Íhugar nú að stofna hönnunarfyrirtæki Guðný Hrönn skrifar 21. ágúst 2017 08:00 Alba Mist er 11 ára og hefur vakið athygli fyrir skartgripahönnun sína. Hin 11 ára Alba Mist hefur verið að hanna skartgripi í heil tvö ár þrátt fyrir ungan aldur og opnaði nýlega Instagram-síðuna þar sem hún selur handverk sitt. „Fyrir tæplega tveimur árum fór ég að hanna ýmislegt sjálf í höndunum. Sauma, hekla, prjóna og teikna. Ég hef alltaf föndrað,“ segir Alba. „Ég hef hannað ýmsa skartgripi fyrir mig og mömmu í gegnum árin en núna fyrir viku síðan ákvað ég að prófa að gera „tassle“-eyrnalokka. Ég sýndi mömmu lokkana og hún varð svo ánægð með þá að hún ákvað að setja upp Instagram-síðu fyrir mig. Á örfáum dögum fór síðan allt af stað og það er búið að vera brjálað að gera,“ útskýrir Alba. Hún er himinlifandi með síðuna sem mamma hennar hjálpaði henni að búa til. „Það er svo mikið að gerast á Instagram, flott „instastory“ og svoleiðis. Ég er ekki með eigið Facebook enn þá svo mér finnst skemmtilegt að hafa Instagram,“ segir Alba sem birtir afar fallegar ljósmyndir á Instagram-síðunni sinni. „Að taka fallegar myndir er líka áhugamálið mitt svo ég nýt mín vel í þessu öllu,“ segir Alba sem mælir með að áhugasamir skoði Instagram-síðuna hennar, byalbamist. „Þar er hægt að panta eyrnalokkana mína.“ Fólk er ótrúlega jákvætt,“ segir Alba sem er þakklát fyrir athyglina sem hún hefur fengið og er hálforðlaus. „Ég bjóst alls ekki við þessum viðbrögðum.“En hvað er skemmtilegast við skartgripahönnun? „Að prófa sig áfram með nýja liti og efni. Ég er alltaf með nýjar hugmyndir og núna á næstunni er svo margt í gangi að ég held næstum því að ég verði að stofna fyrirtæki fljótlega,“ segir hin útsjónarsama Alba.Danskir tískubloggarar í uppáhaldi Alba er fædd í Danmörku og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar. Alba kveðst elska danska tísku og fylgjast vel með dönskum tískubloggum. „Ég fylgist svolítið mikið með danskri tísku og hönnun svo danskir bloggarar eru í miklu uppáhaldi.“ Aðspurð út í hvað sé langt síðan að áhuginn á tísku og hönnun hafi kviknað segir Alba:„Ég hef eiginlega haft áhugann allt mitt líf vegna þess að mamma mín er menntuð sem hönnuður.“ Þegar Alba er spurð út í hvað hún ætli sér að verða þegar hún verður fullorðin á hún svolítið erfitt með að svara. „Það er spurning sem ég spyr sjálfa mig oft að en það er kannski erfitt að svara henni í dag. Mér finnst ég hafa hönnuð í blóðinu en hver veit, kannski verð ég bara dýralæknir,“ segir Alba sem er nýflutt og byrjar í Langholtsskóla eftir nokkra daga. „Ég er bæði mjög spennt og kvíðin á sama tíma.“ Krakkar Tíska og hönnun Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Hin 11 ára Alba Mist hefur verið að hanna skartgripi í heil tvö ár þrátt fyrir ungan aldur og opnaði nýlega Instagram-síðuna þar sem hún selur handverk sitt. „Fyrir tæplega tveimur árum fór ég að hanna ýmislegt sjálf í höndunum. Sauma, hekla, prjóna og teikna. Ég hef alltaf föndrað,“ segir Alba. „Ég hef hannað ýmsa skartgripi fyrir mig og mömmu í gegnum árin en núna fyrir viku síðan ákvað ég að prófa að gera „tassle“-eyrnalokka. Ég sýndi mömmu lokkana og hún varð svo ánægð með þá að hún ákvað að setja upp Instagram-síðu fyrir mig. Á örfáum dögum fór síðan allt af stað og það er búið að vera brjálað að gera,“ útskýrir Alba. Hún er himinlifandi með síðuna sem mamma hennar hjálpaði henni að búa til. „Það er svo mikið að gerast á Instagram, flott „instastory“ og svoleiðis. Ég er ekki með eigið Facebook enn þá svo mér finnst skemmtilegt að hafa Instagram,“ segir Alba sem birtir afar fallegar ljósmyndir á Instagram-síðunni sinni. „Að taka fallegar myndir er líka áhugamálið mitt svo ég nýt mín vel í þessu öllu,“ segir Alba sem mælir með að áhugasamir skoði Instagram-síðuna hennar, byalbamist. „Þar er hægt að panta eyrnalokkana mína.“ Fólk er ótrúlega jákvætt,“ segir Alba sem er þakklát fyrir athyglina sem hún hefur fengið og er hálforðlaus. „Ég bjóst alls ekki við þessum viðbrögðum.“En hvað er skemmtilegast við skartgripahönnun? „Að prófa sig áfram með nýja liti og efni. Ég er alltaf með nýjar hugmyndir og núna á næstunni er svo margt í gangi að ég held næstum því að ég verði að stofna fyrirtæki fljótlega,“ segir hin útsjónarsama Alba.Danskir tískubloggarar í uppáhaldi Alba er fædd í Danmörku og bjó þar fyrstu ár ævi sinnar. Alba kveðst elska danska tísku og fylgjast vel með dönskum tískubloggum. „Ég fylgist svolítið mikið með danskri tísku og hönnun svo danskir bloggarar eru í miklu uppáhaldi.“ Aðspurð út í hvað sé langt síðan að áhuginn á tísku og hönnun hafi kviknað segir Alba:„Ég hef eiginlega haft áhugann allt mitt líf vegna þess að mamma mín er menntuð sem hönnuður.“ Þegar Alba er spurð út í hvað hún ætli sér að verða þegar hún verður fullorðin á hún svolítið erfitt með að svara. „Það er spurning sem ég spyr sjálfa mig oft að en það er kannski erfitt að svara henni í dag. Mér finnst ég hafa hönnuð í blóðinu en hver veit, kannski verð ég bara dýralæknir,“ segir Alba sem er nýflutt og byrjar í Langholtsskóla eftir nokkra daga. „Ég er bæði mjög spennt og kvíðin á sama tíma.“
Krakkar Tíska og hönnun Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira