Gylfi: Reiknaði ekki með að skora þaðan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2017 07:32 Gylfi Þór var brosandi í gærkvöldi. Vísir/AFP Undramark Gylfa Þórs Sigurðssonar vakti heimsathygli í gærkvöldi en sjálfur var hann hinn rólegasti yfir öllu saman í viðtali við heimasíðu Everton eftir leik. Markið hans tryggði Everton 1-1 jafntefli gegn Hajduk Split í síðari leik liðanna í umspilsumferð Evrópudeildar UEFA og 3-1 samanlagðan sigur. Everton verður því í hattinum þegar dregið verður í riðla í dag. Markið hans var ótrúlegt - skot af tæplega 50 metra færi, rétt innan við miðlínuna á vallarhelmingi króatíska liðsins. „Ég reiknaði líklega ekki með því að skora þaðan. En ég náði að koma snertingu á boltann og hann sat ágætlega fyrir mig. Ég hugsaði því með sjálfum mér að markvörðurinn væri væntanlega ekki á marklínunni og ákvað því að láta vaða. Sem betur fer fór það yfir markvörðinn og hitti á í markið,“ sagði Gylfi í viðtalinu. „Það var frábært fyrir mig að skora fyrsta markið mitt fyrir félagið, á frábærum leikvangi og í frábærri stemningu.“ Sjá einnig: Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna „Við höldum ánægðir heim á leið, sem er aðalatriðið. Mikilvægast var að ná góðum úrslitum og vera með í pottinum þegar dregið verður.“ Þetta var fyrsti leikur Gylfa í byrjunarliði í einn og hálfan mánuð og hugsaði hann fyrst og fremst um að komast almennilega í gegnum hann. Sjá einnig: Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa „Ég er svolítið þreyttur en naut þess að spila. Þetta var gott kvöld fyrir mig persónulega og liðið líka,“ sagði Gylfi sem spilaði allar 90 mínúturnar - mun meira en hann reiknaði með. „Stjórinn [Ronald Koeman] sagði alltaf tíu mínútur í viðbót. Hann sagði það örugglega þrisvar eða fjórum sinnum. Ég sá svo að það voru 85 mínútur liðnar af leiknum. En hann sagði svo bara við mig að ég hefði þurft á mínútunum að halda,“ sagði Gylfi. Enski boltinn Tengdar fréttir Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa Ronald Koeman, stjóri Everton, var nánast orðlaus yfir tilþrifum Gylfa Þórs Sigurðssonar í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 22:33 Undramark Gylfa kom Everton í Evrópudeildina Gylfi Þór Sigurðsson skaut sig inn í hjörtu stuðningsmanna Everton í kvöld með líklega sínu fallegasta marki á ferlinum. 24. ágúst 2017 20:45 Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna Knattspyrnuáhugamenn víða um heim tala nú vart um annað en fyrsta mark Gylfa Sigurðssonar fyrir Everton sem leit dagsins ljós í kvöld. 24. ágúst 2017 20:52 Sjáðu undramark Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt af mörkum ársins fyrir Everton í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 21:01 Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Sjá meira
Undramark Gylfa Þórs Sigurðssonar vakti heimsathygli í gærkvöldi en sjálfur var hann hinn rólegasti yfir öllu saman í viðtali við heimasíðu Everton eftir leik. Markið hans tryggði Everton 1-1 jafntefli gegn Hajduk Split í síðari leik liðanna í umspilsumferð Evrópudeildar UEFA og 3-1 samanlagðan sigur. Everton verður því í hattinum þegar dregið verður í riðla í dag. Markið hans var ótrúlegt - skot af tæplega 50 metra færi, rétt innan við miðlínuna á vallarhelmingi króatíska liðsins. „Ég reiknaði líklega ekki með því að skora þaðan. En ég náði að koma snertingu á boltann og hann sat ágætlega fyrir mig. Ég hugsaði því með sjálfum mér að markvörðurinn væri væntanlega ekki á marklínunni og ákvað því að láta vaða. Sem betur fer fór það yfir markvörðinn og hitti á í markið,“ sagði Gylfi í viðtalinu. „Það var frábært fyrir mig að skora fyrsta markið mitt fyrir félagið, á frábærum leikvangi og í frábærri stemningu.“ Sjá einnig: Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna „Við höldum ánægðir heim á leið, sem er aðalatriðið. Mikilvægast var að ná góðum úrslitum og vera með í pottinum þegar dregið verður.“ Þetta var fyrsti leikur Gylfa í byrjunarliði í einn og hálfan mánuð og hugsaði hann fyrst og fremst um að komast almennilega í gegnum hann. Sjá einnig: Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa „Ég er svolítið þreyttur en naut þess að spila. Þetta var gott kvöld fyrir mig persónulega og liðið líka,“ sagði Gylfi sem spilaði allar 90 mínúturnar - mun meira en hann reiknaði með. „Stjórinn [Ronald Koeman] sagði alltaf tíu mínútur í viðbót. Hann sagði það örugglega þrisvar eða fjórum sinnum. Ég sá svo að það voru 85 mínútur liðnar af leiknum. En hann sagði svo bara við mig að ég hefði þurft á mínútunum að halda,“ sagði Gylfi.
Enski boltinn Tengdar fréttir Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa Ronald Koeman, stjóri Everton, var nánast orðlaus yfir tilþrifum Gylfa Þórs Sigurðssonar í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 22:33 Undramark Gylfa kom Everton í Evrópudeildina Gylfi Þór Sigurðsson skaut sig inn í hjörtu stuðningsmanna Everton í kvöld með líklega sínu fallegasta marki á ferlinum. 24. ágúst 2017 20:45 Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna Knattspyrnuáhugamenn víða um heim tala nú vart um annað en fyrsta mark Gylfa Sigurðssonar fyrir Everton sem leit dagsins ljós í kvöld. 24. ágúst 2017 20:52 Sjáðu undramark Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt af mörkum ársins fyrir Everton í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 21:01 Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Sjá meira
Koeman: Þetta var ótrúlegt mark hjá Gylfa Ronald Koeman, stjóri Everton, var nánast orðlaus yfir tilþrifum Gylfa Þórs Sigurðssonar í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 22:33
Undramark Gylfa kom Everton í Evrópudeildina Gylfi Þór Sigurðsson skaut sig inn í hjörtu stuðningsmanna Everton í kvöld með líklega sínu fallegasta marki á ferlinum. 24. ágúst 2017 20:45
Gylfi strax búinn að skora besta mark í sögu Everton að mati stuðningsmanna Knattspyrnuáhugamenn víða um heim tala nú vart um annað en fyrsta mark Gylfa Sigurðssonar fyrir Everton sem leit dagsins ljós í kvöld. 24. ágúst 2017 20:52
Sjáðu undramark Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt af mörkum ársins fyrir Everton í Króatíu í kvöld. 24. ágúst 2017 21:01