Viðvörun um banvæn skyndiflóð gefin út í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2017 07:21 Búist var við allt að 5-7 sentímetra úrkomu á klukkustund í Houston í gær. Vísir/AFP Regn úr hitabeltisstorminum Harvey heldur áfram að berja Texas í Bandaríkjunum og varar Veðurstofa Bandaríkjanna í Houston við banvænum skyndiflóðum af völdum hennar. Staðfest er að tveir hafi látist í hamförunum. Gríðarleg úrkoma hefur fylgt Harvey sem var öflugur fellibylur þegar hann gekk á land í Texas á föstudagskvöld en er nú flokkaður sem hitabeltisstormur. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, segir að í borgunum Houston og Corpus Christi hafi 50 sentímetra úrkoma þegar fallið. Von gæti verið á 40 sentímetrum til viðbótar áður en storminum slotar um miðja viku.Harvey skilur eftir sig slóð eyðileggingar.Vísir/AFPÖflugasti stormurinn í hálfa öldÞúsundir manna eru án rafmagns í ríkinu og veðurofsinn hefur hamlað björgunarstarfi. Tveir hafa látist fram að þessu, í Houston og í nágrenni borgarinnar Rockport, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Reuters-fréttastofan segir að í Houston hafi kona látist í bíl sínum þegar hún ók eftir götu sem vatn hafði flætt yfir. Í Rockport fórst manneskja í eldi í húsi. Átján hundruð hermenn hafa verið ræstir út til að hjálpa við björgunarstarf og viðgerðir. Veðurstofan hefur jafnframt varað við því að stormurinn sé svo öflugur að sum svæði verði óíbuðarhæf í fleiri mánuði. Reuters segir að Harvey sé öflugasti stormur í Texas í fimmtíu ár.Miklar skemmdir urðu á baptistakirkju í Rockport. Borgin er sögð hafa orðið einna verst úti í hamförunum.Vísir/AFP Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39 Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19 Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31 Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey Í Texas munu verða "gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem 4. stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm. 26. ágúst 2017 21:51 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Sjá meira
Regn úr hitabeltisstorminum Harvey heldur áfram að berja Texas í Bandaríkjunum og varar Veðurstofa Bandaríkjanna í Houston við banvænum skyndiflóðum af völdum hennar. Staðfest er að tveir hafi látist í hamförunum. Gríðarleg úrkoma hefur fylgt Harvey sem var öflugur fellibylur þegar hann gekk á land í Texas á föstudagskvöld en er nú flokkaður sem hitabeltisstormur. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, segir að í borgunum Houston og Corpus Christi hafi 50 sentímetra úrkoma þegar fallið. Von gæti verið á 40 sentímetrum til viðbótar áður en storminum slotar um miðja viku.Harvey skilur eftir sig slóð eyðileggingar.Vísir/AFPÖflugasti stormurinn í hálfa öldÞúsundir manna eru án rafmagns í ríkinu og veðurofsinn hefur hamlað björgunarstarfi. Tveir hafa látist fram að þessu, í Houston og í nágrenni borgarinnar Rockport, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Reuters-fréttastofan segir að í Houston hafi kona látist í bíl sínum þegar hún ók eftir götu sem vatn hafði flætt yfir. Í Rockport fórst manneskja í eldi í húsi. Átján hundruð hermenn hafa verið ræstir út til að hjálpa við björgunarstarf og viðgerðir. Veðurstofan hefur jafnframt varað við því að stormurinn sé svo öflugur að sum svæði verði óíbuðarhæf í fleiri mánuði. Reuters segir að Harvey sé öflugasti stormur í Texas í fimmtíu ár.Miklar skemmdir urðu á baptistakirkju í Rockport. Borgin er sögð hafa orðið einna verst úti í hamförunum.Vísir/AFP
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39 Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19 Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31 Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey Í Texas munu verða "gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem 4. stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm. 26. ágúst 2017 21:51 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Sjá meira
Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39
Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19
Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31
Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey Í Texas munu verða "gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem 4. stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm. 26. ágúst 2017 21:51