Urriðafoss klárlega óvæntasta veiðisvæði ársins Karl Lúðvíksson skrifar 20. júlí 2017 14:00 Flottur lax af veiðisvæðinu við Urriðafoss. Tilraunaveiðin við Urriðafoss í Þjórsá hefur gengið vonum framar og þeir veiðimenn sem hafa lagt leið sína á þetta veiðisvæði gefa því toppeinkunn. Það er líklega ekkert skrítið að gefa þessu svæði góða einkunn því af þeim fréttum sem við fáum af svæðinu hefur veiðin verið góð og sumir gert afar góða daga þarna. Þetta endurspeglast líka ágætlega í veiðitölum en samtals eru komnir 538 laxar á land en það er aðeins veitt á tvær stangir svo þetta er hæsta veiði á stöng á dag á landsvísu. Sú aðferð sem hefur verið að gefa vel ólíkt því sem var gert ráð fyrir í upphafi er að veiða á flugu. Það þarf að vísu að nota sökkenda og túpu til að koma flugunni vel niður en það er svo sem veiðiaðferð sem veiðimenn við Rangárnar þekkja vel og það eru einmitt þeir sem hafa náð góðum tökum á þeirri aðferð sem veiða einna best en dæmi eru um að menn hafi sett í upp undir 30 laxa á dag. Eftirspurn eftir veiðileyfum hefur verið slík að engin leið hefur verið að anna því og þegar er farið að reyna festa sér daga á sumarvertíð 2018 enda fá svæði sem geta boðið uppá jafn marga laxa á stöng á dag ásamt því að verðið fyrir veiðileyfin var mjög aðgengilegt fyrir alla. Mest lesið Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Hvað er það sem togar erlenda veiðimenn til Íslands Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði
Tilraunaveiðin við Urriðafoss í Þjórsá hefur gengið vonum framar og þeir veiðimenn sem hafa lagt leið sína á þetta veiðisvæði gefa því toppeinkunn. Það er líklega ekkert skrítið að gefa þessu svæði góða einkunn því af þeim fréttum sem við fáum af svæðinu hefur veiðin verið góð og sumir gert afar góða daga þarna. Þetta endurspeglast líka ágætlega í veiðitölum en samtals eru komnir 538 laxar á land en það er aðeins veitt á tvær stangir svo þetta er hæsta veiði á stöng á dag á landsvísu. Sú aðferð sem hefur verið að gefa vel ólíkt því sem var gert ráð fyrir í upphafi er að veiða á flugu. Það þarf að vísu að nota sökkenda og túpu til að koma flugunni vel niður en það er svo sem veiðiaðferð sem veiðimenn við Rangárnar þekkja vel og það eru einmitt þeir sem hafa náð góðum tökum á þeirri aðferð sem veiða einna best en dæmi eru um að menn hafi sett í upp undir 30 laxa á dag. Eftirspurn eftir veiðileyfum hefur verið slík að engin leið hefur verið að anna því og þegar er farið að reyna festa sér daga á sumarvertíð 2018 enda fá svæði sem geta boðið uppá jafn marga laxa á stöng á dag ásamt því að verðið fyrir veiðileyfin var mjög aðgengilegt fyrir alla.
Mest lesið Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Hvað er það sem togar erlenda veiðimenn til Íslands Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði