„Er þessi stelpa um borð hjá okkur?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 09:49 Nukaraaq Larsen gengur inn í dómsal í dag. vísir/anton brink Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Møller Olsen var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þinghald hófst klukkan níu og þá kom fyrir dóminn Nukaraaq Larsen sem er skipverji á Polar Nanoq og var því vinnufélagi Thomasar á þeim tíma þegar Birna Brjánsdóttir hvarf þann 14. janúar síðastliðinn.Fylgjast má með beinni textalýsingu Vísis úr réttarsal hér. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu að bana en hann neitar sök. Hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag og fylgdist svo með því sem fram fór í dómsal en hann er ekki mættur í salinn í dag. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi málsins, byrjaði á að spyrja Nukaraaq út í það hvort hann hefði rætt eitthvað við annan vinnufélaga sinn, Nikolaj Olsen, eftir að Polar Nanoq fór úr höfn í Hafnarfirði. Nikolaj hafði um tíma stöðu sakbornings í málinu en hann gaf skýrslu fyrir dómi í gær. Vissu að einhverjir um borð væru grunaðir Nukaraaq sagði að hann vissi að Nikolaj hefði drukkið á föstudagskvöldið og aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Þeir hefðu rætt það en ekki mikið frekar um það sem gerðist. Nukaraaq kvaðst hins vegar hafa áttað sig á því að eitthvað hefði gerst þegar skipinu var snúið við. Þegar fregnir af hvarfi Birnu bárust sagðist hann svo hafa gantast í Nikolaj. „Svo gantast ég við hann „Er þessi stelpa um borð hjá okkur?“ og hann sagði nei. Þegar skipinu var snúið við vissum við að einhverjir um borð væru grunaðir. Við fáum að vita að lögreglan kæmi til okkar og myndi vilja ræða við okkur en Nikolaj sagði að hann hefði enga ástæðu til að hafa áhyggjur,“ sagði Nukaraaq. Hann lýsti því svo að Nikolaj hefði sagst hafa verið ansi fullur þessa nótt. Hann hafi sofnað í rauða Kia Rio-bílnum og egar hann vaknaði í bílnum og leit til baka minntist hann þess að hafa séð tvær konur í aftursætinu. „Hann sagði að hann hefði komið einn í skipið og farið upp í rúm,“ sagði Nukaraaq. Aðspurður kvaðst hann ekkert hafa rætt við Thomas. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, spurði Nukaraaq hvort hann hefði tekið eftir einhverjum áverkum á höndum Nikolaj. Nukaraaq kvaðst ekki muna eftir því og sagðist ekki hafa verið að reyna að taka eftir neinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Enginn Thomas Møller í dómsal Tuttugu vitni koma fyrir dóminn í dag. 22. ágúst 2017 09:30 Spurnum sækjanda ósvarað Aðalmeðferð í sakamáli gegn grænlenskum sjómanni, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hófst í gær. Heyra mátti saumnál detta meðan ákærði gaf skýrslu. Framburður hans tók óvænta stefnu. 22. ágúst 2017 06:00 Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Møller Olsen var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þinghald hófst klukkan níu og þá kom fyrir dóminn Nukaraaq Larsen sem er skipverji á Polar Nanoq og var því vinnufélagi Thomasar á þeim tíma þegar Birna Brjánsdóttir hvarf þann 14. janúar síðastliðinn.Fylgjast má með beinni textalýsingu Vísis úr réttarsal hér. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu að bana en hann neitar sök. Hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag og fylgdist svo með því sem fram fór í dómsal en hann er ekki mættur í salinn í dag. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi málsins, byrjaði á að spyrja Nukaraaq út í það hvort hann hefði rætt eitthvað við annan vinnufélaga sinn, Nikolaj Olsen, eftir að Polar Nanoq fór úr höfn í Hafnarfirði. Nikolaj hafði um tíma stöðu sakbornings í málinu en hann gaf skýrslu fyrir dómi í gær. Vissu að einhverjir um borð væru grunaðir Nukaraaq sagði að hann vissi að Nikolaj hefði drukkið á föstudagskvöldið og aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Þeir hefðu rætt það en ekki mikið frekar um það sem gerðist. Nukaraaq kvaðst hins vegar hafa áttað sig á því að eitthvað hefði gerst þegar skipinu var snúið við. Þegar fregnir af hvarfi Birnu bárust sagðist hann svo hafa gantast í Nikolaj. „Svo gantast ég við hann „Er þessi stelpa um borð hjá okkur?“ og hann sagði nei. Þegar skipinu var snúið við vissum við að einhverjir um borð væru grunaðir. Við fáum að vita að lögreglan kæmi til okkar og myndi vilja ræða við okkur en Nikolaj sagði að hann hefði enga ástæðu til að hafa áhyggjur,“ sagði Nukaraaq. Hann lýsti því svo að Nikolaj hefði sagst hafa verið ansi fullur þessa nótt. Hann hafi sofnað í rauða Kia Rio-bílnum og egar hann vaknaði í bílnum og leit til baka minntist hann þess að hafa séð tvær konur í aftursætinu. „Hann sagði að hann hefði komið einn í skipið og farið upp í rúm,“ sagði Nukaraaq. Aðspurður kvaðst hann ekkert hafa rætt við Thomas. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, spurði Nukaraaq hvort hann hefði tekið eftir einhverjum áverkum á höndum Nikolaj. Nukaraaq kvaðst ekki muna eftir því og sagðist ekki hafa verið að reyna að taka eftir neinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Enginn Thomas Møller í dómsal Tuttugu vitni koma fyrir dóminn í dag. 22. ágúst 2017 09:30 Spurnum sækjanda ósvarað Aðalmeðferð í sakamáli gegn grænlenskum sjómanni, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hófst í gær. Heyra mátti saumnál detta meðan ákærði gaf skýrslu. Framburður hans tók óvænta stefnu. 22. ágúst 2017 06:00 Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Spurnum sækjanda ósvarað Aðalmeðferð í sakamáli gegn grænlenskum sjómanni, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hófst í gær. Heyra mátti saumnál detta meðan ákærði gaf skýrslu. Framburður hans tók óvænta stefnu. 22. ágúst 2017 06:00
Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00