Golf

Fjórar milljónir söfnuðust í góðgerðarmóti Ólafíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn bregður á leik með LPGA-kylfingunum í gær.
Ólafía Þórunn bregður á leik með LPGA-kylfingunum í gær. Vísir/Ernir
Styrktarmót Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og KPMG fór fram á Leirdalsvelli, velli GKG, í gær og heppnaðist vel. Alls söfnuðust fjórar milljónir króna fyrir Barnaspítala Hringsins.

Auk Ólafíu Þórunnar mættu fjórir kylfingar af LPGA-mótaröðinni til landsins - þær Sandra Gal, Vicky Hurst, Gaby Lopez og Tiffany Joh. Lopez slasaðist þó á æfingu daginn fyrir mót og tók Valdís Þóra Jónsdóttir, keppandi á Evrópumótaröðinni, hennar stað.

21 fyrirtæki sendu þátttakendur á mótið en alls 40 sjálfboðaliðar stóðu að undirbúningi og umgjörð þess. Ólafía spilaði þrettándu holu með öllum kylfingum en nánar má lesa um mótið á heimasíðu GKG.

Næsta mót Ólafíu á LPGA-mótaröðinni verður Opna kanadaíska meistaramótið undir lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×