Hyundai ix35 FC bæði rafstöð og vatnsveita Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2017 12:18 Hyundai ix35 getur framleitt 10 kW-stundir af rafmagni sem nægir til notkunar á meðalstóru heimili. Sérfræðingar við Delft tækniháskólann í Hollandi kynntu á dögnum áhugaverða tilraun á vetnisbílnum Hyundai ix35 sem væntanlegur er í sölu hér á landi á næsta ári. Verkefnið fólst í því að sýna fram á að vetnisbílar geti líka þjónað sem rafstöð og vatnsveita auk umhverfisvæns hlutverks sem græns ökutækis. Í tilrauninni var sett innstunga á bílinn til að stinga rafmagnstækjum í samband við. Vetnisbílar framleiða allt í senn rafmagn, hita og hreint vatn úr vetni sem hægt er að nýta þær stundir sem bíllinn er ekki á ferðinni, hvort sem er heima, fyrir utan skólann eða vinnustaðinn. Bílar standa kyrrstæðir meirihluta sólarhringsins og í tilfelli vetnisbíla getur verið gott að nýta þessa eiginleika þeirra þegar þeir eru ekki á keyrslu. Hyundai ix35 getur framleitt 10 kW-stundir af rafmagni sem nægir til notkunar á meðalstóru heimili auk þess sem hægt er að nýta hreint vatnið sem verður til við framleiðsluna til drykkjar. Þar sem tilraunin er enn á þróunarstigi er enn of snemmt að segja til um það hvort hér sem komin fram ný og varanleg lausn sem boðin verði á almennum markaði með vetnisbílum. Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent
Sérfræðingar við Delft tækniháskólann í Hollandi kynntu á dögnum áhugaverða tilraun á vetnisbílnum Hyundai ix35 sem væntanlegur er í sölu hér á landi á næsta ári. Verkefnið fólst í því að sýna fram á að vetnisbílar geti líka þjónað sem rafstöð og vatnsveita auk umhverfisvæns hlutverks sem græns ökutækis. Í tilrauninni var sett innstunga á bílinn til að stinga rafmagnstækjum í samband við. Vetnisbílar framleiða allt í senn rafmagn, hita og hreint vatn úr vetni sem hægt er að nýta þær stundir sem bíllinn er ekki á ferðinni, hvort sem er heima, fyrir utan skólann eða vinnustaðinn. Bílar standa kyrrstæðir meirihluta sólarhringsins og í tilfelli vetnisbíla getur verið gott að nýta þessa eiginleika þeirra þegar þeir eru ekki á keyrslu. Hyundai ix35 getur framleitt 10 kW-stundir af rafmagni sem nægir til notkunar á meðalstóru heimili auk þess sem hægt er að nýta hreint vatnið sem verður til við framleiðsluna til drykkjar. Þar sem tilraunin er enn á þróunarstigi er enn of snemmt að segja til um það hvort hér sem komin fram ný og varanleg lausn sem boðin verði á almennum markaði með vetnisbílum.
Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent