Veiðimyndakeppni Veiðimannsins Karl Lúðvíksson skrifar 27. ágúst 2017 12:05 Nú er um að gera að finna góða veiðimynd frá sumrinu Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Veiðimaðurinn málgagn stangveiðimanna efnir árlega til samkeppni um bestu veiðimynd sumarsins. Nú er sumri tekið að halla og ekki úr vegi að deila skemmtilegum myndum og minningum með öðrum veiðimönnum. Myndin sem verður valin fær 50 þúsund króna inneign upp í veiðileyfi næsta sumars og á möguleika að birtast á forsíðu Veiðimannsins. Úrval innsendra mynda verður birt í næsta tölublaði sem er í vinnslu. Frestur til að skila inn myndum er til 15. september. Til að hljóta verðlaunin verður myndin að vera frá veiðisvæðum SVFR og góð saga af bakkanum má gjarnan fljóta með. Þeir sem eiga veiðitúr eftir og vilja skila inn sem bestum myndum ættu að skoða vel veiðisíður og ljósmyndir og nota þá næsta veiðitúr til að ná flottri veiðimynd. Myndir má senda á ritstjóra Veiðimannsins, Hörð Vilberg, á netfangið herrvilberg@gmail.com Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði
Veiðimaðurinn málgagn stangveiðimanna efnir árlega til samkeppni um bestu veiðimynd sumarsins. Nú er sumri tekið að halla og ekki úr vegi að deila skemmtilegum myndum og minningum með öðrum veiðimönnum. Myndin sem verður valin fær 50 þúsund króna inneign upp í veiðileyfi næsta sumars og á möguleika að birtast á forsíðu Veiðimannsins. Úrval innsendra mynda verður birt í næsta tölublaði sem er í vinnslu. Frestur til að skila inn myndum er til 15. september. Til að hljóta verðlaunin verður myndin að vera frá veiðisvæðum SVFR og góð saga af bakkanum má gjarnan fljóta með. Þeir sem eiga veiðitúr eftir og vilja skila inn sem bestum myndum ættu að skoða vel veiðisíður og ljósmyndir og nota þá næsta veiðitúr til að ná flottri veiðimynd. Myndir má senda á ritstjóra Veiðimannsins, Hörð Vilberg, á netfangið herrvilberg@gmail.com
Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði