Mercedes-Benz með bílasýningu á Ljósanótt Finnur Thorlacius skrifar 30. ágúst 2017 14:39 Mercedes Benz Marco Polo ferðabíllinn. Mercedes-Benz býður gestum Ljósanætur uppá veglega bílasýningu nk. laugardag. Sýningin fer fram á SBK planinu við Keflavíkurtún á laugardaginn kl. 12–17. ,,Við hjá Öskju hlökkum mikið til að bjóða uppá Mercedes-Benz bílasýningu á Ljósanótt. Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein helsta menningar- og fjölskylduhátíð landsins með viðamiklum og skemmtilegum viðburðum. Við verðum með breiða og glæsilega línu bíla frá Mercedes-Benz. Alls verða 10 bílar á staðnum og má þar nefna blæjubíl, jeppa, fólksbíla og sportbíla. Þá verður hinn nýi og eftirtektarverði Marco Polo ferðabíll einnig á sýningunni þannig að fjölbreytnin verður í fyrirrúmi hjá okkur og allir ættu að finna bíla við sitt hæfi," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá bílaumboðinu Öskju. Sýningin er haldin í samstarfi við K. Steinarsson. Það verður ýmislegt skemmtilegt í gangi á bílasýningunni og má nefna að boðið verður upp á leik þar sem gestir reyna að pútta fyrir holu í höggi. Þeir sem ná holu í höggi fá vinning þannig að það er um að gera að reyna fyrir sig í púttinu. Ljósanótt Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent
Mercedes-Benz býður gestum Ljósanætur uppá veglega bílasýningu nk. laugardag. Sýningin fer fram á SBK planinu við Keflavíkurtún á laugardaginn kl. 12–17. ,,Við hjá Öskju hlökkum mikið til að bjóða uppá Mercedes-Benz bílasýningu á Ljósanótt. Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem ein helsta menningar- og fjölskylduhátíð landsins með viðamiklum og skemmtilegum viðburðum. Við verðum með breiða og glæsilega línu bíla frá Mercedes-Benz. Alls verða 10 bílar á staðnum og má þar nefna blæjubíl, jeppa, fólksbíla og sportbíla. Þá verður hinn nýi og eftirtektarverði Marco Polo ferðabíll einnig á sýningunni þannig að fjölbreytnin verður í fyrirrúmi hjá okkur og allir ættu að finna bíla við sitt hæfi," segir Ásgrímur Helgi Einarsson, sölustjóri Mercedes-Benz fólksbíla hjá bílaumboðinu Öskju. Sýningin er haldin í samstarfi við K. Steinarsson. Það verður ýmislegt skemmtilegt í gangi á bílasýningunni og má nefna að boðið verður upp á leik þar sem gestir reyna að pútta fyrir holu í höggi. Þeir sem ná holu í höggi fá vinning þannig að það er um að gera að reyna fyrir sig í púttinu.
Ljósanótt Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent