Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2017 06:54 Robert Downey fékk uppreist æru í september síðastliðnum. Kompás Mál Roberts Downey, sem hlaut uppreist æru og lögmannsréttindi sín eftir að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda ungra stúlka, hefur fengið „súrrealíska meðferð“ í æðstu stofnunum samfélagsins og undirstrikar það hinn svokallaða „fáránleika valdsins.“ Þegar uppi var staðið hafi enginn borið ábyrgð á þessum gjörningi og er því nauðsynlegt að velta hverjum steini til að komast að því hvernig þrír dómsmálaráðherrar gátu afgreitt málið, þrátt fyrir að Robert hafi aldrei viðurkennt brot sín. Þetta er mat Bergs Þórs Ingólfssonar, föður eins þolanda Roberts, sem reifar þróun málsins í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann hörðum orðum um æðstu stofnanir samfélagsins og þá sérstaklega einn starfsmann þeirra, Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin tók ferlið við veitingu uppreist æru til umfjöllunar í kjölfar máls Roberts með það að leiðarljósi að rannsaka hvort og þá hvernig breyta ætti lögum. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri.Bergur segir starf nefndarinnar, undir forystu Brynjars, hafa verið súrrealískt. Brynjar hafi „oftar en einu sinni séð sig knúinn til að nefna það opinberlega að verri glæpir hafi verið framdir en það sem Robert Downey gerði þessum stúlkum. Að sama skapi hefur hann marglýst því yfir að hvorki almenningi né þingmönnum komi þetta mál við og lætur í það skína að það tengist á engan hátt umræðunni um uppreist æru,“ segir Bergur. Ofan á það hafi Brynjar gert málið að flokkspólitísku þrætuepli og sagt að brot Roberts skipti ekki máli þegar dómur var tekinn. „Hann hefur ekki komist að þeirri niðurstöðu eftir samtöl við brotaþola, svo mikið er víst,“ segir Bergur.Í lagi að misnota þrjár stofnanir? Hann segir traust á æðstu stofnanir landsins vera í húfi og spyr hvort réttlætanlegt sé að Robert „fái að misnota forsetann, ríkisráð og ríkisstjórn til að ná fram sínu eigin réttlæti?“ Því þurfi að velta við hverjum steini og veita almenningi allar upplýsingar um það hvernig Robert hlaut uppreist æru. Ekki væri heldur óráðlegt að mati Bergs að Alþingi kæmi saman, „strax á morgun“ til að setja lög sem banni barnaníðingum að hljóta lögmannsréttindi sín að nýju - „og lyfta á sama tíma leyndarhjúpnum af þessum skelfilegu málum sem varða alla þjóðina. Ef við vitum ekki hvað fór úrskeiðis, hvernig getum við þá lagað það?“ segir Bergur í greininni sem má nálgast hér. Uppreist æru Tengdar fréttir Enn um uppreist æru Þann 15. maí 2008 var lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson dæmdur til þriggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum. Þótti Hæstarétti brot hans stórfelld og taldi ótvírætt að hann væri ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðslögmaður né njóta þeirra réttinda. 29. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Mál Roberts Downey, sem hlaut uppreist æru og lögmannsréttindi sín eftir að hafa brotið kynferðislega gegn fjölda ungra stúlka, hefur fengið „súrrealíska meðferð“ í æðstu stofnunum samfélagsins og undirstrikar það hinn svokallaða „fáránleika valdsins.“ Þegar uppi var staðið hafi enginn borið ábyrgð á þessum gjörningi og er því nauðsynlegt að velta hverjum steini til að komast að því hvernig þrír dómsmálaráðherrar gátu afgreitt málið, þrátt fyrir að Robert hafi aldrei viðurkennt brot sín. Þetta er mat Bergs Þórs Ingólfssonar, föður eins þolanda Roberts, sem reifar þróun málsins í grein í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann hörðum orðum um æðstu stofnanir samfélagsins og þá sérstaklega einn starfsmann þeirra, Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin tók ferlið við veitingu uppreist æru til umfjöllunar í kjölfar máls Roberts með það að leiðarljósi að rannsaka hvort og þá hvernig breyta ætti lögum. Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri.Bergur segir starf nefndarinnar, undir forystu Brynjars, hafa verið súrrealískt. Brynjar hafi „oftar en einu sinni séð sig knúinn til að nefna það opinberlega að verri glæpir hafi verið framdir en það sem Robert Downey gerði þessum stúlkum. Að sama skapi hefur hann marglýst því yfir að hvorki almenningi né þingmönnum komi þetta mál við og lætur í það skína að það tengist á engan hátt umræðunni um uppreist æru,“ segir Bergur. Ofan á það hafi Brynjar gert málið að flokkspólitísku þrætuepli og sagt að brot Roberts skipti ekki máli þegar dómur var tekinn. „Hann hefur ekki komist að þeirri niðurstöðu eftir samtöl við brotaþola, svo mikið er víst,“ segir Bergur.Í lagi að misnota þrjár stofnanir? Hann segir traust á æðstu stofnanir landsins vera í húfi og spyr hvort réttlætanlegt sé að Robert „fái að misnota forsetann, ríkisráð og ríkisstjórn til að ná fram sínu eigin réttlæti?“ Því þurfi að velta við hverjum steini og veita almenningi allar upplýsingar um það hvernig Robert hlaut uppreist æru. Ekki væri heldur óráðlegt að mati Bergs að Alþingi kæmi saman, „strax á morgun“ til að setja lög sem banni barnaníðingum að hljóta lögmannsréttindi sín að nýju - „og lyfta á sama tíma leyndarhjúpnum af þessum skelfilegu málum sem varða alla þjóðina. Ef við vitum ekki hvað fór úrskeiðis, hvernig getum við þá lagað það?“ segir Bergur í greininni sem má nálgast hér.
Uppreist æru Tengdar fréttir Enn um uppreist æru Þann 15. maí 2008 var lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson dæmdur til þriggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum. Þótti Hæstarétti brot hans stórfelld og taldi ótvírætt að hann væri ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðslögmaður né njóta þeirra réttinda. 29. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Enn um uppreist æru Þann 15. maí 2008 var lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson dæmdur til þriggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir alvarleg kynferðisbrot gagnvart fjórum stúlkum. Þótti Hæstarétti brot hans stórfelld og taldi ótvírætt að hann væri ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðslögmaður né njóta þeirra réttinda. 29. ágúst 2017 07:00