Síðasti séns á Daða Frey í sumar Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. ágúst 2017 10:00 Daði Freyr heldur til Kambódíu þar sem hann mun taka upp internetþætti ásamt kærustunni. Mynd/Pétur Einarsson „Það verður eitthvað rosalegt. Ég er mjög spenntur fyrir því. Ég myndi ekki segja að ég væri mikill Þjóðhátíðarmaður – ég hef aldrei farið, eða jú, ég spilaði árið 2012 með hljómsveitinni Retrobot en við vorum farnir aftur daginn eftir að spila í Reykjavík. Nú er ég að spila á Innipúkanum á laugardeginum þannig að ég næ ekki að mæta fyrr en á sunnudag. Ég verð bara að taka laugardaginn einhvern tímann seinna,“ segir Daði Freyr, tónsmiður (eins og hann titlar sig í símaskránni) og Eurovisionstjarna, um það að spila á Þjóðhátíð, en hann hefur, algjörlega óvænt, átt ansi viðburðaríkt sumar.Þú hefur verið bókstaflega alls staðar, er það ekki? „Jú, það er búið að vera svolítið að gera hjá mér. En ég fer alveg að hætta því – ég er að fara aftur til Berlínar eftir eina viku. Sumarið er búið að vera mjög gott. Ég hef spilað held ég 23 gigg allt í allt síðasta einn og hálfan mánuðinn. Nú er ég alveg tilbúinn að koma mér aftur út að vinna í nýrri músík.“Er það plata? „Ég er að vinna allavega í einni plötu fyrir sjálfan mig. Síðan er það eitt og annað sem verður að fá að koma í ljós síðar.“Þannig að næsta sumar verður kannski enn meira sturlað hjá þér, að fylgja nýrri plötu eftir?„Vonandi. Annars er ég að fara til Kambódíu í desember og verð þar í hálft ár með kærustunni að búa til internetþætti – það gæti jafnvel verið að ég verði lengur þar og bara í Asíu eitthvað, það er ekki alveg komið á hreint. Við ætlum að taka upp eitthvert blogg og vera með tónlistartengda þætti, skoða mannlífið og leyfa fólki að fylgjast með því. Við eigum svolítið eftir að komast að því hvernig þetta á eftir að vera því að það er enn þá svolítið langt í þetta. Þetta er eitthvað sem við ákváðum fyrir löngu síðan og ætluðum raunar að vera komin út núna en plönin breyttust svona aðeins eftir Eurovision,“ segir Daði Freyr og bætir við að raunar hafi það aldrei verið planið að koma til Íslands í sumar, hann hafi ætlað sér að vera bara heima fyrir í Berlín. En hann er þó alls ekki ósáttur við þessar breytingar sem fylgdu í kjölfarið á Eurovision og segir að þetta hafi verið fullkomin sumarvinna fyrir sig. Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Það verður eitthvað rosalegt. Ég er mjög spenntur fyrir því. Ég myndi ekki segja að ég væri mikill Þjóðhátíðarmaður – ég hef aldrei farið, eða jú, ég spilaði árið 2012 með hljómsveitinni Retrobot en við vorum farnir aftur daginn eftir að spila í Reykjavík. Nú er ég að spila á Innipúkanum á laugardeginum þannig að ég næ ekki að mæta fyrr en á sunnudag. Ég verð bara að taka laugardaginn einhvern tímann seinna,“ segir Daði Freyr, tónsmiður (eins og hann titlar sig í símaskránni) og Eurovisionstjarna, um það að spila á Þjóðhátíð, en hann hefur, algjörlega óvænt, átt ansi viðburðaríkt sumar.Þú hefur verið bókstaflega alls staðar, er það ekki? „Jú, það er búið að vera svolítið að gera hjá mér. En ég fer alveg að hætta því – ég er að fara aftur til Berlínar eftir eina viku. Sumarið er búið að vera mjög gott. Ég hef spilað held ég 23 gigg allt í allt síðasta einn og hálfan mánuðinn. Nú er ég alveg tilbúinn að koma mér aftur út að vinna í nýrri músík.“Er það plata? „Ég er að vinna allavega í einni plötu fyrir sjálfan mig. Síðan er það eitt og annað sem verður að fá að koma í ljós síðar.“Þannig að næsta sumar verður kannski enn meira sturlað hjá þér, að fylgja nýrri plötu eftir?„Vonandi. Annars er ég að fara til Kambódíu í desember og verð þar í hálft ár með kærustunni að búa til internetþætti – það gæti jafnvel verið að ég verði lengur þar og bara í Asíu eitthvað, það er ekki alveg komið á hreint. Við ætlum að taka upp eitthvert blogg og vera með tónlistartengda þætti, skoða mannlífið og leyfa fólki að fylgjast með því. Við eigum svolítið eftir að komast að því hvernig þetta á eftir að vera því að það er enn þá svolítið langt í þetta. Þetta er eitthvað sem við ákváðum fyrir löngu síðan og ætluðum raunar að vera komin út núna en plönin breyttust svona aðeins eftir Eurovision,“ segir Daði Freyr og bætir við að raunar hafi það aldrei verið planið að koma til Íslands í sumar, hann hafi ætlað sér að vera bara heima fyrir í Berlín. En hann er þó alls ekki ósáttur við þessar breytingar sem fylgdu í kjölfarið á Eurovision og segir að þetta hafi verið fullkomin sumarvinna fyrir sig.
Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira