Hyundai hlaut þrenn 1. verðlaun í Automotive Brand Contest 2017 Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2017 13:15 Hyundai i30 hefur áður hlotið eftirsótt hönnunarverðlaun, þar á meðal „IF Design Award“ og „Red Dot Design Award“. Hyundai Motor stendur uppi sem aðalsigurvegarinn í ár að lokinni samkeppni Automotive Brand Contest 2017 í Þýskalandi sem dómnefnd Hönnunarráðs Þýskalands stendur fyrir á hverju ári. Hyundai Motor var kjörið besta vörumerkið í ár vegna framúrskarandi gæða í framleiðslunni og mikillar verðvitundar auk þess sem Hyundai i30 hlaut tvenn fyrstu verðlaun, annars vegar fyrir hönnun ytra útlits og hönnun farþegarýmisins. Hönnunarráðið verðlaunar árlega framúrskarandi framleiðsluvörur í ýmsum flokkum á þýska markaðnum og samanstendur dómnefndin af fulltrúum háskóla, fjölmiðla og sérfræðinga á sviði hönnunar- og vörumerkjaímyndar sem meta heildræna og samræmda notkun vörumerkja á mismunandi fjölmiðla og framleiðsluvörur. Mikil gæði í framleiðslu Hyundai, hollusta viðskiptavina við vörumerkið ásamt þeirri markvissu uppbyggingu á ímynd vörumerkisins sem unnið hefur verið að undanfarin ár með nýjum og gjörbreyttum kynslóðum bíla voru þeir meginþættir sem sannfærðu dómnefndina í lokaniðurstöðu sinni og verða viðurkenningarnar afhentar á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt nk. þriðjudag, 12. september. Verðlaunin eru frekari lyftistöng fyrir Hyundai á Evrópumarkaði enda stefnir fyrirtækið að því að verða besti asíski bílaframleiðandinn í Evrópu árið 2021. „Þetta staðfestir að við erum á réttri leið,“ sagði Thomas A. Schmid, framkvæmdastjóri á Hyundai Motor Europe þegar niðurstaða dómnefndar var kunngerð fyrr í vikunni. Hann segir að i30 sé ekki aðeins hlaðinn mikilli og vandaðri tækni heldur höfði alhliða hátæknihönnun bílsins og hagstætt verð til mjög breiðs kaupendahóps. Hyundai i30 hefur áður hlotið eftirsótt hönnunarverðlaun, þar á meðal „IF Design Award“ og „Red Dot Design Award“. Auk þess hefur i30 hlotið viðurkenningu fyrir framúrskarandi öryggi hjá Euro NCAP sem lofaði bílinn fyrir níu mismunandi öryggiskerfi, m.a. fyrir öryggiskerfin „SmartSense safety and driving assistance technologies“, „Driver Attention Warning, Forward Collision-Avoidance Assist og „Rear Cross-Traffic Collision Warning," svo fátt eitt sé nefnt. Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent
Hyundai Motor stendur uppi sem aðalsigurvegarinn í ár að lokinni samkeppni Automotive Brand Contest 2017 í Þýskalandi sem dómnefnd Hönnunarráðs Þýskalands stendur fyrir á hverju ári. Hyundai Motor var kjörið besta vörumerkið í ár vegna framúrskarandi gæða í framleiðslunni og mikillar verðvitundar auk þess sem Hyundai i30 hlaut tvenn fyrstu verðlaun, annars vegar fyrir hönnun ytra útlits og hönnun farþegarýmisins. Hönnunarráðið verðlaunar árlega framúrskarandi framleiðsluvörur í ýmsum flokkum á þýska markaðnum og samanstendur dómnefndin af fulltrúum háskóla, fjölmiðla og sérfræðinga á sviði hönnunar- og vörumerkjaímyndar sem meta heildræna og samræmda notkun vörumerkja á mismunandi fjölmiðla og framleiðsluvörur. Mikil gæði í framleiðslu Hyundai, hollusta viðskiptavina við vörumerkið ásamt þeirri markvissu uppbyggingu á ímynd vörumerkisins sem unnið hefur verið að undanfarin ár með nýjum og gjörbreyttum kynslóðum bíla voru þeir meginþættir sem sannfærðu dómnefndina í lokaniðurstöðu sinni og verða viðurkenningarnar afhentar á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt nk. þriðjudag, 12. september. Verðlaunin eru frekari lyftistöng fyrir Hyundai á Evrópumarkaði enda stefnir fyrirtækið að því að verða besti asíski bílaframleiðandinn í Evrópu árið 2021. „Þetta staðfestir að við erum á réttri leið,“ sagði Thomas A. Schmid, framkvæmdastjóri á Hyundai Motor Europe þegar niðurstaða dómnefndar var kunngerð fyrr í vikunni. Hann segir að i30 sé ekki aðeins hlaðinn mikilli og vandaðri tækni heldur höfði alhliða hátæknihönnun bílsins og hagstætt verð til mjög breiðs kaupendahóps. Hyundai i30 hefur áður hlotið eftirsótt hönnunarverðlaun, þar á meðal „IF Design Award“ og „Red Dot Design Award“. Auk þess hefur i30 hlotið viðurkenningu fyrir framúrskarandi öryggi hjá Euro NCAP sem lofaði bílinn fyrir níu mismunandi öryggiskerfi, m.a. fyrir öryggiskerfin „SmartSense safety and driving assistance technologies“, „Driver Attention Warning, Forward Collision-Avoidance Assist og „Rear Cross-Traffic Collision Warning," svo fátt eitt sé nefnt.
Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent