Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna reyna nú að komast að samkomulagi vegna stöðunnar sem upp er komin í borgarstjórn í kjölfar úrsagnar Sveinbjargar úr Framsóknarflokknum. Snúin staða er komin upp í flokknum. Samsett Mynd „Þetta var góður fundur og við erum að tala saman,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi eftir fund með Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, í gær. Verulega snúin staða er komin upp í borgarstjórn í kjölfar þeirrar ákvörðunar Sveinbjargar að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá framboði Framsóknar og flugvallarvina í síðustu viku. Úrsögnin gæti kostað flokkinn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar fari svo að ekki náist samkomulag milli Sveinbjargar og fyrrverandi samstarfsfólks hennar um áframhaldandi samstarf. Sætin renna annars til meirihlutans. Ef niðurstaðan verður sú að Sveinbjörg sitji óháð og Guðfinna Jóhanna fyrir Framsókn og flugvallarvini án samkomulags um að standa saman að lista kemur upp sú staða að þegar reiknað verður inn í ráð og nefndir borgarinnar samkvæmt D’Hondt-reiknireglunni mun Framsókn og flugvallarvinir missa öll sín sæti. Á móti kemur að flokkurinn mun eiga rétt á áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í öllum sjö manna ráðum borgarinnar en engan atkvæðisrétt. Þessi réttur til áheyrnar er bundinn við framboðsaðilann, í þessu tilfelli Framsókn og flugvallarvini, þannig að Sveinbjörg ætti ekki sjálfkrafa slíkan rétt sem óháður fulltrúi. Ljóst yrði einnig að Sveinbjörg myndi missa sæti sitt í borgarráði sem færi þá til meirihlutans í borginni sem hefði þá fimm borgarráðsfulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn tvo. Sveinbjörg yrði frá að hverfa en Framsókn og flugvallarvinir fengju áheyrnarfulltrúa. Ef Sveinbjörg og Guðfinna hins vegar ná saman um að mynda blokk um óbreytt ástand í þessari reikniformúlu, þrátt fyrir árekstra sína undanfarið, myndu sætin halda sér óröskuð. Sveinbjörg og Framsókn og flugvallarvinir yrðu þá væntanlega að skipta þeim einhvern veginn á milli sín. Þær hittust á fundum á þriðjudag til að ræða málin og reyna að finna farsæla lausn. Sveinbjörg segir fundinn hafa verið góðan þó að samkomulag hafi ekki legið fyrir þegar Fréttablaðið náði af henni tali. Frekari fundarhöld eru fyrirhuguð og undirstrikar Sveinbjörg að þær Guðfinna hafi ekki skilið í illu þegar hún hætti. „Ég held að hvorug okkar hafi haldið því fram. Ég hef trú á að skynsemin verði einhverjum ágreiningi yfirsterkari. Það er ljóst að við viljum vinna að því að minnihlutinn haldi þeim styrk sem hann hefur haft.“ Meðan þær ræða málin í leit að samkomulagi bíður meirihlutinn eftir að staðan skýrist á undirbúningsfundi fyrir borgarstjórnarfund á föstudag, reiðubúinn að leggja þar til að kosið verði í ráð og nefndir næstkomandi þriðjudag og styrkja sig þannig á kostnað minnihlutans. Framsóknarflokkurinn Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Þetta var góður fundur og við erum að tala saman,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi eftir fund með Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, í gær. Verulega snúin staða er komin upp í borgarstjórn í kjölfar þeirrar ákvörðunar Sveinbjargar að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá framboði Framsóknar og flugvallarvina í síðustu viku. Úrsögnin gæti kostað flokkinn öll sæti í nefndum og ráðum borgarinnar fari svo að ekki náist samkomulag milli Sveinbjargar og fyrrverandi samstarfsfólks hennar um áframhaldandi samstarf. Sætin renna annars til meirihlutans. Ef niðurstaðan verður sú að Sveinbjörg sitji óháð og Guðfinna Jóhanna fyrir Framsókn og flugvallarvini án samkomulags um að standa saman að lista kemur upp sú staða að þegar reiknað verður inn í ráð og nefndir borgarinnar samkvæmt D’Hondt-reiknireglunni mun Framsókn og flugvallarvinir missa öll sín sæti. Á móti kemur að flokkurinn mun eiga rétt á áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í öllum sjö manna ráðum borgarinnar en engan atkvæðisrétt. Þessi réttur til áheyrnar er bundinn við framboðsaðilann, í þessu tilfelli Framsókn og flugvallarvini, þannig að Sveinbjörg ætti ekki sjálfkrafa slíkan rétt sem óháður fulltrúi. Ljóst yrði einnig að Sveinbjörg myndi missa sæti sitt í borgarráði sem færi þá til meirihlutans í borginni sem hefði þá fimm borgarráðsfulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn tvo. Sveinbjörg yrði frá að hverfa en Framsókn og flugvallarvinir fengju áheyrnarfulltrúa. Ef Sveinbjörg og Guðfinna hins vegar ná saman um að mynda blokk um óbreytt ástand í þessari reikniformúlu, þrátt fyrir árekstra sína undanfarið, myndu sætin halda sér óröskuð. Sveinbjörg og Framsókn og flugvallarvinir yrðu þá væntanlega að skipta þeim einhvern veginn á milli sín. Þær hittust á fundum á þriðjudag til að ræða málin og reyna að finna farsæla lausn. Sveinbjörg segir fundinn hafa verið góðan þó að samkomulag hafi ekki legið fyrir þegar Fréttablaðið náði af henni tali. Frekari fundarhöld eru fyrirhuguð og undirstrikar Sveinbjörg að þær Guðfinna hafi ekki skilið í illu þegar hún hætti. „Ég held að hvorug okkar hafi haldið því fram. Ég hef trú á að skynsemin verði einhverjum ágreiningi yfirsterkari. Það er ljóst að við viljum vinna að því að minnihlutinn haldi þeim styrk sem hann hefur haft.“ Meðan þær ræða málin í leit að samkomulagi bíður meirihlutinn eftir að staðan skýrist á undirbúningsfundi fyrir borgarstjórnarfund á föstudag, reiðubúinn að leggja þar til að kosið verði í ráð og nefndir næstkomandi þriðjudag og styrkja sig þannig á kostnað minnihlutans.
Framsóknarflokkurinn Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20