Segir óþarft að elta veðrið um helgina Sæunn Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Þeir sem hyggjast njóta verslunarmannahelgarinnar í botn hafa fjöldann allan af útihátíðum til að velja úr, hvort sem þeir vilja vera í höfuðborginni að njóta Innipúkans í Kvosinni eða fara alla leið austur í Neskaupstað og upplifa Neistaflug sem hefur verið haldið síðan 1993. Fjölskylduhátíðir eru í boði víða, tónlistaruppákomur eru í hverjum landshluta og hægt er að keppa í fjölbreyttum íþróttum eins og til dæmis mýrarbolta og reiptogi. Úrval af tónleikum er sjaldan meira en um helgina, á Norðanpaunki koma til að mynda yfir fjörutíu hljómsveitir fram. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir keimlíkt útlit fyrir allt landið um helgina. „Fólk ætti ekki að þurfa að velja sér stað eftir veðri það er enginn landshluti betri hvað það varðar. Tíðindin um helgina eru aðallega að sjaldan hefur verið rólegra veður um verslunarmannahelgina en núna, vindurinn er svo hægur. Það er mjög mikilvægt fyrir þá sem ætla að vera í tjaldi til dæmis og líka þá sem ferðast með aftanívagn. Það er ekki útlit fyrir að verði vandræði vegna vinds um helgina. Það eru líka góðar fréttir fyrir siglingar til Vestmannaeyja,“ segir hann. „Það er engin sérstök hitabylgja í kortunum. Þetta er bara ágætis íslenskur sumarhiti, 10 til 15 stig, en getur farið hærra þar sem sólin nær að skína. Þetta er í kaldara lagi uppi í háloftunum. Það verður skýjað með köflum, sem sagt skýjaðra en hitt en sést samt til sólar inn á milli. Það eru líkur á skúrum um allt landið og mestar líkur á þeim síðdegis,“ segir Teitur. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Þeir sem hyggjast njóta verslunarmannahelgarinnar í botn hafa fjöldann allan af útihátíðum til að velja úr, hvort sem þeir vilja vera í höfuðborginni að njóta Innipúkans í Kvosinni eða fara alla leið austur í Neskaupstað og upplifa Neistaflug sem hefur verið haldið síðan 1993. Fjölskylduhátíðir eru í boði víða, tónlistaruppákomur eru í hverjum landshluta og hægt er að keppa í fjölbreyttum íþróttum eins og til dæmis mýrarbolta og reiptogi. Úrval af tónleikum er sjaldan meira en um helgina, á Norðanpaunki koma til að mynda yfir fjörutíu hljómsveitir fram. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir keimlíkt útlit fyrir allt landið um helgina. „Fólk ætti ekki að þurfa að velja sér stað eftir veðri það er enginn landshluti betri hvað það varðar. Tíðindin um helgina eru aðallega að sjaldan hefur verið rólegra veður um verslunarmannahelgina en núna, vindurinn er svo hægur. Það er mjög mikilvægt fyrir þá sem ætla að vera í tjaldi til dæmis og líka þá sem ferðast með aftanívagn. Það er ekki útlit fyrir að verði vandræði vegna vinds um helgina. Það eru líka góðar fréttir fyrir siglingar til Vestmannaeyja,“ segir hann. „Það er engin sérstök hitabylgja í kortunum. Þetta er bara ágætis íslenskur sumarhiti, 10 til 15 stig, en getur farið hærra þar sem sólin nær að skína. Þetta er í kaldara lagi uppi í háloftunum. Það verður skýjað með köflum, sem sagt skýjaðra en hitt en sést samt til sólar inn á milli. Það eru líkur á skúrum um allt landið og mestar líkur á þeim síðdegis,“ segir Teitur.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira