Ennþá góð bleikjuveiði á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2017 10:00 Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Einhverjir veiðimenn höfðu orð á því í byrjun júní að það væri áhyggjuefni hvað lítið af bleikju væri að veiðast en það er óhætt að segja að áhyggjur af minni bleikju í vatninu virðast ekki eiga við rök að styðjast. Það er alla vega sú tilfinning sem vanir veiðimenn við vatnið hafa því það hefur verið að veiðast vel af bleikju þá daga sem viðrar til veiða. Fyrir landi þjóðgarðsins hafa margir gert ágæta veiði uppá síðkastið og ekki er óalgengt að góðir veiðimenn séu að fá 5-10 bleikjur hluta úr degi. Sem fyrr gefa morgnarnir bestu veiðina sem og kvöldin og þá helst litlar svartar púpur á löngum taum á mjög hægum inndrætti. Sem fyrr eru vinsælir veiðistaðir oft þaulsetnir en það má þó finna bleikju víðar en það sem merktir veiðistaðir eru. Það hefur til dæmis reynst mörgum vel að leggja við bílastæðin en ganga með fram vatninu og leita að bleikju og þetta á sérstaklega við á þessum árstíma þegar bleikjan kemur afar nálægt landi. Bleikjan sést mjög vel þegar hún kemur upp á grynningarnar og þá er best að kasta vel fyrir framan hana og reyna að fara eins varlega að henni og kostur er. Þeir sem kunna á þetta eru að veiða vel og þá er bara fyrir þá sem eru að byrja að gera það sem skilar vönum mönnum góðri veiði. Mest lesið 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Mikið líf í Ölfusárósnum Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Elliðavatn opnar á morgun Veiði Veiðimenn þurfa að búa sig vel næstu daga Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði 800 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Lokatölur komnar úr flestum laxveiðiánum Veiði
Einhverjir veiðimenn höfðu orð á því í byrjun júní að það væri áhyggjuefni hvað lítið af bleikju væri að veiðast en það er óhætt að segja að áhyggjur af minni bleikju í vatninu virðast ekki eiga við rök að styðjast. Það er alla vega sú tilfinning sem vanir veiðimenn við vatnið hafa því það hefur verið að veiðast vel af bleikju þá daga sem viðrar til veiða. Fyrir landi þjóðgarðsins hafa margir gert ágæta veiði uppá síðkastið og ekki er óalgengt að góðir veiðimenn séu að fá 5-10 bleikjur hluta úr degi. Sem fyrr gefa morgnarnir bestu veiðina sem og kvöldin og þá helst litlar svartar púpur á löngum taum á mjög hægum inndrætti. Sem fyrr eru vinsælir veiðistaðir oft þaulsetnir en það má þó finna bleikju víðar en það sem merktir veiðistaðir eru. Það hefur til dæmis reynst mörgum vel að leggja við bílastæðin en ganga með fram vatninu og leita að bleikju og þetta á sérstaklega við á þessum árstíma þegar bleikjan kemur afar nálægt landi. Bleikjan sést mjög vel þegar hún kemur upp á grynningarnar og þá er best að kasta vel fyrir framan hana og reyna að fara eins varlega að henni og kostur er. Þeir sem kunna á þetta eru að veiða vel og þá er bara fyrir þá sem eru að byrja að gera það sem skilar vönum mönnum góðri veiði.
Mest lesið 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Mikið líf í Ölfusárósnum Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Elliðavatn opnar á morgun Veiði Veiðimenn þurfa að búa sig vel næstu daga Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði 800 urriðar á land á ION svæðinu Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Lokatölur komnar úr flestum laxveiðiánum Veiði