Kíkt inn í Arket í London - nýja verslun í eigu H&M Ritstjórn skrifar 23. ágúst 2017 10:33 Glamour/Skjáskot Látlaus og hreinleg eru sennilega réttu orðin til að lýsa nýjustu verslun H&M samsteypunnar, Arket. Arket mun opna á Regent Street í London á dögunum, og opnun verslunarinnar í Kaupmannahöfn fylgir fast á eftir. Arket mun bjóða upp á herra-, dömu-, barna- og heimilislínu og af fyrstu myndum að dæma virðist verslunin vera falleg og látlaus. Mikið er lagt upp úr umhverfisvænum efnum og endurnýtingu, eins og fyrirtæki H&M hafa lagt mikla áherslu á síðustu mánuði. Arket staðsetur sig einhversstaðar á milli Cos og &Other Stories og eru verðin í samræmi við það. Svo eru þeir aðeins að stíga út fyrir þægindarammann þar sem einnig verður kaffihús í hverri verslun. Skandinavísk tíska er orðin mjög áberandi og vinsæl meðal fólks, og eru þessar búðir aldeilis að sækja í sig veðrið og opna út um allan heim. Nóg er að gera hjá H&M þessa dagana, því Arket opnar þann 25. ágúst í London og H&M á Íslandi þann 26. ágúst næstkomandi. Karl-Johan Persson, forstjóri H&M, ætlar sér að vera viðstaddur báðar opnanirnar, vonum að það gangi vel upp hjá manninum. Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Það eru allir æstir í Birki Bjarnason Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour "Íslenskar stelpur gera, segja og klæða sig eins og þær vilja“ Glamour Hélt að ferillinn myndi enda um tvítugt Glamour Kíkt inn í Arket í London - nýja verslun í eigu H&M Glamour
Látlaus og hreinleg eru sennilega réttu orðin til að lýsa nýjustu verslun H&M samsteypunnar, Arket. Arket mun opna á Regent Street í London á dögunum, og opnun verslunarinnar í Kaupmannahöfn fylgir fast á eftir. Arket mun bjóða upp á herra-, dömu-, barna- og heimilislínu og af fyrstu myndum að dæma virðist verslunin vera falleg og látlaus. Mikið er lagt upp úr umhverfisvænum efnum og endurnýtingu, eins og fyrirtæki H&M hafa lagt mikla áherslu á síðustu mánuði. Arket staðsetur sig einhversstaðar á milli Cos og &Other Stories og eru verðin í samræmi við það. Svo eru þeir aðeins að stíga út fyrir þægindarammann þar sem einnig verður kaffihús í hverri verslun. Skandinavísk tíska er orðin mjög áberandi og vinsæl meðal fólks, og eru þessar búðir aldeilis að sækja í sig veðrið og opna út um allan heim. Nóg er að gera hjá H&M þessa dagana, því Arket opnar þann 25. ágúst í London og H&M á Íslandi þann 26. ágúst næstkomandi. Karl-Johan Persson, forstjóri H&M, ætlar sér að vera viðstaddur báðar opnanirnar, vonum að það gangi vel upp hjá manninum.
Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Það eru allir æstir í Birki Bjarnason Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour "Íslenskar stelpur gera, segja og klæða sig eins og þær vilja“ Glamour Hélt að ferillinn myndi enda um tvítugt Glamour Kíkt inn í Arket í London - nýja verslun í eigu H&M Glamour