Enski boltinn

Noble reyndi að lokka Gylfa til West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Noble og Gylfi eigast hér við.
Noble og Gylfi eigast hér við. Vísir/Getty
Enn er beðið þess að staðfesting berist á því að Gylfi Þór Sigurðsson verði leikmaður Everton eins og allt bendir til þessa dagana.

Þeir Mark Noble, fyrirliði West Ham, og Kyle Walker, leikmaður Manchester City voru spurðir út í Gylfa fyrir leik æfingaleik liðanna hér á landi.

„Mér finnst hann frábær leikmaður. Toppleikmaður og ég hef spilað margoft gegn honum,“ sagði Noble sem rifjaði upp sögu af honum þegar West Ham var að vinna Swansea, 4-1, á síðasta tímabili.

„Ég veit ekki hvort ég megi segja frá þessu en ég sagði við hann - Gylfi, viltu koma til West Ham. Við gátum hlegið að þessu en hann var auðvitað ekkert allt of kátur miðað við stöðuna í leiknum,“ sagði hann.

„Það er alveg ljóst að það er sama hvaða félag það er sem fær hann, það er að fá algeran toppleikmann.“

Kyle Walker, var samherji Gylfa hjá Tottenham á sínum tíma og bar honum vel söguna.

„Fyrst og fremst, þvílíkur maður. Mjög auðvelt að umgangast hann, afar auðmjúkur og jarðbundinn. Hæfileikar hans inni á vellinum tala svo sínu máli, hann er frábær leikmaður.“

„Vinnusemi hans og dugnaður er fyrsta flokks. Ég óska honum alls hins besta, sama hvað hann ákveður að gera.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×