Breiðablik og FH fá 72 milljónir vegna sölu Gylfa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. ágúst 2017 10:15 Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu með Swansea. Vísir/Getty Þegar Gylfi Þór Sigurðsson gengur í raðir Everton munu íslensku félögin sem hann spilaði með fá uppeldisbætur sem nema samtals tæpum 72 milljónum króna, miðað við gengi dagsins. Kaupverð Gylfa hefur ekki verið gefið upp en enskir fjölmiðlar telja það vera um 45 milljónir punda. Samkvæmt heimildum Vísis greiðir Everton um 40 milljónir strax en afganginn þegar Gylfi hefur uppfyllt ákveðin skilyrði samningsins. Miðað við 40 milljóna punda grunnkaupverð og gengi dagsins í dag fær Breiðabliki rúmar 42 milljónir í sinn hlut og FH tæpar 30 milljónir. Gylfi Þór spilaði í yngri flokkum FH en skipti yfir í Breiðablik árið 2003, þá á þrettánda aldursári. Hann var í Kópavoginum í tvö ár og átta mánuði, uns hann samdi við Reading í október 2005. Gylfi Þór var þá nýorðinn sextán ára. Samkvæmt heimildum Vísis fær Breiðablik 0,75 prósent af kaupverði Gylfa Þórs í sinn hlut en FH 0,53 prósent. Þess ber að geta að uppeldisbætur eru greiddar út í hvert sinn sem að leikmaður hefur félagaskipti á milli knattspyrnusambanda, en Gylfi er nú að fara frá Swansea, sem er undir knattspyrnusambandi Wales, til þess enska. Reading fær langmest í sinn hlut af uppeldisbótunum, um 142 milljónir króna. Hoffenheim fær 51 milljón og Tottenham 13 milljónir. Útreikning á hvernig uppeldisbætur skiptast á milli félaga má sjá á heimasíðu FIFA. Gylfi Þór mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá Everton og líklegt er að hann verði kynntur sem nýr leikmaður liðsins innan skamms.Svona skiptast uppeldisbætur Gylfa Þórs: FH: 0,53% Breiðablik: 0,75% Reading: 2,54% Hoffenheim: 0,92% Tottenham: 0,24% Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00 „Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17 Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00 Ísland og 25 ára saga ensku úrvalsdeildarinnar Enska úrvalsdeildin fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og það er því ekki úr vegi að skoða þátttöku íslenskra knattspyrnumanna í deildinni á þessum aldarfjórðungi. 11. ágúst 2017 06:30 Everton og Swansea búin að semja um kaupverð: Gylfi í læknisskoðun í fyrramálið Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga til liðs við Everton í ensku úrvalsdeildinni. 15. ágúst 2017 19:22 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Þegar Gylfi Þór Sigurðsson gengur í raðir Everton munu íslensku félögin sem hann spilaði með fá uppeldisbætur sem nema samtals tæpum 72 milljónum króna, miðað við gengi dagsins. Kaupverð Gylfa hefur ekki verið gefið upp en enskir fjölmiðlar telja það vera um 45 milljónir punda. Samkvæmt heimildum Vísis greiðir Everton um 40 milljónir strax en afganginn þegar Gylfi hefur uppfyllt ákveðin skilyrði samningsins. Miðað við 40 milljóna punda grunnkaupverð og gengi dagsins í dag fær Breiðabliki rúmar 42 milljónir í sinn hlut og FH tæpar 30 milljónir. Gylfi Þór spilaði í yngri flokkum FH en skipti yfir í Breiðablik árið 2003, þá á þrettánda aldursári. Hann var í Kópavoginum í tvö ár og átta mánuði, uns hann samdi við Reading í október 2005. Gylfi Þór var þá nýorðinn sextán ára. Samkvæmt heimildum Vísis fær Breiðablik 0,75 prósent af kaupverði Gylfa Þórs í sinn hlut en FH 0,53 prósent. Þess ber að geta að uppeldisbætur eru greiddar út í hvert sinn sem að leikmaður hefur félagaskipti á milli knattspyrnusambanda, en Gylfi er nú að fara frá Swansea, sem er undir knattspyrnusambandi Wales, til þess enska. Reading fær langmest í sinn hlut af uppeldisbótunum, um 142 milljónir króna. Hoffenheim fær 51 milljón og Tottenham 13 milljónir. Útreikning á hvernig uppeldisbætur skiptast á milli félaga má sjá á heimasíðu FIFA. Gylfi Þór mun í dag gangast undir læknisskoðun hjá Everton og líklegt er að hann verði kynntur sem nýr leikmaður liðsins innan skamms.Svona skiptast uppeldisbætur Gylfa Þórs: FH: 0,53% Breiðablik: 0,75% Reading: 2,54% Hoffenheim: 0,92% Tottenham: 0,24%
Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00 „Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17 Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00 Ísland og 25 ára saga ensku úrvalsdeildarinnar Enska úrvalsdeildin fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og það er því ekki úr vegi að skoða þátttöku íslenskra knattspyrnumanna í deildinni á þessum aldarfjórðungi. 11. ágúst 2017 06:30 Everton og Swansea búin að semja um kaupverð: Gylfi í læknisskoðun í fyrramálið Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga til liðs við Everton í ensku úrvalsdeildinni. 15. ágúst 2017 19:22 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00
„Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17
Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00
Ísland og 25 ára saga ensku úrvalsdeildarinnar Enska úrvalsdeildin fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og það er því ekki úr vegi að skoða þátttöku íslenskra knattspyrnumanna í deildinni á þessum aldarfjórðungi. 11. ágúst 2017 06:30
Everton og Swansea búin að semja um kaupverð: Gylfi í læknisskoðun í fyrramálið Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga til liðs við Everton í ensku úrvalsdeildinni. 15. ágúst 2017 19:22