Kjarasamningum VR líklega sagt upp Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 20:00 Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni. Samningarnir ættu að óbreyttu að gilda til ársloka 2018. „Ég tel að það séu yfirgnæfandi líkur á því að við komum til með að segja upp kjarasamningum við endurskoðun í febrúar á næsta ári," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Með nokkrum nýlegum úrskurðum kjararáðs hafa laun margra þeirra er heyra undir ráðið hækkað um tugi prósenta. Ragnar segir þetta leggja línurnar. „Þetta gefur alveg klárlega okkar kjarabaráttu byr undir báða vængi og þetta munum við svo sannarlega notfæra okkur sem viðmið í næstu kjarasamningum. Að sjálfsögðu," segir Ragnar.Rætt var við nokkra markaðsaðila um komandi kjaraviðræður í Fréttablaðinu í dag og var meðal annars haft eftir formanni Samtaka atvinnulífsins að stefna þyrfti að hóflegum hækkunum. Formaður VR segir venjulegt launafólk hafa setið eftir og geti ekki sætt sig við það lengur. „Við höfum sýnt hófsemi, við höfum sýnt ábyrgðina en við höfum verið stungin í bakið í hvert einasta skipti sem við skrifum undir kjarasamning," segir Ragnar. Unnið er nú að gerð reiknivélar hjá VR sem sýnir raunverulega kaupmáttaraukningu fólks eftir fjölskylduaðstæðum. Ragnar telur félagsmenn sína hafa farið á mis við aukinn kaupmátt og verða niðurstöðurnar notaðar sem vopn í næstu viðræðum. Þá telur hann að ríkið muni gegna lykilhlutverki í næstu kjaraviðræðum. „Ég gæti séð fyrir mér í næstu kjarasamningum að þessar kjarabætur verði ekki bara sóttar til fyrirtækjanna. Heldur líka að stjórnvöld leiðrétti það sem þau hafa tekið af fólki í formi skerðinga á t.d. barna- og húsnæðisbótum, hækki skattleysismörk og vinni að því að lægstu tekjur verði skattfrjálsar," segir Ragnar. „Það þýðir ekki að hækka laun ef ríkið kemur alltaf á móti og skerðir bótaflokkana á móti eftir því sem tekjur hækka." Kjaramál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á því að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar að sögn formanns félagsins. Hann vísar til forsendubrests og segir að úrskurðir kjararáðs verði notaðir sem viðmið í kjarabaráttunni. Samningarnir ættu að óbreyttu að gilda til ársloka 2018. „Ég tel að það séu yfirgnæfandi líkur á því að við komum til með að segja upp kjarasamningum við endurskoðun í febrúar á næsta ári," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Með nokkrum nýlegum úrskurðum kjararáðs hafa laun margra þeirra er heyra undir ráðið hækkað um tugi prósenta. Ragnar segir þetta leggja línurnar. „Þetta gefur alveg klárlega okkar kjarabaráttu byr undir báða vængi og þetta munum við svo sannarlega notfæra okkur sem viðmið í næstu kjarasamningum. Að sjálfsögðu," segir Ragnar.Rætt var við nokkra markaðsaðila um komandi kjaraviðræður í Fréttablaðinu í dag og var meðal annars haft eftir formanni Samtaka atvinnulífsins að stefna þyrfti að hóflegum hækkunum. Formaður VR segir venjulegt launafólk hafa setið eftir og geti ekki sætt sig við það lengur. „Við höfum sýnt hófsemi, við höfum sýnt ábyrgðina en við höfum verið stungin í bakið í hvert einasta skipti sem við skrifum undir kjarasamning," segir Ragnar. Unnið er nú að gerð reiknivélar hjá VR sem sýnir raunverulega kaupmáttaraukningu fólks eftir fjölskylduaðstæðum. Ragnar telur félagsmenn sína hafa farið á mis við aukinn kaupmátt og verða niðurstöðurnar notaðar sem vopn í næstu viðræðum. Þá telur hann að ríkið muni gegna lykilhlutverki í næstu kjaraviðræðum. „Ég gæti séð fyrir mér í næstu kjarasamningum að þessar kjarabætur verði ekki bara sóttar til fyrirtækjanna. Heldur líka að stjórnvöld leiðrétti það sem þau hafa tekið af fólki í formi skerðinga á t.d. barna- og húsnæðisbótum, hækki skattleysismörk og vinni að því að lægstu tekjur verði skattfrjálsar," segir Ragnar. „Það þýðir ekki að hækka laun ef ríkið kemur alltaf á móti og skerðir bótaflokkana á móti eftir því sem tekjur hækka."
Kjaramál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira