Umhverfisstofnun Trump réðst á blaðamann vegna fréttar um áhrif Harvey Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2017 23:29 EPA hefur útnefnt 41 svæði í Texas sem stofnunin telur sérlega menguð. Flóðavatn liggur enn yfir þrettán þeirra eftir Harvey. Vísir/Getty Blaðamaður AP-fréttastofunnar sætti persónuárásum í tilkynningu sem Umhverfisstofnun Bandaríkjanna sendi frá sér á sunnudag. Engu að síður gerði stofnunin engar efnislegar athugasemdir við frétt hans um flóð á menguðum svæðum í Texas. Frétt blaðamannsins Michael Biesecker og félaga hans Jason Dearen um hvernig vatn hefði flætt yfir nokkur menguð svæði í Texas af völdum fellibylsins Harvey birtist hjá AP-fréttastofunni á laugardag. Í henni kom fram að starfsmenn Umhverfisstofnunarinnar (EPA) hefðu ekki komið á staðinn til að kanna ástand nokkurra svæða sem stofnunin hefur skilgreint sem sérstaklega menguð. Hætta er talin á að eiturefni berist með flóðvatninu þaðan.Sögðu blaðamanninn hafa skrifað í „þægindum í Washington“EPA brást illa við fréttinni og réðst persónulega að Biesecker í tilkynningu sem hún sendi frá sér í gær en það þykir sérlega óvenjulegt. Í henni sakaði stofnunin Biesecker um að hafa skrifað „ótrúlega misvísandi frétt um menguð svæði sem eru undir vatni“. „Þrátt fyrir að hann skrifi í þægindum í Washington-borg, er Biesecker svo ósvífinn að gefa í skyn að stofnanir séu ekki að bregðast við hörmulegum áhrifum fellibylsins Harvey. Þetta er ekki aðeins ónákvæmt heldur skapar þetta óðagot og blandar pólitík inn í erfið störf neyðarstarfsmanna sem eru í raun á svæðunum sem hafa orðið illa úti,“ sagði ennfremur í tilkynningunni. Merking fréttarinnar bar engu að síður með sér að annar blaðamannanna hefði verið á staðnum í Texas. AP-fréttastofan svaraði tilkynningu EPA í gærkvöldi og staðfesti að fréttin hefði meðal annars byggt á heimildavinnu blaðamanns sem hefði skoðað menguðu svæðin. Mótmælti fréttastofan aðdróttunum EPA og sagðist standa við frétt blaðamannanna tveggja. Í raun heimsóttu fréttamenn AP sjö svæði sem EPA hefur skilgreind sem sérlega menguð á bátum, bílum og fótgangandi. Á sama tíma viðurkenndi EPA að stofnunin hefði ekki getað sent fólk beint á staðinn. Hún hafði aðeins gert athuganir úr lofti á svæðunum.Visit the Highlands Acid Pit, a contaminated Superfund site that #Harvey left underwater, in a #360video. Our story: https://t.co/RIMLiJvBNm pic.twitter.com/hAf1NaMJZH— The Associated Press (@AP) September 2, 2017 Enginn vildi gangast við tilkynningunni Talsmenn EPA vildu ekki svara því hver hefði samið hana þegar dagblaðið Politico gekk á eftir því. Tilkynningin var send út ómerkt að nær öllu leyti. Þrátt fyrir þung orð í garð blaðamannsins benti EPA ekki á neinar rangfærslur í frétt hans. AP hefur ekki birt neina leiðréttingu við frétt sína. Engu að síður beindi stofnunin spjótum sínum enn frekar að Biesecker í tilkynningunni. Fullyrti hún að blaðamaðurinn „ætti sér sögu um að láta staðreyndir ekki þvælast fyrir í fréttum“. Stofnunin vísaði ennfremur í blogg af öfgahægrisíðunni Breitbart sem Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Donalds Trump forseta, rekur. Viðbrögð EPA við frétt AP þykja í anda Trump sem hefur ítrekað sakað fjölmiðla um að flytja gervifréttir, oft og tíðum ranglega. Sjálfur notaði Trump aðra heimsókn sína til Texas eftir að Harvey gekk þar yfir til að gagnrýna fjölmiðla. Þannig lofaði hann bandarísku strandgæslunnar fyrir að fljúga í veðurofsa sem „fjölmiðlar myndu aldrei hætta sér út nema að það væri fyrir sérstaklega góða frétt“. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. 12. ágúst 2017 14:43 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Blaðamaður AP-fréttastofunnar sætti persónuárásum í tilkynningu sem Umhverfisstofnun Bandaríkjanna sendi frá sér á sunnudag. Engu að síður gerði stofnunin engar efnislegar athugasemdir við frétt hans um flóð á menguðum svæðum í Texas. Frétt blaðamannsins Michael Biesecker og félaga hans Jason Dearen um hvernig vatn hefði flætt yfir nokkur menguð svæði í Texas af völdum fellibylsins Harvey birtist hjá AP-fréttastofunni á laugardag. Í henni kom fram að starfsmenn Umhverfisstofnunarinnar (EPA) hefðu ekki komið á staðinn til að kanna ástand nokkurra svæða sem stofnunin hefur skilgreint sem sérstaklega menguð. Hætta er talin á að eiturefni berist með flóðvatninu þaðan.Sögðu blaðamanninn hafa skrifað í „þægindum í Washington“EPA brást illa við fréttinni og réðst persónulega að Biesecker í tilkynningu sem hún sendi frá sér í gær en það þykir sérlega óvenjulegt. Í henni sakaði stofnunin Biesecker um að hafa skrifað „ótrúlega misvísandi frétt um menguð svæði sem eru undir vatni“. „Þrátt fyrir að hann skrifi í þægindum í Washington-borg, er Biesecker svo ósvífinn að gefa í skyn að stofnanir séu ekki að bregðast við hörmulegum áhrifum fellibylsins Harvey. Þetta er ekki aðeins ónákvæmt heldur skapar þetta óðagot og blandar pólitík inn í erfið störf neyðarstarfsmanna sem eru í raun á svæðunum sem hafa orðið illa úti,“ sagði ennfremur í tilkynningunni. Merking fréttarinnar bar engu að síður með sér að annar blaðamannanna hefði verið á staðnum í Texas. AP-fréttastofan svaraði tilkynningu EPA í gærkvöldi og staðfesti að fréttin hefði meðal annars byggt á heimildavinnu blaðamanns sem hefði skoðað menguðu svæðin. Mótmælti fréttastofan aðdróttunum EPA og sagðist standa við frétt blaðamannanna tveggja. Í raun heimsóttu fréttamenn AP sjö svæði sem EPA hefur skilgreind sem sérlega menguð á bátum, bílum og fótgangandi. Á sama tíma viðurkenndi EPA að stofnunin hefði ekki getað sent fólk beint á staðinn. Hún hafði aðeins gert athuganir úr lofti á svæðunum.Visit the Highlands Acid Pit, a contaminated Superfund site that #Harvey left underwater, in a #360video. Our story: https://t.co/RIMLiJvBNm pic.twitter.com/hAf1NaMJZH— The Associated Press (@AP) September 2, 2017 Enginn vildi gangast við tilkynningunni Talsmenn EPA vildu ekki svara því hver hefði samið hana þegar dagblaðið Politico gekk á eftir því. Tilkynningin var send út ómerkt að nær öllu leyti. Þrátt fyrir þung orð í garð blaðamannsins benti EPA ekki á neinar rangfærslur í frétt hans. AP hefur ekki birt neina leiðréttingu við frétt sína. Engu að síður beindi stofnunin spjótum sínum enn frekar að Biesecker í tilkynningunni. Fullyrti hún að blaðamaðurinn „ætti sér sögu um að láta staðreyndir ekki þvælast fyrir í fréttum“. Stofnunin vísaði ennfremur í blogg af öfgahægrisíðunni Breitbart sem Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Donalds Trump forseta, rekur. Viðbrögð EPA við frétt AP þykja í anda Trump sem hefur ítrekað sakað fjölmiðla um að flytja gervifréttir, oft og tíðum ranglega. Sjálfur notaði Trump aðra heimsókn sína til Texas eftir að Harvey gekk þar yfir til að gagnrýna fjölmiðla. Þannig lofaði hann bandarísku strandgæslunnar fyrir að fljúga í veðurofsa sem „fjölmiðlar myndu aldrei hætta sér út nema að það væri fyrir sérstaklega góða frétt“.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. 12. ágúst 2017 14:43 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51
Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43
Umhverfisstofnunin fer yfir „pólitíska“ loftslagsskýrslu Þrátt fyrir að stór loftslagsskýrsla þrettán bandarískra alríkisstofnana byggist á á rannsóknum sem hafa verið rækilega ritrýndar vill forstjóri Umhverfisstofnunarinnar þar að farið verði ítarlega yfir innihald hennar áður en hún birtist. Forstjórinn er þekktur fyrir að hafna vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. 12. ágúst 2017 14:43