Kjarnorkusprengingin í Norður-Kóreu mældist á Íslandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2017 20:00 Kjarnorkusprenging Norður-Kóreumanna um síðustu helgi greindist á jarðskjálftamælum hér á landi. Mælarnir námu skjálftann best á Norðurlandi, en annars mældist hann víðast hvar á landinu. Um var að ræða vetnissprengju sem sprengd var neðanjarðar í norðurhluta Norður-Kóreu síðastliðinn sunnudag. Sprengjan er sú öflugasta sem Norður-Kóreumenn hafa sprengt hingað til eða um það bill fimmtíu til hundrað kílótonn. Til samanburðar voru sprengjurnar í Hiroshima og Nagasaki um fimmtán til tuttugu kílótonn.Ólafur G. Flóvenz, jarðeðlisfræðingur og forstjóri Íslenskra orkurannsókna.Sprengingunni fylgdi jarðskjálfti upp á 6,3 að stærð, en jarðskjálftamælar víðast hvar í heiminum námu skjálftann. „Þar á meðal kemur þetta fram í jarðskjálftamælum á Íslandi. Bæði á þeim mælum sem Íslenskar orkurannsóknir reka fyrir sérhæfðar jarðhitarannsóknir á hitakerfum landsins og að sjálfsögðu Veðurstofu Íslands sem rekur kerfi jarðskjálftamæla um allt land,“ segir Ólafur. Mælarnir greindu skjálftana laust fyrir klukkan fjögur aðfaranótt síðasta sunnudags. Merkið var hvað skýrast á Norðurlandi, en jarðskjálftamælar á Suðvesturlandinu námu skjálftann ekki eins skýrt.Skjálftinn sást greinilega á jarðskjálftamælum.Ólafur segir ekki hættu á að þessi skjálfti hafi einhverjar afleiðingar í för með sér hér á landi. „Þetta hefur engar afleiðingar langt í burtu frá skjálftaupptökunum. En þetta getur auðvitað valdið tjóni nálægt sprengistaðnum. Það er verið að sprengja þessar sprengjur í borholum og verður hætta á því að ef sprengingin er of mikil miðað við þungann á jarðlagasúlunni sem er ofan á henni þá getur lekið út geislavirkni, þó ég viti ekki til þess að þess hafi verið vart núna," segir hann. Þá segir hann Mexíkóskjálftann í nótt einnig hafa mælst hér landi, enda hafi hann bæði verið stærri og nær Íslandi. Tengdar fréttir Norður Kórea lofar að senda Bandaríkjunum „fleiri“ gjafir "Þessar nýlegu sjálfsvarnaræfingar okkar eru gjafir sem eru ætlaðar Bandaríkjunum.“ 5. september 2017 23:33 Pútín segir hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu ekki lausn vandans Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, varar við því að spennan vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu manna geti endað með stórslysi. 5. september 2017 09:02 Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Kjarnorkusprenging Norður-Kóreumanna um síðustu helgi greindist á jarðskjálftamælum hér á landi. Mælarnir námu skjálftann best á Norðurlandi, en annars mældist hann víðast hvar á landinu. Um var að ræða vetnissprengju sem sprengd var neðanjarðar í norðurhluta Norður-Kóreu síðastliðinn sunnudag. Sprengjan er sú öflugasta sem Norður-Kóreumenn hafa sprengt hingað til eða um það bill fimmtíu til hundrað kílótonn. Til samanburðar voru sprengjurnar í Hiroshima og Nagasaki um fimmtán til tuttugu kílótonn.Ólafur G. Flóvenz, jarðeðlisfræðingur og forstjóri Íslenskra orkurannsókna.Sprengingunni fylgdi jarðskjálfti upp á 6,3 að stærð, en jarðskjálftamælar víðast hvar í heiminum námu skjálftann. „Þar á meðal kemur þetta fram í jarðskjálftamælum á Íslandi. Bæði á þeim mælum sem Íslenskar orkurannsóknir reka fyrir sérhæfðar jarðhitarannsóknir á hitakerfum landsins og að sjálfsögðu Veðurstofu Íslands sem rekur kerfi jarðskjálftamæla um allt land,“ segir Ólafur. Mælarnir greindu skjálftana laust fyrir klukkan fjögur aðfaranótt síðasta sunnudags. Merkið var hvað skýrast á Norðurlandi, en jarðskjálftamælar á Suðvesturlandinu námu skjálftann ekki eins skýrt.Skjálftinn sást greinilega á jarðskjálftamælum.Ólafur segir ekki hættu á að þessi skjálfti hafi einhverjar afleiðingar í för með sér hér á landi. „Þetta hefur engar afleiðingar langt í burtu frá skjálftaupptökunum. En þetta getur auðvitað valdið tjóni nálægt sprengistaðnum. Það er verið að sprengja þessar sprengjur í borholum og verður hætta á því að ef sprengingin er of mikil miðað við þungann á jarðlagasúlunni sem er ofan á henni þá getur lekið út geislavirkni, þó ég viti ekki til þess að þess hafi verið vart núna," segir hann. Þá segir hann Mexíkóskjálftann í nótt einnig hafa mælst hér landi, enda hafi hann bæði verið stærri og nær Íslandi.
Tengdar fréttir Norður Kórea lofar að senda Bandaríkjunum „fleiri“ gjafir "Þessar nýlegu sjálfsvarnaræfingar okkar eru gjafir sem eru ætlaðar Bandaríkjunum.“ 5. september 2017 23:33 Pútín segir hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu ekki lausn vandans Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, varar við því að spennan vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu manna geti endað með stórslysi. 5. september 2017 09:02 Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Norður Kórea lofar að senda Bandaríkjunum „fleiri“ gjafir "Þessar nýlegu sjálfsvarnaræfingar okkar eru gjafir sem eru ætlaðar Bandaríkjunum.“ 5. september 2017 23:33
Pútín segir hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu ekki lausn vandans Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, varar við því að spennan vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu manna geti endað með stórslysi. 5. september 2017 09:02
Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10