Vill að verslunarmenn hætti að vinna á frídegi Sæunn Gísladóttir skrifar 5. ágúst 2017 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill veita auka frídag. vísir/stefán „Þetta er að mínu mati dapurleg þróun. Álag á verslunarmenn er mjög mikið. Þetta eru langir vinnudagar. Grunnhugmyndin upprunalega árið 1894 var frídagur verslunarmanna. Mér hefur alltaf fundist sárt að horfa upp á það hve margir eru að vinna á þessum degi sem ættu að vera í fríi,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Á mánudaginn rennur upp frídagur verslunarmanna og er þessi helgi stærsta ferðahelgi ársins. Sökum anna hjá verslunum eru margir verslunarmenn við störf um helgina og á mánudag. Ragnar vill reyna að finna einhverjar lausnir svo verslunarfólk fái eitthvert frí og einhverja hvíld gegn vinnu á þessum degi. Hann segist ætla að reyna að koma með hugmyndir í þá áttina fyrir næstu kjarasamninga. „Miðað við breyttar aðstæður á smásölumarkaði og kröfuna um að komast í búð öllum stundum velti ég fyrir mér hvort hægt sé að finna leiðir til að fólk ávinni sér auka frídag fyrir vinnu á þessum degi. Að það fái einhvers konar frí á móti,“ segir Ragnar. „Mér finnst vera skylda okkar hjá VR að leita allra leiða til að fara aftur í grunninn og reyna að koma með einhverjar hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga til þess fyrst og fremst að tryggja að fólk fái frí sitt, annaðhvort mánudaginn eftir eða sem viðbót við aðra orlofsdaga. Fleiri hugmyndir eru vel þegnar af því að við erum að þróast í þá átt að smásöluverslun er að breytast alveg gríðarlega og við þurfum auðvitað líka að þróa okkur. Það eru hlutir sem hafa verið einhverjar hefðir fyrir en eru barn síns tíma þegar lengra sækir. Þessi frídagur hefur þróast mjög mikið. Þróast í að verða stærsta ferðahátíð ársins með tilheyrandi hátíðahöldum,“ segir Ragnar. Aðrir formenn hafa þreifað fyrir sér með svona hugmyndum og vill Ragnar Þór halda þeim á lofti. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
„Þetta er að mínu mati dapurleg þróun. Álag á verslunarmenn er mjög mikið. Þetta eru langir vinnudagar. Grunnhugmyndin upprunalega árið 1894 var frídagur verslunarmanna. Mér hefur alltaf fundist sárt að horfa upp á það hve margir eru að vinna á þessum degi sem ættu að vera í fríi,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Á mánudaginn rennur upp frídagur verslunarmanna og er þessi helgi stærsta ferðahelgi ársins. Sökum anna hjá verslunum eru margir verslunarmenn við störf um helgina og á mánudag. Ragnar vill reyna að finna einhverjar lausnir svo verslunarfólk fái eitthvert frí og einhverja hvíld gegn vinnu á þessum degi. Hann segist ætla að reyna að koma með hugmyndir í þá áttina fyrir næstu kjarasamninga. „Miðað við breyttar aðstæður á smásölumarkaði og kröfuna um að komast í búð öllum stundum velti ég fyrir mér hvort hægt sé að finna leiðir til að fólk ávinni sér auka frídag fyrir vinnu á þessum degi. Að það fái einhvers konar frí á móti,“ segir Ragnar. „Mér finnst vera skylda okkar hjá VR að leita allra leiða til að fara aftur í grunninn og reyna að koma með einhverjar hugmyndir fyrir næstu kjarasamninga til þess fyrst og fremst að tryggja að fólk fái frí sitt, annaðhvort mánudaginn eftir eða sem viðbót við aðra orlofsdaga. Fleiri hugmyndir eru vel þegnar af því að við erum að þróast í þá átt að smásöluverslun er að breytast alveg gríðarlega og við þurfum auðvitað líka að þróa okkur. Það eru hlutir sem hafa verið einhverjar hefðir fyrir en eru barn síns tíma þegar lengra sækir. Þessi frídagur hefur þróast mjög mikið. Þróast í að verða stærsta ferðahátíð ársins með tilheyrandi hátíðahöldum,“ segir Ragnar. Aðrir formenn hafa þreifað fyrir sér með svona hugmyndum og vill Ragnar Þór halda þeim á lofti.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira