Bein útsending: Háskólinn í Reykjavík keppir á Silverstone Finnur Thorlacius skrifar 23. júlí 2017 09:48 Keppt er á hinni sögufrægu Silverstone-braut í Bretlandi. Í dag fer fram hin eiginlega aksturskeppni í hinni árlegu Formula Student keppni, en Háskólinn í Reykjavík teflir þar fram keppnisbíl í ár. Keppnin fer fram á Silverstone-brautinni í Bretlandi, en á henni er einnig keppt í Formula 1. Lið Háskólans í Reykjavík náði öllum forprófunum á bíl sínum og hefur því öðlast rétt til þátttöku í aksturskeppninni sjálfri. Slíkt er ekki sjálfgefið og hafa fjölmörg lið fallið úr keppni í forprófunum og fá því ekki að taka þátt í akstrinum í dag. Að neðan má sjá beina útsendingu frá keppninni í dag, en keppendum er skipt upp í átta hópa og er lið Háskólans í Reykjavík í þriðja hópi. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent
Í dag fer fram hin eiginlega aksturskeppni í hinni árlegu Formula Student keppni, en Háskólinn í Reykjavík teflir þar fram keppnisbíl í ár. Keppnin fer fram á Silverstone-brautinni í Bretlandi, en á henni er einnig keppt í Formula 1. Lið Háskólans í Reykjavík náði öllum forprófunum á bíl sínum og hefur því öðlast rétt til þátttöku í aksturskeppninni sjálfri. Slíkt er ekki sjálfgefið og hafa fjölmörg lið fallið úr keppni í forprófunum og fá því ekki að taka þátt í akstrinum í dag. Að neðan má sjá beina útsendingu frá keppninni í dag, en keppendum er skipt upp í átta hópa og er lið Háskólans í Reykjavík í þriðja hópi.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent