Skoda hefur framleitt 15 milljón bíla eftir yfirtöku Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2017 10:15 Frá einni af fimmtán verksmiðjum Skoda þar sem framleiddur er vinsælasti bíll Skoda, þ.e. Octavia. Frá því að Volkswagen keypti tékkneska bílaframleiðandann Skoda árið 1991 hafa nú verið framleiddir 15 milljón bílar í verksmiðjum Skoda. Árið 1991 var framleiðsla Skoda aðeins 172.074 bílar, en í fyrra framleiddi Skoda 1,1 milljón bíla og hefur því framleiðslan meira en sexfaldast á þessum tíma. Sá bíll sem framleitt hefur verið langmest af er Skoda Octavia, eða 5,6 milljón bílar. Þar á eftir kemur Fabia með 4 milljónir bíla, Felicia með 1,4 milljón og flaggskipið Superb með 1,02 milljón bíla. Árið 1991 voru aðeins framleiddar bílgerðirnar Favorit og Forman. Nú samanstendur framleiðsla Skoda hinsvegar af bílunum Octavia, Superb, Fabia, Rapid, Citigo, Kodiaq og Karoq. Úr 3 verksmiðjum í 15 Verksmiðjum Skoda hefur í leiðinni heldur betur fjölgað, eða frá aðeins 3 verksmiðjum árið 1991 í 15 verksmiðjur nú. Hjá Skoda stendur enn til að fjölga bílgerðum og verða 5 gerðir rafmagnsbíla orðnir hluti af framleiðslu Skoda um miðjan næsta áratug. Í millitíðinni verða nokkrar gerðir Plug-In-Hybrid útfærslur kunnra bíla Skoda kynntir, þar á meðal Superb og Kodiaq. Það var ekki fyrr en árið 1996 sem Octavia kom til sögunnar hjá Skoda og var hann byggður á sama undirvagni og var undir fjórðu kynslóð Volkswagen Golf. Allar götur frá því hafa bílar Skoda verið byggðir á þekkingu frá móðurfyrirtækinu Volkswagen og margt sameiginlegt verið í bílum Skoda og Volkswagen. Ef öllum bílum Skoda, sem framleiddir hafa verið frá yfirtöku Volkswagen, yrði lagt í beinni röð myndi hún ná 66,2 kílómetrum. Skoda selur nú bíla í yfir 100 löndum heimsins og gengi fyrirtækisins hefur verið með allra besta móti á undanförnum árum og framleiðslan aukist á hverju ári. Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent
Frá því að Volkswagen keypti tékkneska bílaframleiðandann Skoda árið 1991 hafa nú verið framleiddir 15 milljón bílar í verksmiðjum Skoda. Árið 1991 var framleiðsla Skoda aðeins 172.074 bílar, en í fyrra framleiddi Skoda 1,1 milljón bíla og hefur því framleiðslan meira en sexfaldast á þessum tíma. Sá bíll sem framleitt hefur verið langmest af er Skoda Octavia, eða 5,6 milljón bílar. Þar á eftir kemur Fabia með 4 milljónir bíla, Felicia með 1,4 milljón og flaggskipið Superb með 1,02 milljón bíla. Árið 1991 voru aðeins framleiddar bílgerðirnar Favorit og Forman. Nú samanstendur framleiðsla Skoda hinsvegar af bílunum Octavia, Superb, Fabia, Rapid, Citigo, Kodiaq og Karoq. Úr 3 verksmiðjum í 15 Verksmiðjum Skoda hefur í leiðinni heldur betur fjölgað, eða frá aðeins 3 verksmiðjum árið 1991 í 15 verksmiðjur nú. Hjá Skoda stendur enn til að fjölga bílgerðum og verða 5 gerðir rafmagnsbíla orðnir hluti af framleiðslu Skoda um miðjan næsta áratug. Í millitíðinni verða nokkrar gerðir Plug-In-Hybrid útfærslur kunnra bíla Skoda kynntir, þar á meðal Superb og Kodiaq. Það var ekki fyrr en árið 1996 sem Octavia kom til sögunnar hjá Skoda og var hann byggður á sama undirvagni og var undir fjórðu kynslóð Volkswagen Golf. Allar götur frá því hafa bílar Skoda verið byggðir á þekkingu frá móðurfyrirtækinu Volkswagen og margt sameiginlegt verið í bílum Skoda og Volkswagen. Ef öllum bílum Skoda, sem framleiddir hafa verið frá yfirtöku Volkswagen, yrði lagt í beinni röð myndi hún ná 66,2 kílómetrum. Skoda selur nú bíla í yfir 100 löndum heimsins og gengi fyrirtækisins hefur verið með allra besta móti á undanförnum árum og framleiðslan aukist á hverju ári.
Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent