Innlent

Manndráp í Mosfellsdal: Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði.
Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. vísir
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Svein Gest Tryggvason í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní.

Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi, en ekki liggur fyrir hvort að úrskurðurinn hafi verið kærður til Hæstaréttar.

Greint var frá því fyrr í vikunni að rannsókn lögreglu væri lokið. Þó er ekki búið að senda málið til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um ákæru þar sem rannsakendur eiga eftir að fá allra síðustu gögn málsins afhent.

Auk Sveins Gests eru fimm aðrir með stöðu sakbornings í málinu. Fjórir þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í viku en sá fimmti var í haldi lögreglu í tæpar fjórar vikur.


Tengdar fréttir

Rannsókn lögreglu á manndrápi í Mosfellsdal lokið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×