Blómin launa gott atlæti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2017 10:45 Við afhendinguna: Hreiðar Oddsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs, Hjördís Ýr Johnson, formaður nefndarinnar, Guðmundur Jóhann Jónsson og Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir, verðlaunahafar og Ármann bæjarstjóri. Það er ekkert lítið gert úr þessu,“ segir Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir steinhissa þegar hringt er í hana til að spyrja út í viðurkenningu sem hún og eiginmaðurinn, Guðmundur Jóhann Jónsson fengu fyrir húsið sitt og lóðina síðasta fimmtudag frá umhverfis-og samgöngunefnd Kópavogs. Þau búa að Kópavogsbakka 15. Í rökstuðningi nefndarinnar stendur meðal annars. „Húsið er bjart og opið með stórum gluggum og næst þannig fallegt útsýni út á Kópavoginn. Lóðin er ekki stór en með aðstoð Árna Hermannssonar hjá Landverk var hún kláruð á einfaldan og smekklegan máta árið 2011. Garðurinn hefur þróast á undanförnum árum en þar sem umhirða hans er sérstakt áhugamál konunnar á heimilinu þá ber hann merki þess að við hann er nostrað.“ Ég bendi Þórhildi því á að hún sé greinilega búin að vinna fyrir athyglinni. „Mér finnst voða gaman að loknum vinnudegi að fara í gallann og út í garð. Það er hvíld frá amstri dagsins og þar get ég alltaf fundið mér eitthvað að gera,“ viðurkennir hún. „Svo er ég alltaf að hugsa, get ég ekki bætt þetta ... og þetta? Samt er þetta bara lítil lóð. Þannig get ég líka haft allt snyrtilegt, bæði grasið og annað, ræð bara vel við það. Blómin launa gott atlæti. Ég er með dálítið af þeim í kerjum og hef voða gaman af þeim.“Sjö viðurkenningar voru veittar í Kópavogi fyrir hönnun og umhverfi. Gata ársins var Litlavör og þar gróðursettu Theodóra, Margrét, Hjördís Ýr, Ármann, Kr. og Jón tré. Örlítið frá stendur Ólafur Þór.Hjónin byrjuðu að byggja í apríl 2007, fluttu inn í febrúar 2009 og tveimur árum síðar létu þau klára lóðina að sögn Þórhildar. Spurð hvort hún eigi sér einhverja uppáhaldsjurt í garðinum segir hún þær nokkrar. „Mér finnst lavander æðisleg jurt. Ég hef alltaf keypt hana á vorin og sett í pott en gerði tilraun í fyrrahaust með að stinga henni niður í beð og henni líkaði það mjög vel, lifði af veturinn og braggaðist vel í sumar, þannig að hún er mjög falleg. Núna á ég margar hortensíur í kerjum og langar að gá hvort mér tekst að láta þær lifa milli ára, pota þeim einhvernsstaðar niður og sjá hvað þær segja við því. Það er svo leiðinlegt að sjá allt deyja og hverfa á haustin.“ Hús og heimili Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Það er ekkert lítið gert úr þessu,“ segir Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir steinhissa þegar hringt er í hana til að spyrja út í viðurkenningu sem hún og eiginmaðurinn, Guðmundur Jóhann Jónsson fengu fyrir húsið sitt og lóðina síðasta fimmtudag frá umhverfis-og samgöngunefnd Kópavogs. Þau búa að Kópavogsbakka 15. Í rökstuðningi nefndarinnar stendur meðal annars. „Húsið er bjart og opið með stórum gluggum og næst þannig fallegt útsýni út á Kópavoginn. Lóðin er ekki stór en með aðstoð Árna Hermannssonar hjá Landverk var hún kláruð á einfaldan og smekklegan máta árið 2011. Garðurinn hefur þróast á undanförnum árum en þar sem umhirða hans er sérstakt áhugamál konunnar á heimilinu þá ber hann merki þess að við hann er nostrað.“ Ég bendi Þórhildi því á að hún sé greinilega búin að vinna fyrir athyglinni. „Mér finnst voða gaman að loknum vinnudegi að fara í gallann og út í garð. Það er hvíld frá amstri dagsins og þar get ég alltaf fundið mér eitthvað að gera,“ viðurkennir hún. „Svo er ég alltaf að hugsa, get ég ekki bætt þetta ... og þetta? Samt er þetta bara lítil lóð. Þannig get ég líka haft allt snyrtilegt, bæði grasið og annað, ræð bara vel við það. Blómin launa gott atlæti. Ég er með dálítið af þeim í kerjum og hef voða gaman af þeim.“Sjö viðurkenningar voru veittar í Kópavogi fyrir hönnun og umhverfi. Gata ársins var Litlavör og þar gróðursettu Theodóra, Margrét, Hjördís Ýr, Ármann, Kr. og Jón tré. Örlítið frá stendur Ólafur Þór.Hjónin byrjuðu að byggja í apríl 2007, fluttu inn í febrúar 2009 og tveimur árum síðar létu þau klára lóðina að sögn Þórhildar. Spurð hvort hún eigi sér einhverja uppáhaldsjurt í garðinum segir hún þær nokkrar. „Mér finnst lavander æðisleg jurt. Ég hef alltaf keypt hana á vorin og sett í pott en gerði tilraun í fyrrahaust með að stinga henni niður í beð og henni líkaði það mjög vel, lifði af veturinn og braggaðist vel í sumar, þannig að hún er mjög falleg. Núna á ég margar hortensíur í kerjum og langar að gá hvort mér tekst að láta þær lifa milli ára, pota þeim einhvernsstaðar niður og sjá hvað þær segja við því. Það er svo leiðinlegt að sjá allt deyja og hverfa á haustin.“
Hús og heimili Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira