Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokks ætla ekki að kynna sér skjöl í máli Roberts Downey Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 15:26 Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir stjórnleysi ríkja í nefndinni. Þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gengu út af fundi nefndarinnar í gær þegar kynna átti gögn í máli Roberts Downey. Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur ákveðið að kynna sér þau gögn í máli Roberts Downey sem nefndin hefur til umfjöllunnar. Það eru því einungis fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem ætla sér ekki að kynna sér gögnin. Meirihluti nefndarinnar, að frátöldum formanni nefndarinnar Brynjari Níelssyni, gekk út af fundi hennar í gær áður en meðmælabréf í máli Roberts voru lögð fram í trúnaði. Björt framtíð á engan fulltrúa í nefndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, utan Brynjars, eru Hildur Sverrisdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson og Haraldur Benediktsson. „Uppreist æru og mál Róbert Downey hefur vakið mikla umræðu og athygli. Er það ekki að ósekju. Kastljósinu hefur verið beint að gömlum reglum og stjórnsýsluhefð og í ljós hefur komið að hvort tveggja stenst ekki tímans tönn og þær kröfur sem gera verður til sanngirni, réttlætis og gagnsæis. Um þetta eru flestir, ef ekki allir, sammála,“ skrifar Jón Steindór á Facebook síðu sinni. Hann segir að Þingmenn Viðreisnar muni taka þessar reglur til heildarendurskoðunar og færa til nútímahorfs. Sjá einnig: Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni „Það verkefni ætti að geta unnist hratt og vel í góðri sátt á Alþingi enda málið ekki í eðli sínu þannig að flokkapólitík eigi að tefja fyrir.“ „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins hefur haft þessi mál til skoðunar af gefnu tilefni sem er mál Róberts Downey. Sjálfur sit ég í þeirri nefnd en gat ekki sótt síðasta fund. Af fréttum að dæma og þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér fór sá fundur ekki eins og best verður á kosið og er það miður. Málið má ekki detta í farveg pólitískra skylminga og deilna sem færir umræðuna frá kjarna máls. Þeir sem líða vegna brota Róberts og annarra af svipuðu sauðahúsi eiga það ekki skilið.“ Hann segir að í ljósi þess muni hann óska eftir því á næsta fundi nefndarinnar að fá aðgang að öllum gögnum málsins og ætli að kynna sér þau til hlítar. „Þannig tel ég mig, að vel ígrunduðu máli, best fá fast land undir fætur til frekari umfjöllunar um málið.“ Uppreist æru Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur ákveðið að kynna sér þau gögn í máli Roberts Downey sem nefndin hefur til umfjöllunnar. Það eru því einungis fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem ætla sér ekki að kynna sér gögnin. Meirihluti nefndarinnar, að frátöldum formanni nefndarinnar Brynjari Níelssyni, gekk út af fundi hennar í gær áður en meðmælabréf í máli Roberts voru lögð fram í trúnaði. Björt framtíð á engan fulltrúa í nefndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, utan Brynjars, eru Hildur Sverrisdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson og Haraldur Benediktsson. „Uppreist æru og mál Róbert Downey hefur vakið mikla umræðu og athygli. Er það ekki að ósekju. Kastljósinu hefur verið beint að gömlum reglum og stjórnsýsluhefð og í ljós hefur komið að hvort tveggja stenst ekki tímans tönn og þær kröfur sem gera verður til sanngirni, réttlætis og gagnsæis. Um þetta eru flestir, ef ekki allir, sammála,“ skrifar Jón Steindór á Facebook síðu sinni. Hann segir að Þingmenn Viðreisnar muni taka þessar reglur til heildarendurskoðunar og færa til nútímahorfs. Sjá einnig: Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni „Það verkefni ætti að geta unnist hratt og vel í góðri sátt á Alþingi enda málið ekki í eðli sínu þannig að flokkapólitík eigi að tefja fyrir.“ „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins hefur haft þessi mál til skoðunar af gefnu tilefni sem er mál Róberts Downey. Sjálfur sit ég í þeirri nefnd en gat ekki sótt síðasta fund. Af fréttum að dæma og þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér fór sá fundur ekki eins og best verður á kosið og er það miður. Málið má ekki detta í farveg pólitískra skylminga og deilna sem færir umræðuna frá kjarna máls. Þeir sem líða vegna brota Róberts og annarra af svipuðu sauðahúsi eiga það ekki skilið.“ Hann segir að í ljósi þess muni hann óska eftir því á næsta fundi nefndarinnar að fá aðgang að öllum gögnum málsins og ætli að kynna sér þau til hlítar. „Þannig tel ég mig, að vel ígrunduðu máli, best fá fast land undir fætur til frekari umfjöllunar um málið.“
Uppreist æru Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira