Ójöfn keppni Hörður Ægisson skrifar 21. júlí 2017 06:00 Íslensk verslun stendur á tímamótum. Stærstu fyrirtækin á íslenskum smásölumarkaði – Hagar og Festi – hafa á undanförnum mánuðum og misserum gripið til aðgerða til að bregðast við vaxandi samkeppni, meðal annars með áformum um að færa út kvíarnar og ná þannig fram auknum samlegðaráhrifum. Hagar riðu á vaðið undir lok síðasta árs þegar tilkynnt var um kaup smásölurisans á Lyfju fyrir tæplega sjö milljarða. Nú er hins vegar komið í ljós, meira en átta mánuðum síðar, að þau kaup munu ekki ganga eftir. Samkeppniseftirlitið ógilti fyrr í vikunni – nokkuð óvænt – samruna félaganna með þeim rökum að Hagar hefðu „styrkt markaðsráðandi stöðu sína á dagvörumarkaði og skaðleg samþjöppun hefði orðið á þeim mörkuðum sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, ekki síst hreinlætis- og snyrtivörumarkaði“. Snyrtivörusala Lyfju, sem er aukabúgrein lyfjakeðjunnar, er því með öðrum orðum gerð að aðalatriði í niðurstöðu eftirlitsins. Það verður að teljast áhugavert. Viðbrögð á hlutabréfamarkaði við þessum tíðindum voru fremur lítil. Hlutabréfaverð Haga lækkaði aðeins lítillega en frá opnun Costco hefur það fallið um liðlega 25 prósent. Ljóst er að koma Costco – að minnsta kosti til skemmri tíma litið – hefur haft muni meiri áhrif en fjárfestar og forsvarsmenn Haga höfðu reiknað með. Þeir sváfu á verðinum. Þótt niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sé stjórnendum félagsins án efa áfall, en lögfræðiálit sem Hagar höfðu látið gera sýndu að slíkur samruni yrði að líkindum heimilaður, þá er ljóst að enn meira er undir fyrir Haga þegar kemur að kaupum félagsins á Olís. Eggert B. Ólafsson, lögmaður hjá Samkeppnisráðgjöf, telur síðustu ákvörðun eftirlitsins þó ekki gefa fyrirheit um það sem koma skal í þeim efnum. Í viðtali við Viðskiptablaðið segist hann telja líklegt að sá samruni verði leyfður – og einnig kaup N1 á Festi – en að honum verði sett „skilyrði til að stemma stigu við útilokunaráhrifum, enda eru dagvörumarkaðurinn og bensínmarkaðurinn fákeppnismarkaðir“. Sú staða sem nú er uppi á dagvörumarkaði er hins vegar um margt sérstök. Á sama tíma og Hagar teljast vera markaðsráðandi fyrirtæki, með um og yfir 50 prósent markaðshlutdeild á landsvísu, þá gildir annað um næststærsta smásölufyrirtæki heims – Costco – sem getur, kjósi það svo, selt sumar vörur sínar undir kostnaðarverði með löglegum hætti. Það má sýna þeim sjónarmiðum skilning að fyrir íslensk smásölufyrirtæki er þetta líklega ekki öfundsverð samkeppnisstaða – og við bætist að bandaríski smásölurisinn nýtur mun betri innkaupakjara í krafti stærðar sinnar. Ekki aðeins hefur innreið Costco – og bráðum H&M – gerbreytt samkeppnisumhverfi á smásölumarkað hérlendis á skömmum tíma heldur er kauphegðun neytenda einnig að taka stakkaskiptum með ört vaxandi netverslun. Sé litið til annarra ríkja, einkum og sér lagi Bandaríkjanna, er líklegt að sú þróun sé enn mjög skammt á veg komin hér á landi. Eigi íslensk fyrirtæki, sem starfa á örmarkaði, að geta mætt þessari nýju samkeppni þurfa þau að leita leiða til frekari hagræðingar, sem meðal annars hlýtur að felast í meiri samþjöppun á markaði. Samkeppniseftirlitið virðist hins vegar vera á öðru máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Íslensk verslun stendur á tímamótum. Stærstu fyrirtækin á íslenskum smásölumarkaði – Hagar og Festi – hafa á undanförnum mánuðum og misserum gripið til aðgerða til að bregðast við vaxandi samkeppni, meðal annars með áformum um að færa út kvíarnar og ná þannig fram auknum samlegðaráhrifum. Hagar riðu á vaðið undir lok síðasta árs þegar tilkynnt var um kaup smásölurisans á Lyfju fyrir tæplega sjö milljarða. Nú er hins vegar komið í ljós, meira en átta mánuðum síðar, að þau kaup munu ekki ganga eftir. Samkeppniseftirlitið ógilti fyrr í vikunni – nokkuð óvænt – samruna félaganna með þeim rökum að Hagar hefðu „styrkt markaðsráðandi stöðu sína á dagvörumarkaði og skaðleg samþjöppun hefði orðið á þeim mörkuðum sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, ekki síst hreinlætis- og snyrtivörumarkaði“. Snyrtivörusala Lyfju, sem er aukabúgrein lyfjakeðjunnar, er því með öðrum orðum gerð að aðalatriði í niðurstöðu eftirlitsins. Það verður að teljast áhugavert. Viðbrögð á hlutabréfamarkaði við þessum tíðindum voru fremur lítil. Hlutabréfaverð Haga lækkaði aðeins lítillega en frá opnun Costco hefur það fallið um liðlega 25 prósent. Ljóst er að koma Costco – að minnsta kosti til skemmri tíma litið – hefur haft muni meiri áhrif en fjárfestar og forsvarsmenn Haga höfðu reiknað með. Þeir sváfu á verðinum. Þótt niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sé stjórnendum félagsins án efa áfall, en lögfræðiálit sem Hagar höfðu látið gera sýndu að slíkur samruni yrði að líkindum heimilaður, þá er ljóst að enn meira er undir fyrir Haga þegar kemur að kaupum félagsins á Olís. Eggert B. Ólafsson, lögmaður hjá Samkeppnisráðgjöf, telur síðustu ákvörðun eftirlitsins þó ekki gefa fyrirheit um það sem koma skal í þeim efnum. Í viðtali við Viðskiptablaðið segist hann telja líklegt að sá samruni verði leyfður – og einnig kaup N1 á Festi – en að honum verði sett „skilyrði til að stemma stigu við útilokunaráhrifum, enda eru dagvörumarkaðurinn og bensínmarkaðurinn fákeppnismarkaðir“. Sú staða sem nú er uppi á dagvörumarkaði er hins vegar um margt sérstök. Á sama tíma og Hagar teljast vera markaðsráðandi fyrirtæki, með um og yfir 50 prósent markaðshlutdeild á landsvísu, þá gildir annað um næststærsta smásölufyrirtæki heims – Costco – sem getur, kjósi það svo, selt sumar vörur sínar undir kostnaðarverði með löglegum hætti. Það má sýna þeim sjónarmiðum skilning að fyrir íslensk smásölufyrirtæki er þetta líklega ekki öfundsverð samkeppnisstaða – og við bætist að bandaríski smásölurisinn nýtur mun betri innkaupakjara í krafti stærðar sinnar. Ekki aðeins hefur innreið Costco – og bráðum H&M – gerbreytt samkeppnisumhverfi á smásölumarkað hérlendis á skömmum tíma heldur er kauphegðun neytenda einnig að taka stakkaskiptum með ört vaxandi netverslun. Sé litið til annarra ríkja, einkum og sér lagi Bandaríkjanna, er líklegt að sú þróun sé enn mjög skammt á veg komin hér á landi. Eigi íslensk fyrirtæki, sem starfa á örmarkaði, að geta mætt þessari nýju samkeppni þurfa þau að leita leiða til frekari hagræðingar, sem meðal annars hlýtur að felast í meiri samþjöppun á markaði. Samkeppniseftirlitið virðist hins vegar vera á öðru máli.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun