Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 17:34 Komið hefur til átaka milli mótmælendahópanna tveggja í Charlottesville í dag. Vísir/Getty Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. Samkvæmt lögreglunni í borginni var gripið til þessa ráðs svo hægt sé að óska eftir liðsauka ef til þess kemur. Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu á götur borgarinnar í gær til að mótmæla því að styttu af hershöfðingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. Hópur fólks hefur nú brugðið á það ráð að blása til gagnmótmæla til að lýsa yfir stuðningi við að styttan verði fjarlægð, sem af mörgum þykir vera merki um svartan blett á sögu Suðurríkjanna.Sjá einnig: Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í gönguHér sést styttan af Robert E. Lee sem til stendur að fjarlægja.Vísir/GettyBúist er við því að þúsundir manna mótmæli í borginni í dag og samkvæmt frétt á vef BBC eru tveir slasaðir nú þegar. Lögreglan hefur beitt táragasi gegn mótmælendum og einhverjir hafa verið handteknir vegna ólöglegrar samkundu í almenningsgarðinum Emancipation Park. Til stendur að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, foringja herdeilda Suðurríkjanna í Þrælastríðinu. Lee var frá Charlottesville. Hvítu þjóðernissinnarnir gengu til að mótmæla því að styttan yrði tekin niður. Jason Kessler, skipuleggjandi mótmælanna, hefur sakað borgina um hatur á hvítu fólki. Hann lýsti mótmælunum sem „ótrúlegri stund fyrir hvítt fólk sem er komið með meira en nóg og sættir sig ekki við meira“. Göngumenn eru ennfremur sagðir hafa hrópað „ein þjóð, eitt land, stöðvið innflutning fólks“ og „gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi.“ Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru í gærkvöldi vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. Samkvæmt lögreglunni í borginni var gripið til þessa ráðs svo hægt sé að óska eftir liðsauka ef til þess kemur. Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu á götur borgarinnar í gær til að mótmæla því að styttu af hershöfðingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. Hópur fólks hefur nú brugðið á það ráð að blása til gagnmótmæla til að lýsa yfir stuðningi við að styttan verði fjarlægð, sem af mörgum þykir vera merki um svartan blett á sögu Suðurríkjanna.Sjá einnig: Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í gönguHér sést styttan af Robert E. Lee sem til stendur að fjarlægja.Vísir/GettyBúist er við því að þúsundir manna mótmæli í borginni í dag og samkvæmt frétt á vef BBC eru tveir slasaðir nú þegar. Lögreglan hefur beitt táragasi gegn mótmælendum og einhverjir hafa verið handteknir vegna ólöglegrar samkundu í almenningsgarðinum Emancipation Park. Til stendur að fjarlægja styttu af Robert E. Lee, foringja herdeilda Suðurríkjanna í Þrælastríðinu. Lee var frá Charlottesville. Hvítu þjóðernissinnarnir gengu til að mótmæla því að styttan yrði tekin niður. Jason Kessler, skipuleggjandi mótmælanna, hefur sakað borgina um hatur á hvítu fólki. Hann lýsti mótmælunum sem „ótrúlegri stund fyrir hvítt fólk sem er komið með meira en nóg og sættir sig ekki við meira“. Göngumenn eru ennfremur sagðir hafa hrópað „ein þjóð, eitt land, stöðvið innflutning fólks“ og „gyðingar munu ekki velta okkur úr sessi.“ Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru í gærkvöldi vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12