Silkiklæddir kúrekar hjá Calvin Klein Ritstjórn skrifar 8. september 2017 09:30 Glamour/Getty Sýning Calvin Klein á tískuvikunni í New York var í gærkvöldi, þar sem Raf Simons, listrænn stjórnandi tískuhússins, stjórnaði för. Þemað var Ameríka, og var innblásturinn fenginn frá kúrekum, Andy Warhol, klappstýrum og hryllingsmyndum. Að horfa á sýninguna var eins og að vera staddur á listasýningu, þar sem verk Andy Warhol voru prentuð á ýmsar flíkur, frá bolum og upp í kjóla. Simons hélt áfram að vinna með plast eins og hann gerði fyrir vetrarlínu sína, en plastklæddir kjólar tóku nú við af kápunum. Hönnuðir í dag eru farnir að sameina karla-og kvenfatalínur sínar, og var oft ekki mikill munur á flíkunum. Kúrekaskyrtur og buxur voru úr glansandi fallegu silki í þetta skiptið, og er augljóst að sett hefur verið nýtt trend hér með. Þessar skyrtur eru komnar á óskalistann. Vísunin í klappstýrur kom fram í miklu og síðu kögri á kjólum og virðist eins og hönnuðir ætla að færa sig úr fjaðraþema vetursins og yfir í kögrið fyrir sumarið. Mest lesið Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Vogue endurgerir tónlistarmyndbandið við Freedom með nýjum fyrirsætum Glamour Beyoncé er drottning körfuboltavallarins Glamour "Hættulegt að hugsa of mikið um hamingjuna“ Glamour Gallapilsið boðar endurkomu sína yfir sumartímann Glamour Theresa May mun sitja fyrir í Vogue Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Jennifer Berg: Lambakórónur með tómatrisotto og parmesanflögum Glamour Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu Glamour
Sýning Calvin Klein á tískuvikunni í New York var í gærkvöldi, þar sem Raf Simons, listrænn stjórnandi tískuhússins, stjórnaði för. Þemað var Ameríka, og var innblásturinn fenginn frá kúrekum, Andy Warhol, klappstýrum og hryllingsmyndum. Að horfa á sýninguna var eins og að vera staddur á listasýningu, þar sem verk Andy Warhol voru prentuð á ýmsar flíkur, frá bolum og upp í kjóla. Simons hélt áfram að vinna með plast eins og hann gerði fyrir vetrarlínu sína, en plastklæddir kjólar tóku nú við af kápunum. Hönnuðir í dag eru farnir að sameina karla-og kvenfatalínur sínar, og var oft ekki mikill munur á flíkunum. Kúrekaskyrtur og buxur voru úr glansandi fallegu silki í þetta skiptið, og er augljóst að sett hefur verið nýtt trend hér með. Þessar skyrtur eru komnar á óskalistann. Vísunin í klappstýrur kom fram í miklu og síðu kögri á kjólum og virðist eins og hönnuðir ætla að færa sig úr fjaðraþema vetursins og yfir í kögrið fyrir sumarið.
Mest lesið Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Vogue endurgerir tónlistarmyndbandið við Freedom með nýjum fyrirsætum Glamour Beyoncé er drottning körfuboltavallarins Glamour "Hættulegt að hugsa of mikið um hamingjuna“ Glamour Gallapilsið boðar endurkomu sína yfir sumartímann Glamour Theresa May mun sitja fyrir í Vogue Glamour Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Jennifer Berg: Lambakórónur með tómatrisotto og parmesanflögum Glamour Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu Glamour