Innlent

Ástæða til að endurskoða bann við blóðgjöf homma

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Óttarr Proppé er heilbrigðisráðherra.
Óttarr Proppé er heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra telur að ástæða sé til þess að endurskoða reglur sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Tryggja þurfi þó áfram öryggi blóðþega.

Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttir, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

„ Ráðherra þykir ástæða til að skoða þessar reglur, taka mið af því hvernig þær hafa þróast og hvernig breyttar og mildari reglur hafa reynst undanfarin ár í öðrum löndum,“ segir í svari Óttars.

Þar segir einnig að hann hyggist fela ráðgjafanefnd um fagleg málefni í blóðgjafaþjónustu að kanna hvort tímabært sé að breyta þeirri stefnu sem fylgt hefur verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×