Enski boltinn

Zlatan í viðræðum um nýjan samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan heldur um hnéð eftir að hann meiddist.
Zlatan heldur um hnéð eftir að hann meiddist. Vísir/Getty
Zlatan Ibrahimovic er án félags eftir að samningur hans við Manchester United rann út í sumar en hann er nú að jafna sig á krossbandsslitum í hné. Hann á þó í viðræðum nú um nýjan samning við United, samkvæmt Sky á Ítalíu.

Zlatan hefur verið að sinna endurhæfingu sinni á æfingasvæði United í Carrington. Jose Mourinho, stjóri United, segir að það sé vel þess virði að bíða eftir Svíanum öfluga sem átti frábært tímabil með United þar til hann meiddist.

„Af hverju ekki að bíða eftir svo góðum leikmanni sem gaf okkur svo mikið?“ sagði Mourinho en Zlatan skoraði 38 mörk í 46 leikjum fyrir United.

Mino Raiola, umboðsmaður hans, segir að það hafi mörg lið áhuga á Zlatan og að þau komi víða að. Hins vegar sé ljóst að Zlatan verði áfram í Evrópu.

Meðal þeirra félaga sem eru orðuð við Zlatan eru AC Milan og Atletico Madrid. En nú gæti vel verið að hann klæðist rauðu treyjunni á ný þegar hann kemst aftur af stað.


Tengdar fréttir

Zlatan líkir sér við King Kong

Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic líkir sjálfum sér við King Kong í nýjustu færslu sinni á Instagram.

Segir að Zlatan vilji spila áfram í Evrópu

Miklar vangaveltur hafa verið í kringum framtíð Zlatans Ibrahimovic eftir að ljóst væri að hann myndi ekki vera áfram hjá Manchester United á Englandi. Talið hefur verið að hann myndi ganga til liðs við LA Galaxy í Bandaríkjunum en forseti liðsins segir annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×