Enski boltinn

Alli til rannsóknar hjá FIFA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dele Alli í umræddum landsleik.
Dele Alli í umræddum landsleik. Vísir/Getty
Dele Alli gæti fengið keppnisbann hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA vegna hegðunar sinnar í leik Englands og Slóvakíu á dögunum. Alli sýndi útrétta löngutöng og virtist beina því gegn dómara leiksins.

Hann sagði þó eftir leik að þessu hafi verið beint að Kyle Walker, liðsfélaga sínum, og Gareth Southgate landsliðsþjálfari sagði slíkt hið sama eftir leikinn.

Atvikið átti sér þó stað þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og Martin Skrtel hafði brotið á Alli. Aukaspyrna var hins vegar ekki dæmd. Alli baðst afsökunar á samfélagsmiðlum næsta dag.

Talsmaður FIFA hefur staðfest við enska fjölmiðla að rannsókn er hafin en tjáði sig ekki frekar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×