Úr öskunni í eldmaurinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 06:44 Eldmaurarnir fljóta ofan á hræum dauðra félaga sinna til að halda sér á lífi. Skjáskot Íbúar Texas hafa ekki einungis þurft að hafa áhyggjur af miklum vindum og vatnavöxtum í kjölfar hitabeltislægðarinnar Harvey sem gekk á land um helgina. Stærðarinnar „eldmauraflekar“ hafa sést fljóta ofan á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í rúst. Til að forðast drukknun flýja maurarnir búin sín og þúsundum saman fljóta þeir ofan á hræum dauðra eldmaura. Þannig tekst þeim að halda sér þurrum og á lífi. Skordýrafræðingur sem Guardian ræðir við segist aldrei hafa séð annan eins eldmaurafjölda á öllum sínum árum í skordýrabransanum. Flekarnir geti hangið saman svo vikum skipti, án næringar geti maurarnir þó ekki lifað lengi.Pro tip: Don't touch the floating fire ant colonies. They will ruin your day. #Harvey pic.twitter.com/uwJd0rA7qB— Mike Hixenbaugh (@Mike_Hixenbaugh) August 27, 2017 Eldmaurarnir eiga rætur sínar að rekja til sléttna meðfram Pargavæ-ánni í Suður-Ameríku sem reglulega fara undir vatn þegar áin flæðir yfir bakka sína. Þrátt fyrir að þessi hegðun eldmauranna sé vel þekkt og Bandaríkjamenn hafi t.a.m. kynnst í kjölfar fellibylsins Katrínu árið 2004 hafa myndir af eldmauraflekunum valdið usla á samfélagsmiðlum.Meanwhile, in Cuero, the river has brought my aunt all of the fire ants. Yes, those are all (of the) fire ants. pic.twitter.com/dEibWYxAdl— Bill O'Zimmermann (@The_Reliant) August 29, 2017 Eldmaurar komu fyrst til suðurríkja Bandaríkanna á fjórða áratug síðustu aldar og hefur fjölgað á ógnarhraða með alvarlegum afleiðingum fyrir lífríki svæðisins. Maurarnir eru sagðir mjög árásargjarnir og er biti þeirra lýst sem gífurlega sársaukafullu. Sýkingar sem fylgt hafa í kjölfar bitanna hafa jafnvel, í nokkrum ofnæmistilfellum, dregið fólk til dauða.If you're in Houston and don't think things could get worse, just remember: Fire Ants float pic.twitter.com/43whwDxnUz— Fox Keegan (@FoxCurtailed) August 27, 2017 Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Skelfilegar aðstæður í Houston: Veiddi fisk inni í stofu með berum höndum Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. 29. ágúst 2017 11:30 Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Íbúar Texas hafa ekki einungis þurft að hafa áhyggjur af miklum vindum og vatnavöxtum í kjölfar hitabeltislægðarinnar Harvey sem gekk á land um helgina. Stærðarinnar „eldmauraflekar“ hafa sést fljóta ofan á vatnselgnum sem lagt hefur heilu borgarhlutana í rúst. Til að forðast drukknun flýja maurarnir búin sín og þúsundum saman fljóta þeir ofan á hræum dauðra eldmaura. Þannig tekst þeim að halda sér þurrum og á lífi. Skordýrafræðingur sem Guardian ræðir við segist aldrei hafa séð annan eins eldmaurafjölda á öllum sínum árum í skordýrabransanum. Flekarnir geti hangið saman svo vikum skipti, án næringar geti maurarnir þó ekki lifað lengi.Pro tip: Don't touch the floating fire ant colonies. They will ruin your day. #Harvey pic.twitter.com/uwJd0rA7qB— Mike Hixenbaugh (@Mike_Hixenbaugh) August 27, 2017 Eldmaurarnir eiga rætur sínar að rekja til sléttna meðfram Pargavæ-ánni í Suður-Ameríku sem reglulega fara undir vatn þegar áin flæðir yfir bakka sína. Þrátt fyrir að þessi hegðun eldmauranna sé vel þekkt og Bandaríkjamenn hafi t.a.m. kynnst í kjölfar fellibylsins Katrínu árið 2004 hafa myndir af eldmauraflekunum valdið usla á samfélagsmiðlum.Meanwhile, in Cuero, the river has brought my aunt all of the fire ants. Yes, those are all (of the) fire ants. pic.twitter.com/dEibWYxAdl— Bill O'Zimmermann (@The_Reliant) August 29, 2017 Eldmaurar komu fyrst til suðurríkja Bandaríkanna á fjórða áratug síðustu aldar og hefur fjölgað á ógnarhraða með alvarlegum afleiðingum fyrir lífríki svæðisins. Maurarnir eru sagðir mjög árásargjarnir og er biti þeirra lýst sem gífurlega sársaukafullu. Sýkingar sem fylgt hafa í kjölfar bitanna hafa jafnvel, í nokkrum ofnæmistilfellum, dregið fólk til dauða.If you're in Houston and don't think things could get worse, just remember: Fire Ants float pic.twitter.com/43whwDxnUz— Fox Keegan (@FoxCurtailed) August 27, 2017
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Skelfilegar aðstæður í Houston: Veiddi fisk inni í stofu með berum höndum Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. 29. ágúst 2017 11:30 Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30 Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Skelfilegar aðstæður í Houston: Veiddi fisk inni í stofu með berum höndum Búist er við að um hálf milljón manna þurfi að sækja sér hjálp vegna fellibylsins Harvey sem kom að landi í Texas á föstudaginn og er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur. 29. ágúst 2017 11:30
Hver millímetri viðheldur hörmungunum Íslenskur veðurfræðingur útskýrir hvað hefur gert Harvey að svo öflugum stormi. Ástandið muni ekki endilega skána þó að úrkoman minnki á næstu dögum. 29. ágúst 2017 15:30
Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48