Mayweather: Tók lengri tíma en ég reiknaði með 27. ágúst 2017 09:08 Mayweather eftir sigurinn í nótt. Vísir/Getty Floyd Mayweather komst í nótt í sögubækurnar er hann vann sinn 50. bardaga á ferlinum en hann bar þá sigur úr býtum gegn Íranum Conor McGregor. Floyd vann í tíundu lotu en dómarinn stöðvaði þá bardagann. Mayweather tók hanskana fram úr hillunni fyrir þennan bardaga sem báðir bardagamenn högnuðust verulega á, sérstaklega Mayweather sem hefur þénað ótrúlegar upphæðir á ferlinum. Mayweather var þráspurður eftir bardaga hvort þetta væri hans síðasti og sagði hann að svo væri. „Ég lofaði öllum að bardaginn myndi ekki fara í allar tólf loturnar. Orðspor hnefaleikanna var undir hér í kvöld,“ sagði Mayweather. Sjá einnig: Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu „Hann er öflugur mótherji. Hann var mun betri en ég hélt. En ég tel að ég hafi verið sterkari aðilinn í kvöld.“ Mayweather bætti með sigrinum met Rocky Marciano sem vann 49 bardaga án þess að tapa á sínum ferli. Mayweather er nú, sem fyrr segir, með 50 sigra og engin töp á rúmlega tveggja áratuga ferli.Mayweather-feðgarnir fagna.Vísir/GettyTæpur milljarður á mínútu Hann gaf þó örlitla vísbendingu um að mögulega væri aftur hægt að freista hans með þeim ótrúlegu upphæðum sem voru í húfi í kvöld. „Ef ég sé annan möguleika á því að þéna 300 milljónir dollara á 36 mínútum, þá mun ég gera það,“ sagði Mayweather en sú upphæð jafngildir meira en 31 milljarði íslenskra króna.„En þetta er minn síðasti bardagi. Ég kem ekki aftur. Ef einhver er að biðja mig um bardaga, gleymið því.“ Hann viðurkenndi að bæði hann og faðir hans, Floyd Mayweather eldri, reiknuðu með að klára bardagann fyrr en í tíundu lotu. „Ég gerði það sem ég geri best. Ég fann leið til að leiða hann í gildru og braut hann niður,“ sagði Mayweather yngri. „Ég og pabbi minn, við erum ekki alltaf sammála en árangurinn talar sínu málil. Pabbi hélt að þetta myndi klárast í sjöttu eða sjöundu lotu. Þetta tók aðeins lengri tíma en ég reiknaði með en við gerðum það sem við sögðumst ætla að gera.“ Box MMA Tengdar fréttir Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor olli ekki vonbrigðum. Bardaginn var skemmtilegur en Mayweather stóð uppi sem sigurvegari. 27. ágúst 2017 05:53 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Sjá meira
Floyd Mayweather komst í nótt í sögubækurnar er hann vann sinn 50. bardaga á ferlinum en hann bar þá sigur úr býtum gegn Íranum Conor McGregor. Floyd vann í tíundu lotu en dómarinn stöðvaði þá bardagann. Mayweather tók hanskana fram úr hillunni fyrir þennan bardaga sem báðir bardagamenn högnuðust verulega á, sérstaklega Mayweather sem hefur þénað ótrúlegar upphæðir á ferlinum. Mayweather var þráspurður eftir bardaga hvort þetta væri hans síðasti og sagði hann að svo væri. „Ég lofaði öllum að bardaginn myndi ekki fara í allar tólf loturnar. Orðspor hnefaleikanna var undir hér í kvöld,“ sagði Mayweather. Sjá einnig: Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu „Hann er öflugur mótherji. Hann var mun betri en ég hélt. En ég tel að ég hafi verið sterkari aðilinn í kvöld.“ Mayweather bætti með sigrinum met Rocky Marciano sem vann 49 bardaga án þess að tapa á sínum ferli. Mayweather er nú, sem fyrr segir, með 50 sigra og engin töp á rúmlega tveggja áratuga ferli.Mayweather-feðgarnir fagna.Vísir/GettyTæpur milljarður á mínútu Hann gaf þó örlitla vísbendingu um að mögulega væri aftur hægt að freista hans með þeim ótrúlegu upphæðum sem voru í húfi í kvöld. „Ef ég sé annan möguleika á því að þéna 300 milljónir dollara á 36 mínútum, þá mun ég gera það,“ sagði Mayweather en sú upphæð jafngildir meira en 31 milljarði íslenskra króna.„En þetta er minn síðasti bardagi. Ég kem ekki aftur. Ef einhver er að biðja mig um bardaga, gleymið því.“ Hann viðurkenndi að bæði hann og faðir hans, Floyd Mayweather eldri, reiknuðu með að klára bardagann fyrr en í tíundu lotu. „Ég gerði það sem ég geri best. Ég fann leið til að leiða hann í gildru og braut hann niður,“ sagði Mayweather yngri. „Ég og pabbi minn, við erum ekki alltaf sammála en árangurinn talar sínu málil. Pabbi hélt að þetta myndi klárast í sjöttu eða sjöundu lotu. Þetta tók aðeins lengri tíma en ég reiknaði með en við gerðum það sem við sögðumst ætla að gera.“
Box MMA Tengdar fréttir Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor olli ekki vonbrigðum. Bardaginn var skemmtilegur en Mayweather stóð uppi sem sigurvegari. 27. ágúst 2017 05:53 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Sjá meira
Floyd Mayweather sigraði Conor í 10. lotu Risa boxbardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor olli ekki vonbrigðum. Bardaginn var skemmtilegur en Mayweather stóð uppi sem sigurvegari. 27. ágúst 2017 05:53