Frábiðja sér tugi nýrra íbúða í Fossvogsdalinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Ráðgert er að byggja hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða rétt vestan við Landspítalann í Fossvogi. vísir/ernir „Við getum ómöguleg séð að það geti gengið upp að troða öllum þessum íbúðum á þennan litla blett. Vegurinn annar varla bílaumferðinni við núverandi ástand, við getum ekki séð hvernig í ósköpunum hann ætti að anna umferð eftir breytingar og teljum slysahættu verða óboðlega mikla,“ segir í athugasemd fjölskyldu sem býr að Skógarvegi 14 um tillögu að breyttu deiliskipulagi á götunni. Tillaga um breytingar á deiluskipulagi að Sléttuvegi 25-27 og Skógarvegi 4-10 í Fossvogsdal liggur fyrir skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að þar rísi á næstunni hjúkrunarheimili, auk leiguíbúða og þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða. Reykjavíkurborg hefur samið við Hrafnistu um rekstur heimilisins sem einnig vill reka þar leiguíbúðirnar og þjónustumiðstöðina. Breytt tillaga að deiluskipulagi felur í sér að heildarfjöldi íbúðaeininga verði allt að 289 í stað 212 íbúða sem ákveðið hafði verið í fyrra deiluskipulagi. Þar af verði 99 rými í hjúkrunarheimilinu. Á móti kemur að gert er ráð fyrir að hver íbúð verður minni en áður var ráðgert. Þá er gert ráð fyrir því að fyrirhuguð þjónustumiðstöð verði 1.900 fermetrar en ekki 5.000 eins og ráðgert var í fyrra deiliskipulagi. Þessar breytingar sætta íbúar á Sléttuvegi og Skógarvegi sig ekki við og áður en frestur til að skila athugasemd rann upp höfðu fjórtán einstaklingar, eða fjölskyldur, gert alvarlegar athugasemdir. „Með svona heimilum fylgja rosalega margir bílar sem er bara ekki hægt. Auðvitað er gott að fá gamla fólkið og það er bara fínt. En það er leiðinlegt að það þurfi að auka byggingamagn svona svakalega mikið,“ segir Kjartan Freyr Kjartansson, sem er formaður húsfélagsins við Skógarveg 12-14. Hann segir alla íbúa í húsinu vera sammála um að breytingin sé eitthvað sem ekki sé hægt að sætta sig við. Kjartan Freyr segir við Fréttablaðið að nú þegar vanti heilmörg bílastæði á svæðið og ástandið verði hálfu verra ef byggt yrði samkvæmt nýju tillögunni að deiliskipulaginu. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
„Við getum ómöguleg séð að það geti gengið upp að troða öllum þessum íbúðum á þennan litla blett. Vegurinn annar varla bílaumferðinni við núverandi ástand, við getum ekki séð hvernig í ósköpunum hann ætti að anna umferð eftir breytingar og teljum slysahættu verða óboðlega mikla,“ segir í athugasemd fjölskyldu sem býr að Skógarvegi 14 um tillögu að breyttu deiliskipulagi á götunni. Tillaga um breytingar á deiluskipulagi að Sléttuvegi 25-27 og Skógarvegi 4-10 í Fossvogsdal liggur fyrir skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að þar rísi á næstunni hjúkrunarheimili, auk leiguíbúða og þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða. Reykjavíkurborg hefur samið við Hrafnistu um rekstur heimilisins sem einnig vill reka þar leiguíbúðirnar og þjónustumiðstöðina. Breytt tillaga að deiluskipulagi felur í sér að heildarfjöldi íbúðaeininga verði allt að 289 í stað 212 íbúða sem ákveðið hafði verið í fyrra deiluskipulagi. Þar af verði 99 rými í hjúkrunarheimilinu. Á móti kemur að gert er ráð fyrir að hver íbúð verður minni en áður var ráðgert. Þá er gert ráð fyrir því að fyrirhuguð þjónustumiðstöð verði 1.900 fermetrar en ekki 5.000 eins og ráðgert var í fyrra deiliskipulagi. Þessar breytingar sætta íbúar á Sléttuvegi og Skógarvegi sig ekki við og áður en frestur til að skila athugasemd rann upp höfðu fjórtán einstaklingar, eða fjölskyldur, gert alvarlegar athugasemdir. „Með svona heimilum fylgja rosalega margir bílar sem er bara ekki hægt. Auðvitað er gott að fá gamla fólkið og það er bara fínt. En það er leiðinlegt að það þurfi að auka byggingamagn svona svakalega mikið,“ segir Kjartan Freyr Kjartansson, sem er formaður húsfélagsins við Skógarveg 12-14. Hann segir alla íbúa í húsinu vera sammála um að breytingin sé eitthvað sem ekki sé hægt að sætta sig við. Kjartan Freyr segir við Fréttablaðið að nú þegar vanti heilmörg bílastæði á svæðið og ástandið verði hálfu verra ef byggt yrði samkvæmt nýju tillögunni að deiliskipulaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira