Samúel Friðjónsson sat allan leikinn á bekknum í dag þegar lið hans Vålerenga sótir Lillestrøm heim í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Lillestrøm komst í forystu strax á 9. mínútu þegar Norðmaðurinn Frode Kippe skoraði mark. Christian Grindheim jafnaði fyrir Vålerenga á 29. mínútu áður en Nígeríumaðurinn Ifeanyi Matthew kom Lillestrøm aftur yfir tveimur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks.
Ekkert mark var skorað í seinni háfleik og tók Lillestrøm öll stigin þrjú sem í boði voru.
Eftir leikinn fer Lillestrøm upp í 7. sæti deildarinnar en Vålerenga dettur niður í 12. sæti. Pakkinn í miðju deildarinnar er mjög þéttur, en aðeins sjö stig eru á milli liðsins í 5. sæti og því 13.
Samúel vermdi tréverkið í tapi Vålerenga

Mest lesið


Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens
Enski boltinn

„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn




Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Íslenski boltinn



Schumacher orðinn afi
Formúla 1