Viðbragðsaðilar í Texas stefna efnaframleiðanda Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2017 23:21 Varað hafði verið við sprengingu í efnaverksmiðju Arkema. Lögreglumenn veiktust af gufunum sem bárust frá eldi sem logaði í henni. Vísir/AFP Hópur lögreglu- og björgunarmanna sem gættu efnaverksmiðju sem talin var að gæti sprungið eftir fellibylinn Harvey í Texas hefur stefnt eiganda verksmiðjunnar. Mennirnir veiktust af eiturgufum en þeir telja að fyrirtækið hafi gert lítið úr hættunni af þeim. Eldur kom upp í efnaverksmiðju franska fjölþjóðlega fyrirtækisins Arkema í Crosby, utan við Houston, þegar vatn flæddi þar inn af völdum fellibyljarins í lok síðasta mánaðar. Viðbragðsaðilar sem komu fyrstir á staðinn og gættu þess að enginn kæmi nærri verksmiðjunni lýsa því að þeir hafi kastað upp og átt erfitt með andardrátt af völdum eiturgufa frá verksmiðjunni snemma morguns 29. ágúst. Sjúkraliðar sem reyndu að hjálpa veiktust einnig. Sumir lögregumannann óku sjálfum sér á sjúkrahús þar sem þeir gátu ekki skilið bíla sína eftir með vopnum í þeim. Í stefnunni saka þeir Arkema um að hafa gert lítið úr hættunni sem stafaði af eldinum og að fyrirtækið hafi brugðist þeirri skyldu sinni að vara viðbragðsaðila við. Krefjast þeir einnar milljónar dollara í skaðabætur.Forðuðust að lýsa gufunum sem „eitruðum“Arkema segist harma að viðbragðsaðilar hafi veikst en hafnar algerlega ásökununum. Þvert á móti hafi það varað almenning við að halda sig fjarri verksmiðjunni. Lögreglumennirnir segjast hins vegar hafa verið við mörkin sem fyrirtækið nefndi þegar eiturgufurnar lagði yfir þá. Verksmiðjan framleiddi lífrænt peroxíð. Þegar rafmagn fór af verksmiðjunni hætti kælikerfi að virka sem varð til þess að efnið ofhitnað og eldur braust út.Washington Post segir að forsvarsmenn Arkema hafi forðast að kalla gufurnar sem bárust frá eldinum „eitraðar“. Upphaflega lýstu þeir reyknum sem lögreglumenn önduðu að sér sem „óeitruðu ertiefni“. Síðar viðurkenndi forseti Norður-Ameríkudeildar Arkema að reykurinn væri sannarlega „skaðlegur“. Hélt hann því hins vegar fram að „eitraður“ væri afstætt hugtak. Lagði hann áherslu á að efnin sjálf hefðu ekki sluppið út. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11 Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01 Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Hópur lögreglu- og björgunarmanna sem gættu efnaverksmiðju sem talin var að gæti sprungið eftir fellibylinn Harvey í Texas hefur stefnt eiganda verksmiðjunnar. Mennirnir veiktust af eiturgufum en þeir telja að fyrirtækið hafi gert lítið úr hættunni af þeim. Eldur kom upp í efnaverksmiðju franska fjölþjóðlega fyrirtækisins Arkema í Crosby, utan við Houston, þegar vatn flæddi þar inn af völdum fellibyljarins í lok síðasta mánaðar. Viðbragðsaðilar sem komu fyrstir á staðinn og gættu þess að enginn kæmi nærri verksmiðjunni lýsa því að þeir hafi kastað upp og átt erfitt með andardrátt af völdum eiturgufa frá verksmiðjunni snemma morguns 29. ágúst. Sjúkraliðar sem reyndu að hjálpa veiktust einnig. Sumir lögregumannann óku sjálfum sér á sjúkrahús þar sem þeir gátu ekki skilið bíla sína eftir með vopnum í þeim. Í stefnunni saka þeir Arkema um að hafa gert lítið úr hættunni sem stafaði af eldinum og að fyrirtækið hafi brugðist þeirri skyldu sinni að vara viðbragðsaðila við. Krefjast þeir einnar milljónar dollara í skaðabætur.Forðuðust að lýsa gufunum sem „eitruðum“Arkema segist harma að viðbragðsaðilar hafi veikst en hafnar algerlega ásökununum. Þvert á móti hafi það varað almenning við að halda sig fjarri verksmiðjunni. Lögreglumennirnir segjast hins vegar hafa verið við mörkin sem fyrirtækið nefndi þegar eiturgufurnar lagði yfir þá. Verksmiðjan framleiddi lífrænt peroxíð. Þegar rafmagn fór af verksmiðjunni hætti kælikerfi að virka sem varð til þess að efnið ofhitnað og eldur braust út.Washington Post segir að forsvarsmenn Arkema hafi forðast að kalla gufurnar sem bárust frá eldinum „eitraðar“. Upphaflega lýstu þeir reyknum sem lögreglumenn önduðu að sér sem „óeitruðu ertiefni“. Síðar viðurkenndi forseti Norður-Ameríkudeildar Arkema að reykurinn væri sannarlega „skaðlegur“. Hélt hann því hins vegar fram að „eitraður“ væri afstætt hugtak. Lagði hann áherslu á að efnin sjálf hefðu ekki sluppið út.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11 Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01 Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11
Sprengingar í efnaverksmiðjunni í Houston Ertandi reykur berst frá sprengingum í efnaverksmiðju í útjaðri Houston. Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann andaði að sér eiturgufum. 31. ágúst 2017 10:01
Efnaverksmiðja spýr eitri eftir Harvey Regnvatn olli bilunum í efnaverksmiðju í Houston. Yfirmaður hamfaravarna segir útblástur frá verksmiðjunni afar hættulegan. Sprengingar heyrðust í nágrenni verksmiðjunnar í gær. Tala látinna heldur áfram að hækka í Texas. Stormurinn stefnir nú í norðausturátt. 1. september 2017 07:00
Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47