Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2017 07:24 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Æðstu yfirmenn fyrirtækjanna Intel Corp, Merck & Co Inc og Under Armour Inc, hafa hætt í ráðgjafaráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um bandaríska framleiðslu. Það gerðu þeir vegna viðbragða forsetans við ástandinu í Charlottesvilli í Virginíu um helgina. Brian Krzanich, frá Intel, sagðist hafa hætt til að beina athygli að því að eitrað andrúmsloft stjórnmála hafi leitt til þess að erfitt hafi verið að takast á við alvarleg mál. Í bloggfærslu nefndi hann meðal annars fjölgun framleiðslustarfa í Bandaríkjunum og ofbeldið í Charlottesville. „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér,“ sagði Krzanich. „Við ættum að heiðra, ekki ráðast gegn, þá sem eru tilbúnir til að standa fyrir jafnrétti og öðrum gildum sem Bandaríkjamönnum þykir vænt um. Ég vona að þetta breytist og ég er verð tilbúinn til að þjóna þegar það gerist.“ Kenneth Fraizer, frá Merck, segist hafa hætt í ráðgjafaráðinu vegna viðbragða forsetans eftir átökin í Charlottesville. Samkvæmt Reuters sagði hann nauðsynlegt að standa gegn fordómum og öfgum.Í tilkynningu sagði Frazier að leiðtogar Bandaríkjanna yrðu að heiðra grunngildi þjóðarinnar og afneita hatri, fordómum og þjóðernishyggju. Trump virtist ekki taka vel í ákvörðun Fraizer og yfirlýsingu hans ef taka á mark á tísti forsetans um afsögnina..@Merck Pharma is a leader in higher & higher drug prices while at the same time taking jobs out of the U.S. Bring jobs back & LOWER PRICES!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 14, 2017 Kevin Plank, frá Under Armour, sagðist enn ætla að vinna að bandarískri framleiðslu. Fyrirtækið snerist þó um nýsköpun og íþróttir. Ekki stjórnmál. Þannig ætlaði fyrirtækið áfram að vinna að því að bæta bandaríska framleiðslu. Hann hætti í ráðinu til að einbeita sér að því að hvetja og sameina fólk í gegnum íþróttir. Samkvæmt Reuters varð Plank fyrir gagnrýni frá nokkrum af skærustu stjörnum Under Armour í fyrra fyrir stuðning sinn við Donald Trump.I love our country & company. I am stepping down from the council to focus on inspiring & uniting through power of sport. - CEO Kevin Plank pic.twitter.com/8YvndJMjj1— Under Armour (@UnderArmour) August 15, 2017 Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 „Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Æðstu yfirmenn fyrirtækjanna Intel Corp, Merck & Co Inc og Under Armour Inc, hafa hætt í ráðgjafaráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um bandaríska framleiðslu. Það gerðu þeir vegna viðbragða forsetans við ástandinu í Charlottesvilli í Virginíu um helgina. Brian Krzanich, frá Intel, sagðist hafa hætt til að beina athygli að því að eitrað andrúmsloft stjórnmála hafi leitt til þess að erfitt hafi verið að takast á við alvarleg mál. Í bloggfærslu nefndi hann meðal annars fjölgun framleiðslustarfa í Bandaríkjunum og ofbeldið í Charlottesville. „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér,“ sagði Krzanich. „Við ættum að heiðra, ekki ráðast gegn, þá sem eru tilbúnir til að standa fyrir jafnrétti og öðrum gildum sem Bandaríkjamönnum þykir vænt um. Ég vona að þetta breytist og ég er verð tilbúinn til að þjóna þegar það gerist.“ Kenneth Fraizer, frá Merck, segist hafa hætt í ráðgjafaráðinu vegna viðbragða forsetans eftir átökin í Charlottesville. Samkvæmt Reuters sagði hann nauðsynlegt að standa gegn fordómum og öfgum.Í tilkynningu sagði Frazier að leiðtogar Bandaríkjanna yrðu að heiðra grunngildi þjóðarinnar og afneita hatri, fordómum og þjóðernishyggju. Trump virtist ekki taka vel í ákvörðun Fraizer og yfirlýsingu hans ef taka á mark á tísti forsetans um afsögnina..@Merck Pharma is a leader in higher & higher drug prices while at the same time taking jobs out of the U.S. Bring jobs back & LOWER PRICES!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 14, 2017 Kevin Plank, frá Under Armour, sagðist enn ætla að vinna að bandarískri framleiðslu. Fyrirtækið snerist þó um nýsköpun og íþróttir. Ekki stjórnmál. Þannig ætlaði fyrirtækið áfram að vinna að því að bæta bandaríska framleiðslu. Hann hætti í ráðinu til að einbeita sér að því að hvetja og sameina fólk í gegnum íþróttir. Samkvæmt Reuters varð Plank fyrir gagnrýni frá nokkrum af skærustu stjörnum Under Armour í fyrra fyrir stuðning sinn við Donald Trump.I love our country & company. I am stepping down from the council to focus on inspiring & uniting through power of sport. - CEO Kevin Plank pic.twitter.com/8YvndJMjj1— Under Armour (@UnderArmour) August 15, 2017
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 „Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
„Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40
Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00
Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00