Trump styrkir hjálparsamtök um eina milljón Bandaríkjadala vegna Harvey Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 23:30 Donald Trump heimsótti Texas-ríki vegna hamfaranna í vikunni. Með honum í för var kona hans, Melania Trump. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst láta eina milljón Bandaríkjadala af hendi rakna til hjálparstarfs í Texas-ríki í Bandaríkjunum en fellibylurinn Harvey hefur valdið þar gríðarlegu tjóni síðustu vikuna. Enn hefur ekki verið ákveðið hvaða hjálparstofnanir munu fá peninginn, að því er segir í frétt CNN-fréttastofunnar um málið. „Hann vill vera með í átakinu sem við höfum séð marga, víðsvegar um landið, taka þátt í,“ sagði Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins á blaðamannafundi í dag. Hún sagði umrædda upphæð, eina milljón Bandaríkjadala, vera úr einkasjóðum forsetans. Þá ávarpaði hún blaðamannafundinn og spurði viðstadda hvort þeir lumuðu á uppástungum um hjálparsamtök fyrir forsetann. Á þriðjudag bað framboð forsetans stuðningsmenn sína um að styrkja hjálparsamtök á hamfarasvæðum í Texas. Þá gat Sanders ekki sagt til um það hvort forsetinn hygðist sjálfur styrkja hjálparsamtkök á svæðinu en að hann væri þó að „skoða málið.“ Björgunaraðgerðir standa enn yfir í Texas-ríki en um 33 þúsund manns hafast nú við í neyðarskýlum í kjölfar fellibylsins en 39 hafa nú látið lífið síðan hann gekk á land. Í dag var einnig greint frá því að efnaverksmiðja í útjaðri Houston í Texas mun annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum en flóðin miklu vegna Harveys hafa sökkt verksmiðjunni. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11 Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00 Tala látinna komin í tuttugu í Bandaríkjunum Vatnsyfirborðið hefur lækkað víða um Houston og er það í fyrsta sinn í nokkra daga. 30. ágúst 2017 17:39 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Spáð er að rigningunni sem hefur dunið á Houston-borg í Texas sloti með deginum. Allt að þriðjungur hennar er engu að síður enn á kafi í vatni. 30. ágúst 2017 08:28 Harvey gæti hafa eyðilagt hálfa milljón bíla Til samanburðar eyðilögðust 250.000 bílar þegar fellibylurinn Sandy fór um New York og New Jersey svæðið árið 2012. 31. ágúst 2017 10:32 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst láta eina milljón Bandaríkjadala af hendi rakna til hjálparstarfs í Texas-ríki í Bandaríkjunum en fellibylurinn Harvey hefur valdið þar gríðarlegu tjóni síðustu vikuna. Enn hefur ekki verið ákveðið hvaða hjálparstofnanir munu fá peninginn, að því er segir í frétt CNN-fréttastofunnar um málið. „Hann vill vera með í átakinu sem við höfum séð marga, víðsvegar um landið, taka þátt í,“ sagði Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins á blaðamannafundi í dag. Hún sagði umrædda upphæð, eina milljón Bandaríkjadala, vera úr einkasjóðum forsetans. Þá ávarpaði hún blaðamannafundinn og spurði viðstadda hvort þeir lumuðu á uppástungum um hjálparsamtök fyrir forsetann. Á þriðjudag bað framboð forsetans stuðningsmenn sína um að styrkja hjálparsamtök á hamfarasvæðum í Texas. Þá gat Sanders ekki sagt til um það hvort forsetinn hygðist sjálfur styrkja hjálparsamtkök á svæðinu en að hann væri þó að „skoða málið.“ Björgunaraðgerðir standa enn yfir í Texas-ríki en um 33 þúsund manns hafast nú við í neyðarskýlum í kjölfar fellibylsins en 39 hafa nú látið lífið síðan hann gekk á land. Í dag var einnig greint frá því að efnaverksmiðja í útjaðri Houston í Texas mun annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum en flóðin miklu vegna Harveys hafa sökkt verksmiðjunni.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11 Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00 Tala látinna komin í tuttugu í Bandaríkjunum Vatnsyfirborðið hefur lækkað víða um Houston og er það í fyrsta sinn í nokkra daga. 30. ágúst 2017 17:39 Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47 Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Spáð er að rigningunni sem hefur dunið á Houston-borg í Texas sloti með deginum. Allt að þriðjungur hennar er engu að síður enn á kafi í vatni. 30. ágúst 2017 08:28 Harvey gæti hafa eyðilagt hálfa milljón bíla Til samanburðar eyðilögðust 250.000 bílar þegar fellibylurinn Sandy fór um New York og New Jersey svæðið árið 2012. 31. ágúst 2017 10:32 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Óttast stórhættulegan reyk frá efnaverksmiðju við Houston Yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna óttast að reykur sem leggur frá efnaverksmiðju nærri Houston geti verið stórhættulegur. 31. ágúst 2017 16:11
Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Veðurspár gera ráð fyrir sól í Houston í Bandaríkjunum næstu daga. Harvey stefnir til Louisiana og í norðausturátt en mun ekki fara beint yfir New Orleans. Tala látinna hækkaði í tuttugu í gær. 31. ágúst 2017 07:00
Tala látinna komin í tuttugu í Bandaríkjunum Vatnsyfirborðið hefur lækkað víða um Houston og er það í fyrsta sinn í nokkra daga. 30. ágúst 2017 17:39
Ómögulegt að koma í veg fyrir að efnaverksmiðja í Houston springi Framkvæmdastjóri efnaverksmiðju í útjaðri Houston í Texas segir óumflýjanlegt að hún muni annað hvort springa eða brenna til grunna á næstu dögum. 31. ágúst 2017 07:47
Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Spáð er að rigningunni sem hefur dunið á Houston-borg í Texas sloti með deginum. Allt að þriðjungur hennar er engu að síður enn á kafi í vatni. 30. ágúst 2017 08:28
Harvey gæti hafa eyðilagt hálfa milljón bíla Til samanburðar eyðilögðust 250.000 bílar þegar fellibylurinn Sandy fór um New York og New Jersey svæðið árið 2012. 31. ágúst 2017 10:32