Atvikið átti sér stað þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og Martin Skrtel hafði brotið á Alli. Aukaspyrna var hins vegar ekki dæmd.
Eftir leik sagði Alli á Twitter-síðu sinni að allt hefði verið hluti af góðlátlegu gríni og beint að Kyle Walker, liðsfélaga hans.
Just to clarify, the gesture tonight was a joke between me and my good friend Kyle Walker! Apologies for any offence caused! Great win 2nite
— Dele (@dele_official) September 4, 2017
„Ég hef ekki séð þetta en ég veit af þessu. Dele og Kyle voru að fíflast,“ sagði hann. „Samskipti þeirra eru skrýtin sem útksýrir þetta.“