Enski boltinn

Sky: Liverpool búið að bjóða í Lemar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Thomas Lemar í leik með PSG.
Thomas Lemar í leik með PSG. Vísir/Getty
Sky Sports greinir frá því á vef sínum að Liveprool hafi lagt fram tilboð upp á 55,5 milljónir punda í franska miðjumanninn Thomas Lemar hjá Monaco, jafnvirði 7,5 milljarða króna.

Tilboðið er um tíu milljónum meira en Everton borgaði fyrir Gylfa Þór Sigurðsson sem er í dag dýrasti leikmaðurinn sem hefur verið keyptur til Bítlaborgarinnar.

Monaco á enn eftir að svara tilboðinu samkvæmt frétt Sky en Lemar hefur verið sterklega orðaður við bæði Barcelona og Arsenal. Síðarnefnda félagið mun hafa boðið 30 milljónir punda í kappann en að tilboðinu hafi verið hafnað.

Franska liðið segir leikmanninn ekki til sölu en það hefur misst marga af lykilmönnum sínum í sumar - Bernando Silva og Benjamin Mendy fóru til Manchester City og Tiemoue Bakayoko til  Chelseas.

Þá er Kylian Mbappe líklega á leiðinni til PSG en það hefur  ekki verið staðfest enn.

Lemar er 21 árs og skoraði tólf mörk í 39 leikjum fyrir Monaco sem varð Frakklandsmeistari í vor í fyrsta sinn í sautján ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×