Nýr Audi A8 með 23 hátalara og 1.920 wött Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2017 15:30 Nýr Audi A8 er ekki dónalegur útlits og sannkölluð lúxuskerra. Það er fátt til sparað þegar kemur að flaggskipum þýsku lúxusbílaframleiðendanna og þar er Audi A8 engin undantekning. Bose hljóðkerfi bílsins er með því allra öflugasta sem um getur, en afl þess er 1.920 wött sem sturtast útúr einum 23 hátölurum víðsvegar um bílinn. Líklega eru fá dæmi um fleiri hátalara í einum bíl og er tvo þeirra að finna í A-póstinum framí bílnum, aðra tvo aftast í þakinu ofan aftursætisfarþega og tveir skjótast uppúr mælaborðinu við ræsingu bílsins. Þrívíddarhljómurinn sem kemur frá þessu hljóðkerfi er víst engu líkur og að sögn Audi og Bose manna er þess best notið með klassískri tónlist sem tekin er upp á hljómleikum, eða annarri tónlist sem ekki hefur verið breytt eftirá með stúdíóvinnu. Hver einasti hátalari bílsins er með sinn eigin magnara og reikniritið sem stjórnar kerfinu var hannað af Audi með hjálp frá Fraunhofer Institute í Erlangen í Þýskalandi. Aftursætisfarþegar geta stjórnað hljóðinu afturí með skipunum á snertiskjá. Framleiðsla er hafin á nýrri kynslóð Audi A8 bílsins í Neckarsulm í Þýskalandi, en afhendingar á bílunum hefjast þó ekki fyrr en með haustinu. Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent
Það er fátt til sparað þegar kemur að flaggskipum þýsku lúxusbílaframleiðendanna og þar er Audi A8 engin undantekning. Bose hljóðkerfi bílsins er með því allra öflugasta sem um getur, en afl þess er 1.920 wött sem sturtast útúr einum 23 hátölurum víðsvegar um bílinn. Líklega eru fá dæmi um fleiri hátalara í einum bíl og er tvo þeirra að finna í A-póstinum framí bílnum, aðra tvo aftast í þakinu ofan aftursætisfarþega og tveir skjótast uppúr mælaborðinu við ræsingu bílsins. Þrívíddarhljómurinn sem kemur frá þessu hljóðkerfi er víst engu líkur og að sögn Audi og Bose manna er þess best notið með klassískri tónlist sem tekin er upp á hljómleikum, eða annarri tónlist sem ekki hefur verið breytt eftirá með stúdíóvinnu. Hver einasti hátalari bílsins er með sinn eigin magnara og reikniritið sem stjórnar kerfinu var hannað af Audi með hjálp frá Fraunhofer Institute í Erlangen í Þýskalandi. Aftursætisfarþegar geta stjórnað hljóðinu afturí með skipunum á snertiskjá. Framleiðsla er hafin á nýrri kynslóð Audi A8 bílsins í Neckarsulm í Þýskalandi, en afhendingar á bílunum hefjast þó ekki fyrr en með haustinu.
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent