://t.co/RIMLiJvBNm pic.twitter.com/hAf1NaMJZH— The Associated Press (@AP) September 2, 2017 Enginn vildi gangast við tilkynningunni Talsmenn EPA vildu ekki svara því hver hefði samið hana þegar dagblaðið Politico gekk á eftir því. Tilkynningin var send út ómerkt að nær öllu leyti. Þrátt fyrir þung orð í garð blaðamannsins benti EPA ekki á neinar rangfærslur í frétt hans. AP hefur ekki birt neina leiðréttingu við frétt sína. Engu að síður beindi stofnunin spjótum sínum enn frekar að Biesecker í tilkynningunni. Fullyrti hún að blaðamaðurinn „ætti sér sögu um að láta staðreyndir ekki þvælast fyrir í fréttum“. Stofnunin vísaði ennfremur í blogg af öfgahægrisíðunni Breitbart sem Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Donalds Trump forseta, rekur. Viðbrögð EPA við frétt AP þykja í anda Trump sem hefur ítrekað sakað fjölmiðla um að flytja gervifréttir, oft og tíðum ranglega. Sjálfur notaði Trump aðra heimsókn sína til Texas eftir að Harvey gekk þar yfir til að gagnrýna fjölmiðla. Þannig lofaði hann bandarísku strandgæslunnar fyrir að fljúga í veðurofsa sem „fjölmiðlar myndu aldrei hætta sér út nema að það væri fyrir sérstaklega góða frétt“. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. 12. ágúst 2017 14:43 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Blaðamaður AP-fréttastofunnar sætti persónuárásum í tilkynningu sem Umhverfisstofnun Bandaríkjanna sendi frá sér á sunnudag. Engu að síður gerði stofnunin engar efnislegar athugasemdir við frétt hans um flóð á menguðum svæðum í Texas. Frétt blaðamannsins Michael Biesecker og félaga hans Jason Dearen um hvernig vatn hefði flætt yfir nokkur menguð svæði í Texas af völdum fellibylsins Harvey birtist hjá AP-fréttastofunni á laugardag. Í henni kom fram að starfsmenn Umhverfisstofnunarinnar (EPA) hefðu ekki komið á staðinn til að kanna ástand nokkurra svæða sem stofnunin hefur skilgreint sem sérstaklega menguð. Hætta er talin á að eiturefni berist með flóðvatninu þaðan.Sögðu blaðamanninn hafa skrifað í „þægindum í Washington“EPA brást illa við fréttinni og réðst persónulega að Biesecker í tilkynningu sem hún sendi frá sér í gær en það þykir sérlega óvenjulegt. Í henni sakaði stofnunin Biesecker um að hafa skrifað „ótrúlega misvísandi frétt um menguð svæði sem eru undir vatni“. „Þrátt fyrir að hann skrifi í þægindum í Washington-borg, er Biesecker svo ósvífinn að gefa í skyn að stofnanir séu ekki að bregðast við hörmulegum áhrifum fellibylsins Harvey. Þetta er ekki aðeins ónákvæmt heldur skapar þetta óðagot og blandar pólitík inn í erfið störf neyðarstarfsmanna sem eru í raun á svæðunum sem hafa orðið illa úti,“ sagði ennfremur í tilkynningunni. Merking fréttarinnar bar engu að síður með sér að annar blaðamannanna hefði verið á staðnum í Texas. AP-fréttastofan svaraði tilkynningu EPA í gærkvöldi og staðfesti að fréttin hefði meðal annars byggt á heimildavinnu blaðamanns sem hefði skoðað menguðu svæðin. Mótmælti fréttastofan aðdróttunum EPA og sagðist standa við frétt blaðamannanna tveggja. Í raun heimsóttu fréttamenn AP sjö svæði sem EPA hefur skilgreind sem sérlega menguð á bátum, bílum og fótgangandi. Á sama tíma viðurkenndi EPA að stofnunin hefði ekki getað sent fólk beint á staðinn. Hún hafði aðeins gert athuganir úr lofti á svæðunum.Visit the Highlands Acid Pit, a contaminated Superfund site that #Harvey left underwater, in a #360video. Our story: https://t.co/RIMLiJvBNm pic.twitter.com/hAf1NaMJZH— The Associated Press (@AP) September 2, 2017 Enginn vildi gangast við tilkynningunni Talsmenn EPA vildu ekki svara því hver hefði samið hana þegar dagblaðið Politico gekk á eftir því. Tilkynningin var send út ómerkt að nær öllu leyti. Þrátt fyrir þung orð í garð blaðamannsins benti EPA ekki á neinar rangfærslur í frétt hans. AP hefur ekki birt neina leiðréttingu við frétt sína. Engu að síður beindi stofnunin spjótum sínum enn frekar að Biesecker í tilkynningunni. Fullyrti hún að blaðamaðurinn „ætti sér sögu um að láta staðreyndir ekki þvælast fyrir í fréttum“. Stofnunin vísaði ennfremur í blogg af öfgahægrisíðunni Breitbart sem Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Donalds Trump forseta, rekur. Viðbrögð EPA við frétt AP þykja í anda Trump sem hefur ítrekað sakað fjölmiðla um að flytja gervifréttir, oft og tíðum ranglega. Sjálfur notaði Trump aðra heimsókn sína til Texas eftir að Harvey gekk þar yfir til að gagnrýna fjölmiðla. Þannig lofaði hann bandarísku strandgæslunnar fyrir að fljúga í veðurofsa sem „fjölmiðlar myndu aldrei hætta sér út nema að það væri fyrir sérstaklega góða frétt“.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. 12. ágúst 2017 14:43 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51
Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43
Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. 12. ágúst 2017 14:43