Borgarstjóri Charlottesville nafngreinir fórnarlömbin: „Nú er nóg komið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 18:30 Michael Signer, borgarstjóri Charlottesville. Skjáskot Konan sem lést í Charlottesville í Virginíu í gær hét Heather Heyer. Hún var 32 ára gömul. Hún starfaði sem aðstoðarmaður á lögmannsstofunni Miller Law Group í Charlottesville og sérhæfði sig í gjaldþrotsmálum. Michael Signer, borgarstjóri Charlottesville, nafngreindi Heyer í viðtali við Meet The Press á NBC í dag. Tveir til viðbótar létust í gær. Lögregluforinginn Jay Cullen og flugmaðurinn Berke Bates en þeir létust í þyrluslysi eftir mótmælin þar sem hvítum þjóðernissinnum og mótmælendum þeirra laust saman. „Heather Heyer sem lést í þessari hræðilegu árás. Við erum syrgjandi borg. Þrjár manneskjur dóu sem hefðu ekki þurft að deyja. Svo við biðjum fyrir þeim, fyrir fjölskyldum þeirra og þeirra nánustu,“ sagði Signer.Verulega sá á bílnum sem var ekið á miklum hraða í gegnum hóp friðsamra mótmælenda.Vísir/AFPFóru í ræsið „Það er gamalt orðatiltæki: Þegar þú dansar við djöfulinn þá breytist djöfullinn ekki, djöfullinn breytir þér“ sagði Signer meðal annars. Hann sagðist vona að Donald Trump Bandaríkjaforseti „líti í spegil og endurskoði vel og vandlega hverja hann hefur verið í slagtogi við.“ „Ég tel að þau hafi tekið ákvörðun í kosningabaráttunni, mjög vafasama, um að spila inn á fordóma fólks og fara í ræsið.“ Signer segir að hópar eins og þeir sem komu saman í gær hafi ávallt verið til staðar í Bandaríkjunum „Þessir gyðingahatarar, rasistar, Aryar, nýnasistar og Ku Klux Klan.“ Nú hafi þeim verið gefin rödd og ástæða til að stíga fram í ljósið. „Þetta þarf að hætta,“ sagði Signer. „Fólk er að deyja og ég tel að nú sé það á ábyrgð forsetans og okkar allra að segja „nú er nóg komið.““ Hann segir að árás James Alex Fields Jr. í gær sem leiddi til dauða Heather Heyer hafi verið augljós hryðjuverkaárás þar sem bíllinn var notaður sem vopn. Wes Bellamy, varaborgarstjóri Charlottesville.Skjáskot/BBCVilja uppfylla loforð Trump Hundruð hvítra þjóðernissinna, þar á meðal nýnasistar og meðlimir Ku Klux Klan, höfðu komið saman í Charlottesville til að taka þátt í stærsta viðburði þeirra í áratugi. Fjöldi þeirra gekk með kyndla í anda Ku Klux Klan til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði fjarlægð í Háskólanum í Virginíu á föstudagskvöld. Fjöldi fólks kom hins vegar einnig til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað. „Það er mikilvægt að við köllum þetta fólk réttu nafni. Þetta eru hvítir þjóðernissinnar. Ég skil ekki af hverju það er svo erfitt. Það er það sem þau eru. Þau eru ekki að fela sig á bak við styttu, þau komu ekki hingað vegna styttu. Alveg eins og David Duke sagði í gær, þau komu til að uppfylla loforð Trump forseta og endurheimtal landið sitt. Og þangað til við verðum hreinskilin við okkur og byrjum að kalla þetta fólk réttu nafni,“ segir Wes Bellamy, aðstoðarborgarstjóri Charlottesville í samtali við BBC. David Duke, fyrrverandi leiðtogi Ku Klux Klan, sagði við fréttamenn í gær að hópurinn sem kom saman í Charlottesville ætlaði að „uppfylla loforð Donalds Trump“ um að „endurheimta landið okkar“. Trump neitaði að afneita stuðningi Duke við sig í kosningabaráttunni í fyrra og þóttist meðal annars ekki vita hver hann væri. Það hefur vakið mikla athygli og gagnrýni að Trump vildi ekki fordæma hvíta þjóðernissinna sérstaklega þegar hann tjáði sig stuttlega um atburðina í Charlottesville í gær. Fordæmdi hann aðeins ofbeldisverk „úr mörgum áttum“. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Konan sem lést í Charlottesville í Virginíu í gær hét Heather Heyer. Hún var 32 ára gömul. Hún starfaði sem aðstoðarmaður á lögmannsstofunni Miller Law Group í Charlottesville og sérhæfði sig í gjaldþrotsmálum. Michael Signer, borgarstjóri Charlottesville, nafngreindi Heyer í viðtali við Meet The Press á NBC í dag. Tveir til viðbótar létust í gær. Lögregluforinginn Jay Cullen og flugmaðurinn Berke Bates en þeir létust í þyrluslysi eftir mótmælin þar sem hvítum þjóðernissinnum og mótmælendum þeirra laust saman. „Heather Heyer sem lést í þessari hræðilegu árás. Við erum syrgjandi borg. Þrjár manneskjur dóu sem hefðu ekki þurft að deyja. Svo við biðjum fyrir þeim, fyrir fjölskyldum þeirra og þeirra nánustu,“ sagði Signer.Verulega sá á bílnum sem var ekið á miklum hraða í gegnum hóp friðsamra mótmælenda.Vísir/AFPFóru í ræsið „Það er gamalt orðatiltæki: Þegar þú dansar við djöfulinn þá breytist djöfullinn ekki, djöfullinn breytir þér“ sagði Signer meðal annars. Hann sagðist vona að Donald Trump Bandaríkjaforseti „líti í spegil og endurskoði vel og vandlega hverja hann hefur verið í slagtogi við.“ „Ég tel að þau hafi tekið ákvörðun í kosningabaráttunni, mjög vafasama, um að spila inn á fordóma fólks og fara í ræsið.“ Signer segir að hópar eins og þeir sem komu saman í gær hafi ávallt verið til staðar í Bandaríkjunum „Þessir gyðingahatarar, rasistar, Aryar, nýnasistar og Ku Klux Klan.“ Nú hafi þeim verið gefin rödd og ástæða til að stíga fram í ljósið. „Þetta þarf að hætta,“ sagði Signer. „Fólk er að deyja og ég tel að nú sé það á ábyrgð forsetans og okkar allra að segja „nú er nóg komið.““ Hann segir að árás James Alex Fields Jr. í gær sem leiddi til dauða Heather Heyer hafi verið augljós hryðjuverkaárás þar sem bíllinn var notaður sem vopn. Wes Bellamy, varaborgarstjóri Charlottesville.Skjáskot/BBCVilja uppfylla loforð Trump Hundruð hvítra þjóðernissinna, þar á meðal nýnasistar og meðlimir Ku Klux Klan, höfðu komið saman í Charlottesville til að taka þátt í stærsta viðburði þeirra í áratugi. Fjöldi þeirra gekk með kyndla í anda Ku Klux Klan til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna í Þrælastríðinu, yrði fjarlægð í Háskólanum í Virginíu á föstudagskvöld. Fjöldi fólks kom hins vegar einnig til Charlottesville til þess að mótmæla hvítu þjóðernissinnunum. Strax í gærmorgun slóst í brýnu á milli andstæðra fylkinga. Fólk slóst á götum úti, lausamunum var kastað og ertandi efnum var sprautað. „Það er mikilvægt að við köllum þetta fólk réttu nafni. Þetta eru hvítir þjóðernissinnar. Ég skil ekki af hverju það er svo erfitt. Það er það sem þau eru. Þau eru ekki að fela sig á bak við styttu, þau komu ekki hingað vegna styttu. Alveg eins og David Duke sagði í gær, þau komu til að uppfylla loforð Trump forseta og endurheimtal landið sitt. Og þangað til við verðum hreinskilin við okkur og byrjum að kalla þetta fólk réttu nafni,“ segir Wes Bellamy, aðstoðarborgarstjóri Charlottesville í samtali við BBC. David Duke, fyrrverandi leiðtogi Ku Klux Klan, sagði við fréttamenn í gær að hópurinn sem kom saman í Charlottesville ætlaði að „uppfylla loforð Donalds Trump“ um að „endurheimta landið okkar“. Trump neitaði að afneita stuðningi Duke við sig í kosningabaráttunni í fyrra og þóttist meðal annars ekki vita hver hann væri. Það hefur vakið mikla athygli og gagnrýni að Trump vildi ekki fordæma hvíta þjóðernissinna sérstaklega þegar hann tjáði sig stuttlega um atburðina í Charlottesville í gær. Fordæmdi hann aðeins ofbeldisverk „úr mörgum áttum“.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43
Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan ákallar Trump Fyrrum leiðtogi Ku Klux Klan, David Duke, ákallaði Donald Trump þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við atburðum dagsins í Charlottesville. 13. ágúst 2017 00:54