Everton og Swansea búin að semja um kaupverð: Gylfi í læknisskoðun í fyrramálið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. ágúst 2017 19:22 Gylfi Þór Sigurðsson. vísir/getty Everton og Swansea hafa gengið frá samkomulagi um kaupverð á Gylfa Þór Sigurðssyni. Hann gengst undir læknisskoðun hjá Everton í fyrramálið. Þetta herma heimildir Vísis. Gylfi hefur verið undir smásjá Everton síðustu vikur og mánuði en Swansea hefur nú þegar hafnað tveimur tilboðum frá Everton í íslenska landsliðsmanninn. Aðilar hafa hins vegar rætt saman í vikunni og komust að samkomulagi um kaupverð í kvöld. Samkvæmt heimildum Vísis nemur kaupverðið rúmum 40 milljónum punda. Everton greiðir langstærstan hluta kaupverðsins strax en afganginn þegar Gylfi uppfyllir ákveðin samningsatriði. Ljóst er að Gylfi verður með þessu langdýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar. Hann er 27 ára og á að baki 50 leiki með íslenska landsliðinu og hefur skorað í þeim fimmtán mörk. Gylfi Þór er lykilmaður í íslenska landsliðinu sem fór í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi og er á toppi síns riðils í undankeppni HM 2018 ásamt Króatíu. Everton ætlar sér stóra hluti á leiktíðinni en liðið hefur styrkt leikmannahóp sinn mikið í sumar, þrátt fyrir að hafa selt framherjann Romelu Lukaku til Manchester United. Wayne Rooney sneri aftur til Everton, uppeldisfélagsins, og félagið festi einnig kaup á Davy Klaassen, Michael Keane, Sandro Ramirez og Henry Onyekuru. Everton vann um helgina Stoke, 1-0, í fyrstu umferð nýs tímabils í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði sigurmark liðsins. Gylfi hóf atvinnumannaferilinn hjá Reading en hefur einnig leikið með Hoffenheim og Tottenham, auk þess sem hann á láni hjá Shrewsbury og Crewe snemma á ferlinum. Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00 Gylfi sagður vera kominn með annan fótinn til Everton Everton og Swansea eru sögð vera svo gott sem búin að ná samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Þór Sigurðssyni. 15. ágúst 2017 11:21 Gylfi spilar ekki með Swansea um helgina | Clement býst við því að hann fari Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur nú gefið það út opinberlega að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verði ekki í leikmannahóp liðsins í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. 10. ágúst 2017 13:00 Ronald Koeman um Gylfa: Við erum ekki að flýta okkur Bæði knattspyrnustjóri Swansea City, Paul Clement, og knattspyrnustjóri Everton, Ronald Koeman, tjáðu sig í dag um stöðuna á viðræðum Everton og Swansea um kaup á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. 10. ágúst 2017 13:26 Clement: Félagið í limbói út af Gylfa Segir að staðan sem upp sé komin sé pirrandi. 11. ágúst 2017 07:30 Clement segir félögin nálægt samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, var spurður um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea, eftir 0-0 jafntefli gegn Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 12. ágúst 2017 17:15 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Everton og Swansea hafa gengið frá samkomulagi um kaupverð á Gylfa Þór Sigurðssyni. Hann gengst undir læknisskoðun hjá Everton í fyrramálið. Þetta herma heimildir Vísis. Gylfi hefur verið undir smásjá Everton síðustu vikur og mánuði en Swansea hefur nú þegar hafnað tveimur tilboðum frá Everton í íslenska landsliðsmanninn. Aðilar hafa hins vegar rætt saman í vikunni og komust að samkomulagi um kaupverð í kvöld. Samkvæmt heimildum Vísis nemur kaupverðið rúmum 40 milljónum punda. Everton greiðir langstærstan hluta kaupverðsins strax en afganginn þegar Gylfi uppfyllir ákveðin samningsatriði. Ljóst er að Gylfi verður með þessu langdýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar. Hann er 27 ára og á að baki 50 leiki með íslenska landsliðinu og hefur skorað í þeim fimmtán mörk. Gylfi Þór er lykilmaður í íslenska landsliðinu sem fór í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi og er á toppi síns riðils í undankeppni HM 2018 ásamt Króatíu. Everton ætlar sér stóra hluti á leiktíðinni en liðið hefur styrkt leikmannahóp sinn mikið í sumar, þrátt fyrir að hafa selt framherjann Romelu Lukaku til Manchester United. Wayne Rooney sneri aftur til Everton, uppeldisfélagsins, og félagið festi einnig kaup á Davy Klaassen, Michael Keane, Sandro Ramirez og Henry Onyekuru. Everton vann um helgina Stoke, 1-0, í fyrstu umferð nýs tímabils í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði sigurmark liðsins. Gylfi hóf atvinnumannaferilinn hjá Reading en hefur einnig leikið með Hoffenheim og Tottenham, auk þess sem hann á láni hjá Shrewsbury og Crewe snemma á ferlinum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00 Gylfi sagður vera kominn með annan fótinn til Everton Everton og Swansea eru sögð vera svo gott sem búin að ná samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Þór Sigurðssyni. 15. ágúst 2017 11:21 Gylfi spilar ekki með Swansea um helgina | Clement býst við því að hann fari Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur nú gefið það út opinberlega að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verði ekki í leikmannahóp liðsins í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. 10. ágúst 2017 13:00 Ronald Koeman um Gylfa: Við erum ekki að flýta okkur Bæði knattspyrnustjóri Swansea City, Paul Clement, og knattspyrnustjóri Everton, Ronald Koeman, tjáðu sig í dag um stöðuna á viðræðum Everton og Swansea um kaup á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. 10. ágúst 2017 13:26 Clement: Félagið í limbói út af Gylfa Segir að staðan sem upp sé komin sé pirrandi. 11. ágúst 2017 07:30 Clement segir félögin nálægt samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, var spurður um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea, eftir 0-0 jafntefli gegn Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 12. ágúst 2017 17:15 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00
Gylfi sagður vera kominn með annan fótinn til Everton Everton og Swansea eru sögð vera svo gott sem búin að ná samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Þór Sigurðssyni. 15. ágúst 2017 11:21
Gylfi spilar ekki með Swansea um helgina | Clement býst við því að hann fari Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur nú gefið það út opinberlega að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verði ekki í leikmannahóp liðsins í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. 10. ágúst 2017 13:00
Ronald Koeman um Gylfa: Við erum ekki að flýta okkur Bæði knattspyrnustjóri Swansea City, Paul Clement, og knattspyrnustjóri Everton, Ronald Koeman, tjáðu sig í dag um stöðuna á viðræðum Everton og Swansea um kaup á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. 10. ágúst 2017 13:26
Clement: Félagið í limbói út af Gylfa Segir að staðan sem upp sé komin sé pirrandi. 11. ágúst 2017 07:30
Clement segir félögin nálægt samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, var spurður um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea, eftir 0-0 jafntefli gegn Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 12. ágúst 2017 17:15