Enski boltinn

Segir frammistöðu Lindelöf áhyggjuefni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Victor Lindelöf í leiknum í gær.
Victor Lindelöf í leiknum í gær. Vísir/Getty
Alan Pardew, fyrrum knattspyrnustjóri Crystal Palace, hreifst ekki af frammistöðu sænska varnarmannsins Victor Lindelöf með Manchester United í gær, er liðið tapaði fyrir Real Madrid í UEFA Super Cup í gær, 2-1.

Lindelöf gekk í raðir United frá Benfica fyrir 35 milljónir evra en United gæti þurft að greiða 10 milljónir í viðbót eftir ákveðinn tíma, ef Lindelöf spilar nógu mikið.

Svíinn þótti ekki standa sig vel með United á undirbúningstímabilinu og náði ekki að verjast Casemiro er Brasilíumaðurinn skoraði fyrra mark Real Madrid í leiknum í gær.

„United þurfti á miðverði að halda en mér fannst frammistaða hans gegn Real Madrid valda mér áhyggjum. Ég held að þetta sé erfitt fyrir hann en það er ekki jafnmikil áskorun að spila með Benfica í portúgölsku deildinni og í þeirri ensku.“

„Hann gaf ekkert af sér í leiknum gegn Real Madrid. Það verður að vera eitthvað varið í leikmenn Manchester United - það verður að vera einhver ára í kringum þá. Þetta er auðvitað bara þriðji eða fjórði leikurinn hans og hann gæti bætt sig en það verður þá að gerast fljótt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×