Enski boltinn

Lallana frá í nokkra mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Adam Lallana í leik með Liverpool.
Adam Lallana í leik með Liverpool. Vísir/Getty
Adam Lallana missir af fyrstu mánuðum nýs keppnistímabils í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa meiðst á læri í æfingaleik gegn Atletico Madrid á miðvikudag. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, staðfesti það i dag.

„Ég held að okkur sé óhætt að útiloka bæði ágúst og september fyrir Adam. Þetta eru svo sannarlega ekki þær fréttir sem við vildum fá,“ sagði Klopp.

Liverpool tapaði fyrir Atletico í umræddum leik í vítaspyrnukeppni en hann var úrslitaleikurinn í Audi-bikarnum í Þýskalandi.

Daniel Sturridge fór meiddur af velli í leik Liverpool gegn Bayern fyrr í vikunni en Klopp sagði að þau meiðsli væru ekki alvarleg.

Liðið leikur sinn síðasta æfingaleik á undirbúningstímabilinu gegn Athletic Bilbao á laugardag. Liverpool mætir svo Watford í fyrsta leik sínum á nýju tímabili þann 12. ágúst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×