Borgin geti ekki verið stikkfrí Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. ágúst 2017 09:54 Hinn umdeildi, útlenski innkaupapoki fær að standa á Lækjartorgi fram að mánaðamótum. Vísir/Stefán Íslenskufræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson segir hinn flennistóra H&M-poka sem nú stendur á Læjartorgi vera dæmigerðan fyrir það andvaraleysi sem ríkir gagnvart tungumálinu. Innkaupapokinn auglýsir opnun verslunarinnar um næstu helgi og er öll á ensku, eins og sjá má myndinni hér að ofan. Auglýsingin er umdeild en fær þó að standa fram yfir mánaðamótin eins og Vísir greindi frá á mánudag. „Enskan flæðir alls staðar yfir án þess að nokkur geri nokkuð í því og það veikir varnir íslenskunnar,“ segir Eiríkur í færslu á Facebook nú í morgun þar sem hann færir rök fyrir því að Reykjavíkurborg hafi brotið lög með því að leyfa pokanum að standa. Í ákvæði laga nr. 57/2005 segir að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslenskri tungu og segir Eiríkur augljóst að pokinn sé ætlaður íslenskum viðskiptavinum verslunarinnar. Borgin geti ekki þóst vera stikkfrí. „Borgin telur það greinilega ekki hlutverk sitt að sjá til þess að lög séu virt að þessu leyti,“ segir Eiríkur og bætir því við að Neytendastofa hafi ekki svarað fyrirspurn han um hvað stofnunin geri til framfylgja lagaskyldu sinni í þessu efni. Breyti kannski litlu en er lýsandi Þó svo að ein auglýsing breyti engu um stöðu íslenskunnar að sögn Eiríks segir hann auglýsingu H&M dæmigerða fyrir andvaraleysið sem ríkir gagnvart tungumálinu - „enginn telur það hlutverk sitt að gæta hagsmuna þess,“ segir Eiríkur sem hefur verið duglegur að gagnrýna síaukna tilhneigingu fyrirtækja til að hafa markaðsefni sitt á ensku í takt við mikla fjölgun ferðamanna. Það gerði hann til að mynda í upphafi sumars þegar hann sagði það vera „frekar hallærislegt“ af Flugfélagi Íslands að breyta nafni sínu í Air Iceland Connect. Þá kvartaði hann jafnframt undan nafni vöru- og þjónustusýningarinnar Amazing Home Show sem fram fór í Laugardalshöll um miðjan maí. „Þetta eru smáatriði í sjálfu sér en leiðir til að við verðum ónæmari fyrir enskunni og hún síast meira og meira í umhverfið og það veikir ónæmiskerfi íslenskunnar. Hún verður veikari fyrir og við hættum að kippa okkur upp við þetta og á endanum verðum við komin með ensku alls staðar og þá er íslenskan sjálfdauð í raun og veru,“ sagði Eiríkur. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni "Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins.“ 24. maí 2017 13:36 Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30 Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Íslenskufræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson segir hinn flennistóra H&M-poka sem nú stendur á Læjartorgi vera dæmigerðan fyrir það andvaraleysi sem ríkir gagnvart tungumálinu. Innkaupapokinn auglýsir opnun verslunarinnar um næstu helgi og er öll á ensku, eins og sjá má myndinni hér að ofan. Auglýsingin er umdeild en fær þó að standa fram yfir mánaðamótin eins og Vísir greindi frá á mánudag. „Enskan flæðir alls staðar yfir án þess að nokkur geri nokkuð í því og það veikir varnir íslenskunnar,“ segir Eiríkur í færslu á Facebook nú í morgun þar sem hann færir rök fyrir því að Reykjavíkurborg hafi brotið lög með því að leyfa pokanum að standa. Í ákvæði laga nr. 57/2005 segir að auglýsingar sem höfða eigi til íslenskra neytenda skuli vera á íslenskri tungu og segir Eiríkur augljóst að pokinn sé ætlaður íslenskum viðskiptavinum verslunarinnar. Borgin geti ekki þóst vera stikkfrí. „Borgin telur það greinilega ekki hlutverk sitt að sjá til þess að lög séu virt að þessu leyti,“ segir Eiríkur og bætir því við að Neytendastofa hafi ekki svarað fyrirspurn han um hvað stofnunin geri til framfylgja lagaskyldu sinni í þessu efni. Breyti kannski litlu en er lýsandi Þó svo að ein auglýsing breyti engu um stöðu íslenskunnar að sögn Eiríks segir hann auglýsingu H&M dæmigerða fyrir andvaraleysið sem ríkir gagnvart tungumálinu - „enginn telur það hlutverk sitt að gæta hagsmuna þess,“ segir Eiríkur sem hefur verið duglegur að gagnrýna síaukna tilhneigingu fyrirtækja til að hafa markaðsefni sitt á ensku í takt við mikla fjölgun ferðamanna. Það gerði hann til að mynda í upphafi sumars þegar hann sagði það vera „frekar hallærislegt“ af Flugfélagi Íslands að breyta nafni sínu í Air Iceland Connect. Þá kvartaði hann jafnframt undan nafni vöru- og þjónustusýningarinnar Amazing Home Show sem fram fór í Laugardalshöll um miðjan maí. „Þetta eru smáatriði í sjálfu sér en leiðir til að við verðum ónæmari fyrir enskunni og hún síast meira og meira í umhverfið og það veikir ónæmiskerfi íslenskunnar. Hún verður veikari fyrir og við hættum að kippa okkur upp við þetta og á endanum verðum við komin með ensku alls staðar og þá er íslenskan sjálfdauð í raun og veru,“ sagði Eiríkur.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni "Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins.“ 24. maí 2017 13:36 Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30 Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Segir það hallærislega ákvörðun hjá Flugfélagi Íslands að leggja íslenskunni "Þetta er spurningum um metnað og viðhorf til móðurmálsins.“ 24. maí 2017 13:36
Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30
Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. 21. ágúst 2017 22:13