Þessi lína er draumur hjólreiðamannsins, en hún inniheldur hjólagalla, þröngar hjólabuxur og lambhúshettur. Skærgulur og svargrár eru litirnir sem eru hvað mest áberandi í línunni, og er hægt að fá jogging-galla í þeim litum. Nýir strigaskór eru einnig kynntir til sögunnar, en þeir heita Adidas AW Hike Lo, og koma þeir í grænu og skærbleiku.
Línan er komin í búðir í New York, en kemur formlega í búðir um allan heim þann 5. ágúst næstkomandi.







